Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 07:55 Lögregla hafði þegar handtekið nokkurn fjölda á Dam-torgi í aðdraganda leiksins. AP Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira