Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson og Jóhann F K Arinbjarnarson skrifa 8. nóvember 2024 16:15 Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Gervigreind Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Gervigreind hefur verið mikið til umræðu á undanförnum misserum, þ.e. áhrif hennar og mögulega ógn gagnvart íslenskunni. að sem minna hefur verið rætt um er sá árangur sem þegar hefur unnist á því sviði. Í maí á þessu ári fór sendinefnd á vegum menningar- og viðskiptamálaráðuneytisins með Lilju Alfreðsdóttir ráðherra í fararbroddi og heimsótti fyrirtæki á borð við Google og OpenAI með það að markmiði að vekja athygli á stöðu smærri tungumála á borð við íslensku gagnvart vaxandi umfangi gervigreindar í máltækni. Aðgerðir ráðuneytisins eru hluti af metnaðarfullri stefnumótun stjórnvalda sem miðar að því gera íslendingum kleift að nýta þessa nýju og ört vaxandi tækni til þess að rækta og halda tungumálinu við. Markmiðið er að í stað þess að gervigreind ógni tungumálinu þá getur gervigreindin aðlagast því, lært það og talað það rétt eins og hver annar frónbúi. Mikilvægt er að benda á, fyrir þá sem ekki þegar vita, að tungumála-gervigreind er orðin háþróaðri en marga grunar. Til að mynda voru eftirfarandi þrjár efnisgreinar ritaðar af gervigreind samkvæmt skipunum höfundar; Fjárfesting til framtíðar og alþjóðlegt samstarf Með heimsókninni vildi Lilja koma íslenskunni á framfæri hjá stærstu tæknifyrirtækjum heims og kynna íslenskar máltæknilausnir, sem unnar eru í samstarfi við íslenska sérfræðinga og gefnar út undir opnum leyfum. Stjórnvöld vonast til þess að fjárfesting í máltækniverkefnum tryggi að íslenska verði með í tæknilausnum sem eru í notkun á heimsvísu. Samhliða hefur verið rætt um möguleikann á því að stofna alþjóðlegan samstarfsvettvang fyrir smærri tungumál, þar sem Ísland myndi gegna lykilhlutverki. Þessi vettvangur myndi vinna að því að vernda og þróa tungumál sem eiga á hættu að hverfa vegna tækniframfara. Störf Lilju Alfreðsdóttur á sviði gervigreindar og máltækni eru bæði metnaðarfull og bráðnauðsynleg fyrir framtíð íslenskunnar í tæknivæddum heimi. Með ástríðu fyrir íslensku og skýra sýn á möguleikana sem gervigreind býður upp á, hefur Lilja lagt grunn að mikilvægu starfi sem mun hafa áhrif á smærri tungumál um allan heim. Afrek hennar í máltæknimálum eru dæmi um víðtækt alþjóðlegt samstarf sem miðar að því að tryggja framtíð íslenskunnar og efla þróun íslenskrar tækni. Íslenska í stafrænni framtíð Fyrirtækið Microsoft hefur þegar innleitt íslenska máltækni í þekktan hugbúnað svo sem Microsoft Word og Microsoft Copilot. Þar með stendur það íslenskum notendum til boða að vinna í þessum forritum á þeirra eigin móðurmáli, og fyrir sitt leyti hefur fyrirtækið sýnt áhuga á áframhaldandi samstarfi við íslensk stjórnvöld á þessu sviði. Reynslan af innleiðingu íslensku í framangreind forrit sem og jafnvel önnur getur svo nýst fyrirtækinu sem og samkeppnisaðilum við að gervigreindar-væða önnur minna töluð tungumál sem að einnig standa höllum fæti í heimi alheims-enskunnar.Lilja Alfreðsdóttir hefur einnig beint sjónum sínum að því að efla rannsóknir og nýsköpun í íslenskri máltækni. Hennar framtíðarsýn er skýr; íslenska á að eiga sinn stað í hinni stafrænu framtíð. Það er ekki svo langt síðan að uppi voru eintómar svartsýnis-raddir þegar rætt var um framtíð tungumálsins okkar í æ hnattrænni og stafrænum heimi. En framtíðin er björt. Þökk sé þeirri vinnu sem Lilja Alfreðsdóttir hefur ráðist í þá hefur íslensk tunga ekki staðið styrkari fótum í áratugi. Við erum núna að horfa upp á framtíð þar sem íslensk máltækni leiðir vegin fyrir önnur lítil tungumál inn í þennan spennandi framtíðarheim. Stefán Atli Rúnarsson er varaformaður Ungra Framsóknarmanna í Kraganum og Jóhann F K Arinbjarnarson er rithöfundur & varamaður í stjórn SUF.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun