Galatasaray tók toppsætið af Tottenham Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2024 20:00 Victor Osimhen skoraði þrjú mörk á tíu mínútum en aðeins tvö þeirra fengu að standa. Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray tók forystuna á fimmtu mínútu. Markið kom upp úr aukaspyrnu sem var send inn á vítateiginn, Tottenham skallaði boltann út úr teignum, beint á Yunus Akgün sem sigraði markmanninn með stórkostlegu skoti, klippti hann í fyrstu snertingu af löngu færi með vinstri fæti. Yunus Akgun braut ísinn með stórbrotnu marki.Ahmad Mora/Getty Images Spilamennska Tottenham var ekki mjög sannfærandi en þeim tókst að jafna leikinn á 18. mínútu. Heung Min-Son gerði vel á vinstri kantinum, komst framhjá varnarmanni og skipti boltanum yfir á Brennan Johnsen, sem gaf fyrir markið á Will Lankshear sem skoraði úr auðveldu færi. Leikurinn jafn á ný en Victor Osimhen átti eftir að láta að sér kveða. Hann skoraði á 30. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það kom ekki að sök því Osimhen skoraði strax í næstu sókn og kom Galatasaray aftur yfir. Þriðja markið skoraði hann svo á 39. mínútu með því að dempa boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina frá Dries Mertens. Tottenham varð svo manni færri á 60. mínútu þegar markaskorarinn Will Lankshear leit sitt annað gula spjald og var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot. Markaskorarinn var rekinn af velli.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray var nálægt því að refsa fyrir það og bæta við marki í næstu sóknum en óvænt tókst Tottenham að minnka muninn. Varamaðurinn Dominic Solanke hafði aðeins verið á vellinum í um þrjár mínútur þegar hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir sendingu Pedro Porro. Þrátt fyrir að vera manni færri hélt Tottenham áfram að ógna og leitin að jöfnunarmarki gekk ágætlega. Dejan Kulusevski fékk líklega besta færið til að jafna, á þriðju mínútu uppbótartíma, þegar markmaður Galatasaray fór í skógarhlaup og skildi markið eftir autt. Kulusevski fékk tíma til að athafna sig en nýtti hann ekki, þrumaði boltanum strax og skaut rétt framhjá markinu. Dejan Kulusevski fór illa að ráði sínu.Burak Kara - UEFA/UEFA via Getty Images Galatasaray hélt út það sem eftir lifði leiks og vann 3-2. Tyrkneska félagið tók toppsætið af Tottenham með þessum sigri. Galatasaray, Eintracht Frankfurt og Athletic Club eru jöfn að tíu stigum í efsta sæti Evrópudeildarinnar. Evrópudeild UEFA
Galatasaray tók forystuna á fimmtu mínútu. Markið kom upp úr aukaspyrnu sem var send inn á vítateiginn, Tottenham skallaði boltann út úr teignum, beint á Yunus Akgün sem sigraði markmanninn með stórkostlegu skoti, klippti hann í fyrstu snertingu af löngu færi með vinstri fæti. Yunus Akgun braut ísinn með stórbrotnu marki.Ahmad Mora/Getty Images Spilamennska Tottenham var ekki mjög sannfærandi en þeim tókst að jafna leikinn á 18. mínútu. Heung Min-Son gerði vel á vinstri kantinum, komst framhjá varnarmanni og skipti boltanum yfir á Brennan Johnsen, sem gaf fyrir markið á Will Lankshear sem skoraði úr auðveldu færi. Leikurinn jafn á ný en Victor Osimhen átti eftir að láta að sér kveða. Hann skoraði á 30. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það kom ekki að sök því Osimhen skoraði strax í næstu sókn og kom Galatasaray aftur yfir. Þriðja markið skoraði hann svo á 39. mínútu með því að dempa boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina frá Dries Mertens. Tottenham varð svo manni færri á 60. mínútu þegar markaskorarinn Will Lankshear leit sitt annað gula spjald og var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot. Markaskorarinn var rekinn af velli.Ahmad Mora/Getty Images Galatasaray var nálægt því að refsa fyrir það og bæta við marki í næstu sóknum en óvænt tókst Tottenham að minnka muninn. Varamaðurinn Dominic Solanke hafði aðeins verið á vellinum í um þrjár mínútur þegar hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir sendingu Pedro Porro. Þrátt fyrir að vera manni færri hélt Tottenham áfram að ógna og leitin að jöfnunarmarki gekk ágætlega. Dejan Kulusevski fékk líklega besta færið til að jafna, á þriðju mínútu uppbótartíma, þegar markmaður Galatasaray fór í skógarhlaup og skildi markið eftir autt. Kulusevski fékk tíma til að athafna sig en nýtti hann ekki, þrumaði boltanum strax og skaut rétt framhjá markinu. Dejan Kulusevski fór illa að ráði sínu.Burak Kara - UEFA/UEFA via Getty Images Galatasaray hélt út það sem eftir lifði leiks og vann 3-2. Tyrkneska félagið tók toppsætið af Tottenham með þessum sigri. Galatasaray, Eintracht Frankfurt og Athletic Club eru jöfn að tíu stigum í efsta sæti Evrópudeildarinnar.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“