Sport

Björg­vin Karl klæddist skotapilsi fyrir keppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson er klár í slaginn en Rogue Invitational stórmótið hefst í hádeginu.
Björgvin Karl Guðmundsson er klár í slaginn en Rogue Invitational stórmótið hefst í hádeginu. @bk_gudmundsson/@rogueinvitational

Björgvin Karl Guðmundsson verður fulltrúi Íslands á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem hefst í dag.

Rogue stórmótið fer vanalega fram í Bandaríkjunum en að þessu sinni er það haldið í Aberdeen í Skotlandi. Þetta er í sjötta sinn sem mótið fer fram.

Tuttugu öflugir keppendur hjá hvoru kyni keppa um veglegt verðlaunafé og um að enda erfitt ár á sem bestan hátt.

Þetta verður fyrsta stórmótið eftir hryllinginn á heimsleikunum þar sem Lazae Dukic drukknaði í fyrstu grein en keppnin var samt kláruð.

CrossFit fjölskyldan hefur átt um sárt að binda síðan og rannsókn á atburðinum á heimsleikunum er enn ekki lokið.

Keppnin um helgina er þó tækifæri til þetta frábæra fólk til að keppa aftur í íþróttinni sem þau elska og eru svo góð í.

Alls fara fram níu greinar þar af þrjár þeirra í dag. Keppnir dagsins heita Quick Sand, North Sea Tiger og Braveheart.

Við innritun á mótið þá fengu mótshaldarar keppendur til að klæðast skotapilsum svona í tilefni af því að mótið fer fram í Skotlandi í ár. Það má sjá okkar mann, BKG, í skotapilsinu hér fyrir neðan.

Björgvin sagði líka frá því að hann hafði notað tímann í Skotlandi til að spila einn golfhring.

Fyrsta grein mótsins hefst klukan hálf eitt að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×