Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 08:49 Andfætlingar hafa samþykkt fyrsta bannið við samfélagsmiðlanotkun barna í heiminum. Vísir/Getty Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti. Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið. Samfélagsmiðlar Ástralía Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lögin banna samfélagsmiðlum eins og Facebook og Tiktok að leyfa börnum yngri en sextán ára að skrá sig inn á þá að viðlögðum sektum. Bannið tekur gildi eftir ár en fram að því er ætlunin að afla reynslu í að framfylgja því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðrar þjóðir, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, hafa sett lög sem takmarka aðgang barna að samfélagsmiðlum án samþykkis foreldra en engin önnur þjóð hefur gengið eins langt og andfætlingar okkar til þessa. Rök ríkisstjórnar Anthony Albanese, forsætisráðherra, fyrir banninu voru meðal annars að óhófleg samfélagsmiðlanotkun væri ógn við líkamlega og andlega heilsu barna og ungmenna. Sérstaklega væru stúlkur í hættu vegna skaðlegra staðalmynda af líkama kvenna sem birtast á samfélagsmiðlum og drengjum stafaði ógn af efni sem æli á kvenhatri og væri beint að þeim. Við meðferð málsins í þinginu heyrðu þingmenn meðal annars frá foreldrum barna sem höfðu valdið sjálfum sér skaða eftir að hafa orðið fyrir neteinelti. Bannið naut stuðnings um 77 prósent svarenda í síðustu skoðanakönnunum um málið og fjölmiðlaveldi Ruperts Murdoch studdi það sömuleiðis. Telja bannið takmarka þátttöku ungs fólks í samfélaginu Sum samtök ungmenna og fræðimenn hafa varað við því að bannið gæti einangrað viðkvæma einstaklinga, þar á meðal hinsegin unglinga og innflytjendur. Mannréttindaráð landsins benti á að bannið gæti brotið á réttindum ungs fólks með því að takmarka þátttöku þess í samfélaginu. Þá segja samfélagsmiðlafyrirtækin að bannið eigi eftir að ýta unglingum út á myrkan jaðar internetsins. „Ég held að ég muni áfram nota þá, komist bara inn á laun,“ segir Emma Wakefield, sem er ellefu ára, við Reuters um bannið.
Samfélagsmiðlar Ástralía Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira