Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2024 16:39 Eldri hjón fundust látin á heimili sínu í Neskaupstað þann 22. ágúst síðastliðinn. Einn er grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm Norðfirðingur á fimmtugsaldri sem grunaður er um að hafa myrt hjón á áttræðisaldri á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst sætir gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi. Varðhaldstíminn teygir sig yfir tólf vikna viðmið um hámarkslengd í gæsluvarðhaldi án útgefinnar ákæru. Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það var fimmtudaginn 22. ágúst sem Lögreglan á Austurlandi fékk útkall vegna hjóna sem fundust látin í heimahúsi í bænum. Hinn grunaði í málinu, Norðfirðingur á fimmtugsaldri, ók bíl hjónanna suður til Reykjavíkur. Frá því að lögreglu barst tilkynningin um málið leið ein og hálf klukkustund þar til hinn grunaði var handtekinn við Snorrabraut. Þar skipti máli að lögreglan gat skoðað ferðir mannsins í eftirlitsmyndavélum á hringveginum. Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á dögunum á kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhald til 29. nóvember. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn fyrir austan segir rannsókn málsins langt á veg komna. Hann eigi von á að lögregla skili málinu til héraðssaksóknara síðar í mánuðinum sem tekur ákvörðun hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meginreglan er sú að ekki megi halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án útgáfu ákæru. Með því að fallast á gæsluvarðhald til 29. nóvember fellst héraðsdómur á að víkja frá þeirri meginreglu. Þann 29. nóvember verða fjórtán vikur liðnar frá handtöku hins grunaða. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér við rannsókn málsins. Kristján Ólafur segir nokkuð skýra mynd komna á atburði en vill ekki fara út í málavexti að öðru leyti. Rannsókn sé langt komin. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn grunaði óreglumaður og hafði verið í neyslu árum saman. Eldsvoði kom upp í húsi í hans eigu í Neskaupstað í febrúar. Hann var í húsinu þegar eldurinn kom upp samkvæmt heimildum fréttastofu. Kristján Ólafur segir eldsvoðann frá því í febrúar til rannsóknar hjá lögreglu.
Lítið hefur komið fram í fjölmiðlum um aðdraganda árásarinnar. Veistu meira? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira