Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Dagur Lárusson skrifar 31. október 2024 19:32 Sara Dögg að taka víti. Vísir/Pawel ÍR vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld er liðið hafði betur gegn Gróttu í botnslag umferðarinnar. Fyrir leik voru bæði lið með aðeins tvö stig en ÍR hafði gert tvö jafntefli á meðan Grótta hafði unnið einn leik en sá sigur kom gegn Selfossi í byrjun móts. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútu að það var sigurlausa liðið sem ætlaði sér sigur í þessum leik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 8-2 fyrir ÍR og ákvað þá Sigurjón Björnsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu gestirnir aðeins að taka við sér og þá sérstaklega vegna þess að Anna Karólína, markvörður liðsins, fór að verja mikið af skotum og því minnkaði forskot ÍR örlítið áður en hálfleikurinn var allur. Staðan 14-10 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum héldu ÍR-ingar þar sem frá var horfið og nú fór munurinn á liðunum að verða stærri og stærri. Sara Dögg Hjaltadóttir var í miklu stuði í sóknarleik ÍR og skoraði hvert markið á fætur öðru, auk þess sem Ingunn María Brynjarsdóttir varði vel í markinu hjá ÍR. Gestirnir gáfu mikið eftir undir lokin og því vann ÍR sannfærandi tólf marka sigur, 30-18. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvikí þessum leik þar sem hann var mjög svipaður allan tímann. Ætli atvik leiksins hafi ekki verið þegar leiktíminn var búinn og fyrsti sigur ÍR í deildinni staðreynd. Stjörnurnar og skúrkarnir Sara Dögg fór fyrir sínu liði í dag og spilaði algjörlega óaðfinnalega en hún skoraði ellefu mörk og gaf nokkrar stoðsendingar inn á línu. Ingunn María var einnig virkilega öflug í marki ÍR en hún varði sextán skot. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurum kvöldsins og það veitir alltaf á gott. Stemningin og umgjörð Stemningin var nokkuð góð í kvöld en eins og svo oft áður hefði maður auðvitað viljað sjá fleiri stuðningsmenn í stúkunni. Umgjörðin mjög flott hjá ÍR í þessu glæsilega nýja íþróttahúsi. Sara Dögg Hjaltadóttir: Erum búnar að bíða lengi eftir þessu Sara Dögg að taka víti.Vísir/Pawel „Tilfinningin er rosalega góð vegna þess að við erum búnar að bíða eftir þessu rosalega lengi, “ byrjaði Sara Dögg Hjaltadóttir, leikmaður ÍR, að segja eftir leik. „Við náðum svo sannarlega að komast í gang í dag, allt small saman og ég er ótrúlega ánægð með liðið,“ hélt Sara áfram að segja. Sara fór aðeins yfir spilamennskuna. „Við töluðum um það fyrir leikinn hversu mikið þetta er búið að vera andlegt hjá okkur, það er búið að vera vandamálið. Við vissum allar að við erum miklu betri í handbolta en við erum búnar að vera að sýna. Þess vegna þurftum við að þjappa okkur saman og fá baráttuna í gang og við náðum því auk þess sem við náðum hraðaupphlaupunum í gang og náðum að keyra vel á þær.“ Sara var einnig ánægð með sína eigin frammistöðu en ítrekaði að það væri liðinu að þakka. „Alltaf gaman að eiga góðan leik en sérstaklega þegar liðið er að spila svona vel saman. Stelpurnar voru að opna alveg fullt fyrir mig og þannig gefa mér góð færi,“ endaði Sara Dögg á að segja. Sigurjón Friðbjörn Björnsson: Það er ekkert hægt að greina þetta Sigurjón að tala við sitt lið.Vísir/Pawel „Þetta var bara virkilega lélegt, ég hef eiginlega ekkert annað orð yfir þetta,“ byrjaði Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir leik. „Spennustigið var lélegt og mér fannst vörnin ekki góð og klikkuðum mikið á dauðafærum þegar við komum okkur aðeins af stað í leiknum. Ég veit ekkert hvað ég að segja, það er ekkert hægt að greina þetta,“ hélt Sigurjón áfram að segja. Sigurjón vill meina að liðið hans hafi einfaldlega ekki átt séns í kvöld. „Við reyndum að breyta einhverju í hálfleiknum og við vorum með leikplan sem mér fannst frekar gott og það var að virka en þegar þú skorar ekki úr færunum þá er lítið annað hægt að gera. Þetta hefur svolítið verið okkur að falli í vetur, við höfum verið betri aðilinn en ekki nýtt færin. Það á þó ekki við í kvöld, við vorum ekki sterkari aðilinn og við áttum ekki séns í þær,“ endaði Sigurjón á að segja. Olís-deild kvenna ÍR Grótta
ÍR vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld er liðið hafði betur gegn Gróttu í botnslag umferðarinnar. Fyrir leik voru bæði lið með aðeins tvö stig en ÍR hafði gert tvö jafntefli á meðan Grótta hafði unnið einn leik en sá sigur kom gegn Selfossi í byrjun móts. Það var þó ljóst frá fyrstu mínútu að það var sigurlausa liðið sem ætlaði sér sigur í þessum leik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar var staðan orðin 8-2 fyrir ÍR og ákvað þá Sigurjón Björnsson, þjálfari Gróttu, að taka leikhlé. Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu gestirnir aðeins að taka við sér og þá sérstaklega vegna þess að Anna Karólína, markvörður liðsins, fór að verja mikið af skotum og því minnkaði forskot ÍR örlítið áður en hálfleikurinn var allur. Staðan 14-10 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum héldu ÍR-ingar þar sem frá var horfið og nú fór munurinn á liðunum að verða stærri og stærri. Sara Dögg Hjaltadóttir var í miklu stuði í sóknarleik ÍR og skoraði hvert markið á fætur öðru, auk þess sem Ingunn María Brynjarsdóttir varði vel í markinu hjá ÍR. Gestirnir gáfu mikið eftir undir lokin og því vann ÍR sannfærandi tólf marka sigur, 30-18. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvikí þessum leik þar sem hann var mjög svipaður allan tímann. Ætli atvik leiksins hafi ekki verið þegar leiktíminn var búinn og fyrsti sigur ÍR í deildinni staðreynd. Stjörnurnar og skúrkarnir Sara Dögg fór fyrir sínu liði í dag og spilaði algjörlega óaðfinnalega en hún skoraði ellefu mörk og gaf nokkrar stoðsendingar inn á línu. Ingunn María var einnig virkilega öflug í marki ÍR en hún varði sextán skot. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurum kvöldsins og það veitir alltaf á gott. Stemningin og umgjörð Stemningin var nokkuð góð í kvöld en eins og svo oft áður hefði maður auðvitað viljað sjá fleiri stuðningsmenn í stúkunni. Umgjörðin mjög flott hjá ÍR í þessu glæsilega nýja íþróttahúsi. Sara Dögg Hjaltadóttir: Erum búnar að bíða lengi eftir þessu Sara Dögg að taka víti.Vísir/Pawel „Tilfinningin er rosalega góð vegna þess að við erum búnar að bíða eftir þessu rosalega lengi, “ byrjaði Sara Dögg Hjaltadóttir, leikmaður ÍR, að segja eftir leik. „Við náðum svo sannarlega að komast í gang í dag, allt small saman og ég er ótrúlega ánægð með liðið,“ hélt Sara áfram að segja. Sara fór aðeins yfir spilamennskuna. „Við töluðum um það fyrir leikinn hversu mikið þetta er búið að vera andlegt hjá okkur, það er búið að vera vandamálið. Við vissum allar að við erum miklu betri í handbolta en við erum búnar að vera að sýna. Þess vegna þurftum við að þjappa okkur saman og fá baráttuna í gang og við náðum því auk þess sem við náðum hraðaupphlaupunum í gang og náðum að keyra vel á þær.“ Sara var einnig ánægð með sína eigin frammistöðu en ítrekaði að það væri liðinu að þakka. „Alltaf gaman að eiga góðan leik en sérstaklega þegar liðið er að spila svona vel saman. Stelpurnar voru að opna alveg fullt fyrir mig og þannig gefa mér góð færi,“ endaði Sara Dögg á að segja. Sigurjón Friðbjörn Björnsson: Það er ekkert hægt að greina þetta Sigurjón að tala við sitt lið.Vísir/Pawel „Þetta var bara virkilega lélegt, ég hef eiginlega ekkert annað orð yfir þetta,“ byrjaði Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari Gróttu, að segja eftir leik. „Spennustigið var lélegt og mér fannst vörnin ekki góð og klikkuðum mikið á dauðafærum þegar við komum okkur aðeins af stað í leiknum. Ég veit ekkert hvað ég að segja, það er ekkert hægt að greina þetta,“ hélt Sigurjón áfram að segja. Sigurjón vill meina að liðið hans hafi einfaldlega ekki átt séns í kvöld. „Við reyndum að breyta einhverju í hálfleiknum og við vorum með leikplan sem mér fannst frekar gott og það var að virka en þegar þú skorar ekki úr færunum þá er lítið annað hægt að gera. Þetta hefur svolítið verið okkur að falli í vetur, við höfum verið betri aðilinn en ekki nýtt færin. Það á þó ekki við í kvöld, við vorum ekki sterkari aðilinn og við áttum ekki séns í þær,“ endaði Sigurjón á að segja.
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti