Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2024 23:31 Gianni Infantino, forseti FIFA, og nýju bikarinn sem er vel merktur honum. Getty/Rob Kim/FIFA Gianni Infantino, forseti FIFA, kynnti í vikunni nýjan og glæsilegan bikar sem keppt verður um í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða næsta sumar. Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024 HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin er nú orðin að 32 liða keppni og er því orðin jafnstór og heimsmeistarakeppni landsliða hefur verið undanfarna áratugi. Nýi bikar keppninnar var hannaður af FIFA og framleiddur af fyrirtækinu Tiffany & Co. Bikarinn er mjög sérstakur og mun skera sig úr meðal annarra bikara sem keppt er um í heimsfótboltanum. Forsetinn hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu ætlar augljóslega að passa upp á það að nafn hans gleymist ekki í framtíðinni. Nafn Gianni Infantino sjálfs er nefnilega grafið tvisvar sinnum á bikarinn. The Athletic fjallar um þetta. Það stendur á bikarnum að Gianni Infantino hafi verið forseti FIFA þegar keppnin varð til og undir því má síðan sjá undirskrift hans. Infantino þurfti samt meiri vottun á mikilvægi sínu á bikarnum því í lýsingu á nýju keppninni á bikarnum kemur fram að keppnin sé til þökk sé innblástri frá Infantino eða á ensku: „Inspired by the FIFA president Gianni Infantino“ Þetta er næstum því eins og langt gengið og þegar fyrsti heimsbikarinn var kallaður Jules Rimet bikarinn eftir manninum sem bjó til heimsmeistarakeppni landsliða á sínum tíma. Sá bikar var í notkun á HM 1930 til 1970 þegar Brasilíumenn unnu hann sér til eignar. Hvort Infantino haldi að mikilvægi sitt sé nafnið og það hjá Jules Rimet fylgir ekki sögunni en forsetinn er augljóst stoltur af vinnu sinni við að koma þessari keppni á laggirnar. Infantino hefur vissulega farið fyrir stækkun heimsmeistarakeppni félagsliða en þessi fjölgun leikja hefur verið gagnrýnd mjög mikið enda eykur hún enn frekar álagið á bestu knattspyrnumenn heims. Það má sjá nýja bikarinn hér fyrir neðan. The trophy is here! ✨Crafted in collaboration with @TiffanyAndCo, this trophy will be awarded for the first time to the winners of the inaugural #FIFACWC taking place next year. #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/x1Wo1T1Lf4— FIFA Club World Cup (@FIFACWC) November 14, 2024
HM félagsliða í fótbolta 2025 FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira