Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. nóvember 2024 18:47 Ómar Ingi í leik kvöldsins. Vísir/Diego Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sterkan sex marka sigur er liðið tók á móti Bosníu í fyrsta leik undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í kvöld, 32-26. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og spilaði vel fyrstu mínútur leiksins. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins úr hraðaupphlaupum og Viktor Gísli Hallgrímsson varði fyrstu þrjú skotin sem komu á íslenska markið. Íslensku strákarnir náðu mest þriggja marka forskoti í stöðunni 4-1, en bosníska liðið náði þá vopnum sínum og stoppaði í götin þar sem þurfti. Janus Daði Smárason brýst í gegnum bosnísku vörnina.Vísir/Anton Brink Íslenska liðið var þó einu til tveimur mörkum yfir lengst framan af áður en Bosníumenn jöfnuðu metin í stöðunni 10-10 þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til hálfleiks. Bosníumenn skoruðu næsta mark og komust þá í forystu í fyrsta skipti í leiknum, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslensku strákarnir voru svo nokkuð hægir í gang í seinni hálfleik. Áfram var jafnt á öllum tölum og á einum tímapunkti náðu Bosníumenn meira að segja tveggja marka forskoti. Snorri Steinn gerði hins vegar taktíska breytingu í hálfleik og gaf Þorsteini Leó Gunnarssyni tækifærið í vinstri skyttu. Óhætt er að segja að Þorsteinn Leó hafi nýtt tækifærið, því hann endaði sem markahæsti maður vallarins með átta mörk úr níu skotum. Um leið og Þorsteinn Leó fann taktinn, með góðri aðstoð frá Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem gerðu í því að spila upp á stórskyttuna, fór að draga í sundur með liðunum og Ísland vann að lokum sex marka sigur, 32-26. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Senjamin Buric, línumaður Bosníu, fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Dómurinn var vissulega nokkuð harður, en þarna missti bosníska liðið sterkan póst úr sínu liði og íslensku strákarnir nýttu sér það. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Leó Gunnarsson er klárlega stjarna kvöldsins. Átta mörk úr níu skotum í seinni hálfleik er alveg nóg til að veita manni þann stimpil. Hornamennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson og Orri Freyr Þorkelsson áttu einnig góðan leik í kvöld, ásamt fleirum í íslenska liðinu. Þá stóð íslenska vörnin vel stærstan hluta leiksins og gerði sterkum Bosníumönnum oft og tíðum erfitt fyrir. Bjrögvin Páll Gústavsson kom vel inn í liðið.Vísir/Anton Brink Skúrkur kvöldsins er hins vegar Senjamin Buric. Hann hafði reynst íslensku vörninni erfiður framan af leik, en lét svo reka sig af velli með beint rautt spjald um miðjan síðari hálfleik. Dómurinn vissulega harður, en hann bauð upp á þetta. Dómararnir Þeir Yves Scholes frá Hollandi og Stephen Martens frá Belgíu sýndu ekki beint stjörnuframmistöðu í kvöld. Rauða spjaldið á Buric var líklega harður dómur og svo voru nokkur atriði í viðbót þar sem hægt var að setja spurningamerki við ákvarðanir þeirra. Stemning og umgjörð Eins og alltaf þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur saman var mikil stemning í Laugardalshöll í kvöld. Pallarnir fullir og áhorfendur létu vel í sér heyra. Þá var umgjörðin hjá HSÍ til fyrirmyndar í þessu húsi sem vissulega er komið til ára sinna. Áhorfendur létu vel í sér heyra.Vísir/Anton Brink Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sterkan sex marka sigur er liðið tók á móti Bosníu í fyrsta leik undankeppni EM 2026 í Laugardalshöll í kvöld, 32-26. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og spilaði vel fyrstu mínútur leiksins. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fyrstu tvö mörk leiksins úr hraðaupphlaupum og Viktor Gísli Hallgrímsson varði fyrstu þrjú skotin sem komu á íslenska markið. Íslensku strákarnir náðu mest þriggja marka forskoti í stöðunni 4-1, en bosníska liðið náði þá vopnum sínum og stoppaði í götin þar sem þurfti. Janus Daði Smárason brýst í gegnum bosnísku vörnina.Vísir/Anton Brink Íslenska liðið var þó einu til tveimur mörkum yfir lengst framan af áður en Bosníumenn jöfnuðu metin í stöðunni 10-10 þegar rétt rúmar fimm mínútur voru til hálfleiks. Bosníumenn skoruðu næsta mark og komust þá í forystu í fyrsta skipti í leiknum, en staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Íslensku strákarnir voru svo nokkuð hægir í gang í seinni hálfleik. Áfram var jafnt á öllum tölum og á einum tímapunkti náðu Bosníumenn meira að segja tveggja marka forskoti. Snorri Steinn gerði hins vegar taktíska breytingu í hálfleik og gaf Þorsteini Leó Gunnarssyni tækifærið í vinstri skyttu. Óhætt er að segja að Þorsteinn Leó hafi nýtt tækifærið, því hann endaði sem markahæsti maður vallarins með átta mörk úr níu skotum. Um leið og Þorsteinn Leó fann taktinn, með góðri aðstoð frá Janusi Daða Smárasyni og Ómari Inga Magnússyni, sem gerðu í því að spila upp á stórskyttuna, fór að draga í sundur með liðunum og Ísland vann að lokum sex marka sigur, 32-26. Atvik leiksins Atvik leiksins átti sér stað þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Senjamin Buric, línumaður Bosníu, fékk þá að líta beint rautt spjald fyrir brot á Janusi Daða Smárasyni. Dómurinn var vissulega nokkuð harður, en þarna missti bosníska liðið sterkan póst úr sínu liði og íslensku strákarnir nýttu sér það. Stjörnur og skúrkar Þorsteinn Leó Gunnarsson er klárlega stjarna kvöldsins. Átta mörk úr níu skotum í seinni hálfleik er alveg nóg til að veita manni þann stimpil. Hornamennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson og Orri Freyr Þorkelsson áttu einnig góðan leik í kvöld, ásamt fleirum í íslenska liðinu. Þá stóð íslenska vörnin vel stærstan hluta leiksins og gerði sterkum Bosníumönnum oft og tíðum erfitt fyrir. Bjrögvin Páll Gústavsson kom vel inn í liðið.Vísir/Anton Brink Skúrkur kvöldsins er hins vegar Senjamin Buric. Hann hafði reynst íslensku vörninni erfiður framan af leik, en lét svo reka sig af velli með beint rautt spjald um miðjan síðari hálfleik. Dómurinn vissulega harður, en hann bauð upp á þetta. Dómararnir Þeir Yves Scholes frá Hollandi og Stephen Martens frá Belgíu sýndu ekki beint stjörnuframmistöðu í kvöld. Rauða spjaldið á Buric var líklega harður dómur og svo voru nokkur atriði í viðbót þar sem hægt var að setja spurningamerki við ákvarðanir þeirra. Stemning og umgjörð Eins og alltaf þegar íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur saman var mikil stemning í Laugardalshöll í kvöld. Pallarnir fullir og áhorfendur létu vel í sér heyra. Þá var umgjörðin hjá HSÍ til fyrirmyndar í þessu húsi sem vissulega er komið til ára sinna. Áhorfendur létu vel í sér heyra.Vísir/Anton Brink
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti