„Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:58 Þessi leikskólabörn mættu ekki á leikskólann í dag vegna verkfalla, þess í stað mættu þau á borgarstjórnarfund í fylgd með foreldrum. Vísir/Anton Brink Foreldrar leikskólabarna sem þurfa að vera heima vegna kennaraverkfalla fjölmenntu í Ráðhús Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur hófst klukkan tólf í dag. Nokkur hópur foreldra auk barna, einkum af leikskólanum Drafnarsteini í Reykjavík, var saman kominn í Ráðhúsinu fyrir fundinn og létu í sér heyra og börnin sungu fyrir borgarfulltrúa. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Foreldrar sem fréttastofa ræddi við á vettvangi gerðu margir athugasemdir við aðferðarfræðina við ákvörðun verkfallanna, það sé aðeins lítill hópur barna sem ekki fái að fara í skólann eða leikskólann, á meðan flest börn í öðrum skólum landsins geti áfram farið í skólann. Líkt og kunnugt er nær verkfallið sem stendur aðeins til alls níu skóla um landið á öllum skólastigum. Börnin tóku nokkur lög af áhorfendapöllunum við upphaf borgarstjórnarfundar í Ráðhúsinu í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikið fjör á ganginum fyrir framan fundarsalinn áður en fundur hófst.Vísir/Anton Brink „Við höfum upplifað okkur máttlaus í þessari baráttu þar sem þetta eru fjórir leikskólar af 270 sem verða bara fyrir miklu áfalli í rauninni,“ segir Salka Sól Eyfeld sem er ein þeirra foreldra leikskólabarna sem eru heima í verkfalli. Verkfallið komi misilla niður á fjölskyldum en staðan sé erfið fyrir marga. „Við erum í ágætri stöðu mín fjölskylda en það er fullt af fjölskyldum sem eru það ekki. Okkur hefur bara fundist eins og það sé ekki nógu mikil umræða um þetta. Nú eru læknar líka í kjaradeilu, þannig að þetta fær nánast ekki pláss í fréttum lengur og ég er að hitta fólk sem er með börn á svipuðum aldri og ég sem veit ekki einu sinni af því að það séu verkföll í gangi,“ segir Salka. Það var líf og fjör í Ráðhúsinu.Vísir/Anton Brink „Við finnum svo harkalega fyrir þessu. Bæði við sem fjölskylda og börnin okkar. Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar að missa úr leikskóla og óvissan með þetta. Þetta er ótímabundið verkfall og við bara sjáum ekki fram á að það sé eitthvað að gerast í kjaradeilunni. Okkur finnst það leiðinlegt,“ segir Salka. Hlaupið og leikið um gangana.Vísir/Anton Brink Hópurinn kom saman í anddyri Ráðhússins.Vísir/Anton Brink
Leikskólar Reykjavík Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira