Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2024 11:12 Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson hafa starfað lengi fyrir lögregluna. Vísir Starf Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður auglýst til umsóknar. Ráðið verður í starfið tímabundið til eins árs. Á meðan umsóknarferlinu stendur munu tveir reynsluboltar hjá lögreglunni fylla í skarð Gríms. Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Grímur kveður lögregluna eftir 37 ára starf en hann var kjörinn á þing í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann var þriðji maður á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og eftir spennandi kosninganótt varð ljóst að Grímur næði inn á þing. Grímur hefur verið áberandi sem andlit lögreglunnar í stórum sakamálum undanfarinn tæpan áratug. Með brotthvarfi hans er ljóst að það verður nýr fulltrúi lögreglu sem kemur fram fyrir hennar hönd í slíkum málum. Næstu vikur og jafnvel mánuði verða Ásgeir Þór Ásgeirsson og Theodór Kristjánsson í því hlutverki. Ásgeir Þór segir í samtali við Vísi að hann taki að sér skipulagða brotastarfsemi, ofbeldismál, fjármunabrot og kynferðisbrotamál. Stoðdeildirnar, sem einnig heyrðu undir Grím, lenda hjá Theodór. Um er að ræða tæknideild og tölvurannsókna- og rafeindadeild. Grímur Grímsson greiddi atkvæði í Hagaskóla á laugardaginn. Vísir/Sigurjón „Fyrir mér er þetta bara tækifæri til að kafa betur ofan í einn hluta embættisins sem ég hef ekki gert áður,“ segir Ásgeir Þór. Hann hlakkar til að setjast niður með nýjum yfirmanni á rannsóknarsviði en samstarfið við Grím hafi verið afar gott og farsælt. Meðal annars er horft til Ævars Pálma og Elín Agnesar þegar kemur að líklegum umsækjendum um starf Gríms. Elín Agnes Kristínardóttir og Ævar Pálmi Ævarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa leitt deildirnar undanfarnar vikur í fjarveru Gríms. Elín Agnes verið yfir skipulagðri brotastarfsemi og Ævar Pálmi yfir rannsóknum á kynferðisbrotum. Telja má líklegt að þau verði meðal umsækjenda um starfið sem er sem fyrr segir til reynslu í eitt ár.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Vistaskipti Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira