Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 19:04 Danska markamaskínan Pernille Harder fagnar marki sínu gegn Frankfurt í kvöld. Getty/Alexander Hassenstein Bayern München og Frankfurt gerðu 1-1 jafntefli í hörkuleik í þýsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. Stigið dugar Bayern til að jafna Wolfsburg, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur, á toppi deildarinnar. Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig. Þýski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Glódís kom í veg fyrir mark Frankfurt með ævintýralegri tæklingu í leiknum en átti einnig sína sök á markinu sem Frankfurt skoraði, eins og sjá má í myndbandi af helstu atvikum hér að neðan. Glódís var að vanda í vörn Bayern og með fyrirliðabandið, í þessum fyrsta leik eftir landsleikina í Bandaríkjunum og afhendingu Gullboltans, þar sem í ljós kom að Glódís hefði orðið efst miðvarða í kjörinu og í 22. sæti alls yfir bestu knattspyrnukonur heims. Bayern fékk kjörið tækifæri til að komast yfir strax á þriðju mínútu í kvöld en hin enska Georgia Stanway náði ekki að nýta vítaspyrnu sem liðið fékk. Glódís var svo ógnandi eftir hornspyrnu skömmu síðar en boltinn endaði ofan á þaknetinu. Bayern komst hins vegar yfir eftir aðra hornspyrnu, á 34. mínútu, þegar hin danska Pernille Harder losaði sig við varnarmann og mætti á fjærstöng. Laura Freigang virtist ætla að jafna metin fyrir Frankfurt á 50. mínútu en Glódís renndi sér þá frábærlega fyrir boltann, á síðustu stundu. Bayern fékk færin til að komast í 2-0 en nýtti þau ekki og Frankfurt náði að jafna metin þegar Glódís tapaði návígi við Etonam-Nicole Anyomi, sem komst þar með ein gegn markverði og skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Þetta gerir toppbaráttuna í Þýskalandi æsispennandi en Wolfsburg og Bayern eru með 19 stig og jafngóða markatölu, eftir átta umferðir. Leverkusen, með Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs, er svo í 3. sæti með 18 stig og Frankfurt í 4. sæti með 17 stig.
Þýski boltinn Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira