Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. nóvember 2024 10:01 Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., er ferskastur á daginn þegar hann nær góðum sundsprett á morgnana. Hann saknar þess þó að geta ekki stundum sofið út, því nú vaknar hann alltaf á sama tíma, óháð því hvort hann stillir klukkuna eða ekki. Vísir/Vilhelm Kristján Már Atlason, forstjóri Kletts sölu- og þjónustu ehf., saknar þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Því með aldrinum færist hann sífellt nær því að vera A-týpa sem þarf ekki einu sinni að stilla klukkuna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna flesta daga stundvíslega klukkan sjö. Breytir engu þó að ég gleymi að stilla klukku. Með aldrinum er ég að færast sífellt meira yfir í að vera A týpa. Sakna þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Stundum er norski skógarkötturinn á heimilinu búinn að vekja okkur hjónin fyrir hefðbundinn fótaferðatíma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á því að fá mér kaffibolla og renna í gegnum helstu fjölmiðla, alltaf spennandi að sjá hvort að einhverjir stórir atburðir hafi gerst um nóttina. Ég opna líka tölvupósthólfið til að kanna hvort að eitthvað brýnt eða spennandi erindi hafi borist, svo rifja ég einnig upp hvernig ég er bókaður yfir daginn sem framundan er. Bestu dagarnir eru jafnan þegar að ég næ að taka sundsprett um morguninn áður en farið er til vinnu. Þá daga sem það næst er ég alveg einstaklega ferskur og vel stemmdur.“ Í hvaða heimilisverkum finnst þér sjálfur þú vera rosalega góður í? „Ég hef mjög gaman að því að elda góðan mat. Ég held því að ég sé nokkuð lunkinn kokkur og vona að aðrir séu mér sammála. Mér hefur fundist ég fá nokkuð jákvæð viðbrögð frá fjölskyldu og vinum þegar að ég vanda mig í eldhúsinu. Þetta er kannski klassískt dæmi um að hægt sé að ná færni í því sem maður hefur sérstakan áhuga á.“ Þótt Kristján noti dagatalið í Outlook og To-Do kerfið nokkuð marvisst og skrifi allt í minnisbók sem hann er alltaf með sér á fundum, viðurkennir hann að enn krotar hann á gula post-it miða alls kyns minnisatriði. En reynir bara að hafa þá ekki of áberandi á skrifborðinu sínu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana einbeitum við okkur hjá Kletti að því að ljúka rekstrarárinu með góðum árangri og fara fram úr þeim markmiðum sem við settum okkur. Við erum einnig í miðri vinnu við gerð rekstraráætlunar fyrir næsta ár, sem er krefjandi verkefni í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir í rekstrarumhverfi okkar. Á sama tíma er mikið að gera í dekkjahlutanum hjá okkur, enda er haustið annasamur tími þegar kemur að dekkjum og annarri vetrartengdri þjónustu við viðskiptavini okkar. Við leggjum mikla áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina með framúrskarandi þjónustu, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem treysta á fagmennsku okkar. Í þeim atvinnugreinum sem skipta okkar rekstur mestu máli er mikilvægt að staðið sé vel að framþróun og uppbyggingu innviða. Ég vona að næstu mánuðir muni skapa aðstæður í stjórnmálum sem styðja vel við atvinnulífið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota dagatalið í Outlook og To-Do kerfið á nokkuð skilvirkan hátt. Ég er líka með minnisbók sem fylgir mér á alla fundi og í hana punkta hjá mér allt sem mér finnst skipta máli og ég vil muna. Mikilvægast er að allt sem ég lofa, og mér er lofað sé fært þar til bókar. Ég verð þó að viðurkenna það að ég er ekki hættur að krota á gula post-it miða alls kyns hluti sem mér finnst að megi alls ekki gleymast. Ég reyni samt að hafa þá ekki of áberandi á skrifborðinu mínu dags daglega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Það er nú aðeins breytilegt. Ég vaki nú yfirleitt lengur fram á kvöld á sumrin en á veturna, sérstaklega á fallegu íslensku sumarkvöldi. En ég er yfirleitt kominn í ró milli tíu og ellefu þegar að það er hefðbundinn annasamur vinnudagur daginn eftir.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna flesta daga stundvíslega klukkan sjö. Breytir engu þó að ég gleymi að stilla klukku. Með aldrinum er ég að færast sífellt meira yfir í að vera A týpa. Sakna þess stundum að geta ekki sofið almennilega út. Stundum er norski skógarkötturinn á heimilinu búinn að vekja okkur hjónin fyrir hefðbundinn fótaferðatíma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég byrja daginn á því að fá mér kaffibolla og renna í gegnum helstu fjölmiðla, alltaf spennandi að sjá hvort að einhverjir stórir atburðir hafi gerst um nóttina. Ég opna líka tölvupósthólfið til að kanna hvort að eitthvað brýnt eða spennandi erindi hafi borist, svo rifja ég einnig upp hvernig ég er bókaður yfir daginn sem framundan er. Bestu dagarnir eru jafnan þegar að ég næ að taka sundsprett um morguninn áður en farið er til vinnu. Þá daga sem það næst er ég alveg einstaklega ferskur og vel stemmdur.“ Í hvaða heimilisverkum finnst þér sjálfur þú vera rosalega góður í? „Ég hef mjög gaman að því að elda góðan mat. Ég held því að ég sé nokkuð lunkinn kokkur og vona að aðrir séu mér sammála. Mér hefur fundist ég fá nokkuð jákvæð viðbrögð frá fjölskyldu og vinum þegar að ég vanda mig í eldhúsinu. Þetta er kannski klassískt dæmi um að hægt sé að ná færni í því sem maður hefur sérstakan áhuga á.“ Þótt Kristján noti dagatalið í Outlook og To-Do kerfið nokkuð marvisst og skrifi allt í minnisbók sem hann er alltaf með sér á fundum, viðurkennir hann að enn krotar hann á gula post-it miða alls kyns minnisatriði. En reynir bara að hafa þá ekki of áberandi á skrifborðinu sínu. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Þessa dagana einbeitum við okkur hjá Kletti að því að ljúka rekstrarárinu með góðum árangri og fara fram úr þeim markmiðum sem við settum okkur. Við erum einnig í miðri vinnu við gerð rekstraráætlunar fyrir næsta ár, sem er krefjandi verkefni í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir í rekstrarumhverfi okkar. Á sama tíma er mikið að gera í dekkjahlutanum hjá okkur, enda er haustið annasamur tími þegar kemur að dekkjum og annarri vetrartengdri þjónustu við viðskiptavini okkar. Við leggjum mikla áherslu á að mæta þörfum viðskiptavina með framúrskarandi þjónustu, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, sem treysta á fagmennsku okkar. Í þeim atvinnugreinum sem skipta okkar rekstur mestu máli er mikilvægt að staðið sé vel að framþróun og uppbyggingu innviða. Ég vona að næstu mánuðir muni skapa aðstæður í stjórnmálum sem styðja vel við atvinnulífið.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota dagatalið í Outlook og To-Do kerfið á nokkuð skilvirkan hátt. Ég er líka með minnisbók sem fylgir mér á alla fundi og í hana punkta hjá mér allt sem mér finnst skipta máli og ég vil muna. Mikilvægast er að allt sem ég lofa, og mér er lofað sé fært þar til bókar. Ég verð þó að viðurkenna það að ég er ekki hættur að krota á gula post-it miða alls kyns hluti sem mér finnst að megi alls ekki gleymast. Ég reyni samt að hafa þá ekki of áberandi á skrifborðinu mínu dags daglega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? ,,Það er nú aðeins breytilegt. Ég vaki nú yfirleitt lengur fram á kvöld á sumrin en á veturna, sérstaklega á fallegu íslensku sumarkvöldi. En ég er yfirleitt kominn í ró milli tíu og ellefu þegar að það er hefðbundinn annasamur vinnudagur daginn eftir.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06 Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01 „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01 „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02 „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01 Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segist eins og versti unglingur á morgnana enda snúsi hún klukkuna þar til allir aðrir á heimilinu eru komnir fram úr. 16. nóvember 2024 10:06
Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Þegar Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er búinn að hugleiða á morgnana, eldar hann ómótstæðilegan hafragraut fyrir sig og frúna. Moli drífur forstjórann út kvölds og morgna. Hvernig sem viðrar. 9. nóvember 2024 10:01
„Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Gerður Huld Arinbjarnardóttir er þessi rólega B-týpa sem tekur sér tíma til að vakna á morgnana. Öfugt við kærastann. Kvöldin eru hennar tími. Enda eitthvað heillandi við nóttina og fyrir svefninn á hún sér algjörlega heilaga kvöldrútínu. 2. nóvember 2024 10:01
„Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Sigríður Indriðadóttir, stjórnendaráðgjafi, fyrirlesari og samskiptaþjálfari, þarf ekki að hugsa sig tvisvar um aðspurð um skrýtnasta tískutímabilið í sínu lífi: Fermingarárið 1986! Þegar hvítt satínbindi og hvítar mokkasínur voru í tísku. 26. október 2024 10:02
„Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Jóhann Már Helgason, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Wolt á Íslandi og meðstjórnandi í hlaðvarpinu Dr. Football, er þessi hefðbundna B-týpa sem hefur verið gert að aðlaga sig að samfélagslegum þörfum A-týpunnar. 19. október 2024 10:01