Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2024 12:31 Magnús Jóhannsson komst til að mynda í úrslit í 200 metra hlaupi á HM U20 ára í Perú í ágúst. Hann verður 18 ára í næsta mánuði. Youtube Fljótasti Íslendingur sögunnar er hinn 17 ára gamli Magnús Jóhannsson, sem reyndar hefur búið alla sína ævi í Hong Kong. Þær fréttir koma framkvæmdastjóra Frjálsíþróttasambands Íslands í opna skjöldu en hann segir Magnús hjartanlega velkominn í íslenska landsliðið hafi hann áhuga á því. Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Tveir deila Íslandsmeti karla í 100 metra hlaupi, þeir Ari Bragi Kárason og Kolbeinn Höður Gunnarsson, en það er 10,51 sekúndur. Magnús hefur hlaupið enn hraðar, eða á 10,48 sekúndum í september, en hann hefur ætíð keppt fyrir hönd Hong Kong og því telst það ekki Íslandsmet. En hver er þessi Magnús? Sá sem þetta skrifar hafði ekki hugmynd um tilvist hans fyrr en við lestur greinar á RÚV í morgun, eins og sjálfsagt flestir, og sömu sögu er að segja af Guðmundi Karlssyni, framkvæmdastjóra FRÍ: „Ég fagna bara þessari frétt og óska honum til hamingju með frábæran árangur. Hann er velkominn til Íslands og undir okkar hatt hvenær sem er,“ segir Guðmundur. Saknar Íslands og fjölskyldunnar þar Fram kemur í grein RÚV að Magnús eigi íslenskan pabba, Þröst Jóhannsson, sem flutti til Hong Kong árið 1997 og stofnaði dansskóla. Hann kynntist þar kínverskri konu og saman eignuðust þau Magnús í desember 2006. „Ég sakna Íslands og fjölskyldunnar þar mikið,“ segir Magnús við RÚV en hann heimsótti Ísland með fjölskyldu sinni árlega á árum áður en segir heimsóknunum því miður hafa farið fækkandi. Hann hefur einu sinni keppt á Íslandi og vann þá 60 metra hlaup á landsmóti UMFÍ árið 2018, samkvæmt frétt RÚV. Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason deila Íslandsmetinu í 100 metra hlaupi, og Kolbeinn Höður á metið í 200 metra hlaupi. Magnús Jóhannsson gæti mögulega breytt því kysi hann að keppa fyrir Íslands hönd.vísir/stefán „Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg“ Magnús býr við frábæra aðstöðu í Hong Kong til að bæta sig sem afreksíþróttamaður, hefur í raun allt til alls, og því kannski ekki mikil ástæða fyrir hann að breyta til og keppa fyrir Ísland. Dyrnar standa samt alltaf opnar, segir Guðmundur hjá FRÍ: „Að sjálfsögðu. Ég sé að hann talar svolítið mikið um umgjörðina sem hann er með þarna niður frá. Auðvitað er það eitt sem að okkur hefur ekki alveg tekist hér heima, að búa til þá umgjörð í kringum afreksfólkið okkar sem við myndum vilja hafa. Ef hann setur það fyrir sig þá skil ég hann alveg. En hann er mikið meira en velkominn í landslið Íslands í frjálsum. Frumkvæðið þarf væntanlega að koma frá honum og hans fjölskyldu en ég væri stoltur að fá hann til okkar. Ég var hreinlega ekki með hann á ratsjánni fyrr en núna,“ segir Guðmundur. Komst í úrslit á HM U20 og er stoltur Íslendingur Magnús hljóp undir Íslandsmettímanum í 100 metra hlaupi í september síðastliðnum, á fjölmennu móti á vegum frjálsíþróttasambands Hong Kong. Magnús hafði áður sett landsmet í Hong Kong þegar hann vann silfur í 200 metra hlaupi á Asíumóti U20 ára í frjálsum íþróttum í apríl, með því að hlaupa á 20,92 sekúndum. Það er 1/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti Kolbeins Haðar. Þá komst hann í úrslit á heimsmeistaramóti U20 ára í Perú í ágúst, í 200 metra hlaupi, og varð í 7. sæti, eins og sjá má hér að neðan. Magnús er því afar frambærilegur spretthlaupari en að óbreyttu verður árangur hans allur í þágu Hong Kong, en ekki Íslands. „Þrátt fyrir að ég sé mjög stoltur af því að vera Íslendingur þá finnst mér eðlilegra að keppa fyrir Hong Kong - að minnsta kosti eins og staðan er núna,“ segir Magnús við RÚV og kveðst stefna á að koma til Íslands á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira