„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Heimir Hallgrímsson mátti horfa upp á lærisveina sína tapa stórt á Wembley. Vísir Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn. Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Heimir Hallgrímsson horfði upp á lærisveina sína í írska landsliðinu í knattspyrnu tapa 5-0 gegn Englandi á Wembley í gær. Írar áttu í fullu tré við Englendinga í fyrri hálfleik og var augljóst á stórstjörnum enska liðsins að þeir voru pirraðir á gang mála. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað á Wembley. Það virðist hafa verið of mikið að spila tíu gegn ellefu. Það var þetta sex mínútna brjálæði, þar sem við fengum þrjú mörk á okkur, sem var gríðarlega erfitt,“ sagði Heimir í viðtali eftir leik. Írar misstu mann af velli á 51. mínútu og í kjölfarið fylgdu þrjú mörk Englendinga á sex mínútna kafla. „Það var hægt að sjá það á andlitum leikmanna og viðbrögðum þeirra að það var mikið áfall andlega. Líkamlega var erfitt að spila einum færri en andlega var það held ég enn erfiðara í dag.“ Klippa: Heimir Hallgrímsson eftir tapið gegn Englandi Heimir var á því að seinna gula spjaldið hefði verið harður dómur og að dómarinn hefði átt að láta vítaspyrnudóminn nægja. „Þú færð á þig víti. Mér fannst ekki nauðsynlegt að gefa gult spjald, þeir fengu vítið og það var plús fyrir þá. Ég þekki kannski ekki reglurnar, kannski er hann að ræna þeim augljósu marktækifæri. Þeir fá vítið en ég sé ekki ástæðu til að gefa annað gult.“ Sagði England ætla sér að verða heimsmeistara en Íra reyna að komast á mótið Heimir sagðist þó geta tekið eitthvað jákvætt úr fyrri hálfleiknum og sagði muninn á stöðu írska og enska liðsins vera mikinn. „Vonandi getum við tekið það jákvæða með okkur. Það er aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap. Samt sem áður þá getur frammistaðan úr fyrri hálfleik gefið okkur eitthvað.“ „11 gegn 11 vörðumst við vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þar erum við í augnablikinu og munurinn á okkur er að England vill verða heimsmeistari á meðan við viljum reyna að komast á mótið. Það er munurinn núna.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira