Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Siggeir Ævarsson skrifar 17. nóvember 2024 21:02 Barbara Ola Zienieweska átti góðan leik fyrir Aþenu í kvöld. Vísir/Anton Brink Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu. Nýliðar Aþenu tóku á móti Valskonum í Austurbergi í kvöld en fyrir leikinn höfðu heimakonur tapað fjórum leikjum í röð. Þær náðu að sigla öðrum sigri vetursins heim að lokum og jafna þar með Val að stigum í deildinni, sem og Þór og Stjörnuna. Hlé hefur verið á deildinni vegna landsleikja en Brynjar Karl, þjálfari Aþenu, tók hléið alla leið og fór í langt frí frá æfingum með liðinu, eins og kom fram í viðtali fyrir leikinn. Valskonur voru án miðherjans Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er með rifinn liðþófa og söknuðu hennar greinilega í teignum. Þá var þjálfari liðsins, Jamil Abiad, einnig fjarri góðu gamni þar sem atvinnuleyfi hans er útrunnið. Valskonur fóru engu að síður betur af stað og leiddu með þremur stigum, 20-23, eftir fyrsta leikhlutann. Aþena var fyrst og fremst að skora eftir sóknarfráköst í byrjun en sóknin fór að flæða betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Þær voru duglegar að mata hina hávöxnu Lynn Peters í teignum og þá opnaðist einnig fyrir skotin fyrir utan en Aþena leiddi í hálfleik 45-37. Á þeim tímapunkti var í raun aðeins einn leikmaður Vals að skora eitthvað af viti, en Alyssa Cerino var komin með 22 stig í hálfleik. Heimakonur lentu í töluverðum villuvandræðum í seinni hálfleik en Valskonur voru komnar í bónus þegar 6:57 voru eftir af leikhlutanum. Þær náðu að minnka muninn í fjögur stig en þá kom góður kafli hjá Aþenu þar sem þær ýttu muninum aftur upp í tíu stig. Sóknarleikur Aþenu var virkilega stirður í fjóra leikhluta en þær sluppu fyrir horn í lokin og munaði þar ekki síst um tvær stórar körfu í teignum frá Lynn Peters þegar munurinn var kominn niður í þrjú stig. Lokatölur í Breiðholtinu 70-64 og annar sigur Aþenu í deildinni staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms. Bónus-deild kvenna Aþena Valur
Aþena vann góðan sex stiga sigur á Val þegar liðin mættust í Bónus-deild kvenna í kvöld. Þetta er annar sigur Aþenu á tímabilinu. Nýliðar Aþenu tóku á móti Valskonum í Austurbergi í kvöld en fyrir leikinn höfðu heimakonur tapað fjórum leikjum í röð. Þær náðu að sigla öðrum sigri vetursins heim að lokum og jafna þar með Val að stigum í deildinni, sem og Þór og Stjörnuna. Hlé hefur verið á deildinni vegna landsleikja en Brynjar Karl, þjálfari Aþenu, tók hléið alla leið og fór í langt frí frá æfingum með liðinu, eins og kom fram í viðtali fyrir leikinn. Valskonur voru án miðherjans Ástu Júlíu Grímsdóttur sem er með rifinn liðþófa og söknuðu hennar greinilega í teignum. Þá var þjálfari liðsins, Jamil Abiad, einnig fjarri góðu gamni þar sem atvinnuleyfi hans er útrunnið. Valskonur fóru engu að síður betur af stað og leiddu með þremur stigum, 20-23, eftir fyrsta leikhlutann. Aþena var fyrst og fremst að skora eftir sóknarfráköst í byrjun en sóknin fór að flæða betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Þær voru duglegar að mata hina hávöxnu Lynn Peters í teignum og þá opnaðist einnig fyrir skotin fyrir utan en Aþena leiddi í hálfleik 45-37. Á þeim tímapunkti var í raun aðeins einn leikmaður Vals að skora eitthvað af viti, en Alyssa Cerino var komin með 22 stig í hálfleik. Heimakonur lentu í töluverðum villuvandræðum í seinni hálfleik en Valskonur voru komnar í bónus þegar 6:57 voru eftir af leikhlutanum. Þær náðu að minnka muninn í fjögur stig en þá kom góður kafli hjá Aþenu þar sem þær ýttu muninum aftur upp í tíu stig. Sóknarleikur Aþenu var virkilega stirður í fjóra leikhluta en þær sluppu fyrir horn í lokin og munaði þar ekki síst um tvær stórar körfu í teignum frá Lynn Peters þegar munurinn var kominn niður í þrjú stig. Lokatölur í Breiðholtinu 70-64 og annar sigur Aþenu í deildinni staðreynd. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi innan skamms.