Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar 31. október 2024 08:01 Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði. Það getur verið ruglingslegt þegar flokkar sem hafa stýrt landinu í lengri tíma láta skyndilega eins og þeir hafi ekkert haft með stýringu á þjóðarskútunni að gera. Flokkar sem hafa rekið ríkissjóð í halla árum saman, og eru með áform um að gera það áfram þannig að hann verði í mínus í að minnsta kosti níu ár. Flokkar sem hafa kerfisbundið fjársvelt velferðarkerfin til að geta ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir og ýtt undir frekari einkavæðingu. Flokkar sem hafa hlíft breiðum bökum við eðlilegum álögum en þess í stað stóraukið skuldsetningu ríkissjóðs og þar með árlegan vaxtakostnað upp í 114 milljarða króna. Flokkar sem hafa sýnt slíka óstjórn í efnahagsmálum að verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu og hefur verið yfir markmiði í fjögur ár, sem leitt hefur af sér að stýrivextir hafa nú verið yfir níu prósent í meira en 14 mánuði. Afleiðingar þess eru þær að heimili landsins borguðu 40 milljörðum krónum meira í vexti í fyrra en þau gerðu tveimur árum áður. Í stuttu máli, flokkar sem segja eitt, en gera annað. Ekki vera hrædd við breytingar Þegar illa gengur hjá þessum flokkum að selja venjulegu fólki með sjónhverfingum að óstjórn sé stöðugleiki, en sjö af hverjum tíu íbúum telja íslenskt samfélag vera á rangri leið, þá grípa þeir til þess ráðs að reyna að hræða það frá því að kjósa breytingar. Helsta töfrabragðið þar er að vara við því að félagshyggjuflokkar muni hækka skatta á heimilin. Það gengur illa hjá þessum flokkum núna og skattagrýlan hefur verið dregin fram í dagsljósið að nýju. Öll sömu gömlu trikkin ganga í endurnýjun lífdaga. Kastljósið beinist eðlilega að þeim flokki sem flestir kjósendur virðast binda vonir við að geti breytt kerfum sem virka bara fyrir suma en alls ekki alla, Samfylkingunni. Hún er eini flokkurinn sem hefur lagt fram skýrt langtímaplan um hvað stendur til að gera á næstu árum til að mæta þjóðinni í þeim málum sem brenna helst á henni. Plan um að ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins, að stíga örugg skref til að leysa áskoranir í heilbrigðis- og öldrunarmálum, að rjúfa stöðnun í atvinnu- og samgöngumálum og leysa bráðavanda í húsnæðis- og kjaramálum til skemmri og lengri tíma. Plan sem breytir samfélaginu til hins betra. Hættum að vaxa á kostnað velferðar Útspilin þrjú fela í sér vöxt með velferð, í stað þess að halda áfram að búa til hagvöxt á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Framkvæmdarplanið er fullfjármagnað og því hlutlaus með tilliti til ríkisfjármála. Það felur í sér aukin rekstrarútgjöld upp á um 1,75 prósent af landsframleiðslu. Til að setja það í samhengi þá eru áætluð útgjöld ríkissjóðs nú rétt undir 30 prósent af landsframleiðslu. Þarna er því ekki um að ræða eitthvað óhóf en samt nóg til að leysa Ísland úr fjötrum aðgerðarleysis og stöðnunar síðustu ára. Ef fólk vill frekar skoða þessar stærðir í krónum og aurum þá yrði árlegur viðbótarkostnaður vegna plansins um 80 milljarðar króna á ári miðað við núverandi landsframleiðslu þegar það væri að fullu komið til framkvæmda, sem gerist yfir nokkurra ára tímabil. Þessir fjármunir verða sóttir með því að auka álögur á breiðu bökin, taka til í ríkisrekstrinum og stuðla að sjálfbærum hagvexti. Aukinni verðmætasköpun verður náð með því að auka framleiðni í hagkerfinu og þar með hagvöxt á mann með auknum umsvifum í atvinnulífi, í stað þess að hagvöxtur byggi á fólksfjölgun líkt og verið hefur. Hagvöxtur drifinn áfram af fólksfjölgun lítur kannski vel út þegar horft er á hann einan og sér. En þegar hagvextinum er deilt niður á íbúa þá kemur í ljós að hann er minni en í flestum samanburðarríkjum, er ekki sjálfbær og hefur mikil, og alvarleg, neikvæð hliðaráhrif á önnur svið samfélagsins. Á húsnæðismarkað. Á heilbrigðiskerfið. Á skólanna, samgöngur, löggæslu og aðra innviði. Þeir borga meira sem sannarlega geta Meirihlutinn verður sóttur með svigrúmi sem verður til með skilvirkari ráðstöfun opinberra fjármuna, álagningu almennra auðlindagjalda á sjávarútveg, eldi, ferðaþjónustu og orku, hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 í 25 prósent og aðgerðum til að skrúfa fyrir skattaglufur sem hafa meðal annars gert fjármagnseigendum kleift árum að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur, og greiða fyrir vikið mun lægri skatta en aðrir til samneyslunnar. Í þessu plani eru engin áform um að hækka tekjuskatt á heimili landsins né að auka skuldir ríkissjóðs til að fjármagna það. Þurfum við að hafa miklar áhyggjur af þeim sem þurfa að greiða aðeins meira til samneyslunnar til að endurreisa velferðarkerfið? Svarið við því er nei. Samkvæmt skattframtölum voru fjármagnstekjur landsmanna alls 303 milljarðar króna á árinu 2023 og hækkuðu um 61 milljarða króna, eða 25 prósent, milli ára. Af þessum fjármagnstekjum þénaði efsta tekjutíundin 211 milljarða króna, eða um 70 prósent þeirra allra. Þar er borð fyrir báru að greiða fjármagnstekjuskatt í anda hinna Norðurlandanna. Áratugum saman hefur verið til staðar skattaglufa hérlendis sem felur í sér að tekjuháir einstaklingar geti talið launatekjur fram sem fjármagnstekjur í gegnum einkahlutafélög og þannig komið sér undan því að greiða sömu skatta og annað launafólk. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áætlaði fyrir nokkrum árum að hið opinbera verði af um átta milljörðum króna vegna þess ári, sem eru um tíu milljarðar króna á núvirði. Það að loka þessu ehf-gati með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum er ekki bara samfélagslega hagkvæmt, heldur sanngirnis- og réttlætismál. Réttmætt gjald fyrir nýtingu auðlinda Nokkuð ljóst er að það er ekki mikil andstaða hjá þjóðinni að þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir hennar greiði réttmætt gjald fyrir þá nýtingu. Í nýlegri könnun ASÍ kom fram að 57 prósent svarenda töldu að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður við nýtingu auðlinda á Íslandi væri ranglát. Einungis 26 prósent töldu hana réttláta. Einvörðungu kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru í meirihluta á þeirri skoðun að skiptingin á hagnaðinum af nýtingu sameiginlegra auðlinda væri réttlát. Þótt meginþorri arðseminnar af orkunýtingu skili sér í samneyslu vegna þess að stærstu orkufyrirtækin eru í opinberri eigu þá hefur einkareknum orkuframleiðslufyrirtækjum fjölgað. Það kallar á skýran ramma og orkuskatt. Ferðaþjónusta er orðin ein af stærstu atvinnuvegum þjóðarinnar og hefur hingað til notið skattaívilnunar. Leggja þarf á sanngjarnt auðlindagjald með aðgangsstýringu í þeim geira. Samhliða því að tekjur af fiskeldi í sjó vaxa munu tekjur ríkissjóðs af auðlindagjöldum sem leggjast á þann atvinnuveg vaxa líka. Sjávarútvegur einn og sér hefur, samkvæmt tölum sem Deloitte tekur saman árlega fyrir geirann, hagnast um 190 milljarða króna frá byrjun árs 2021 og út árið 2023. Þetta er hagnaður eftir alla fjárfestingu og greiðslu allra opinberra gjalda, meðal annars veiðigjalda. Síðustu ár hefur kakan skipst þannig að um 70 prósent af hagnaði fyrir greiðslu opinberra gjalda hefur setið eftir hjá útgerðunum en um 30 prósent farið í samneysluna. Hærra auðlindagjald á sjávarútveg með þrepaskiptingu til að hlífa smærri útgerðum, til að ná stærri hluta af auðlindarentunni til þjóðarinnar án þess að ráðast í meiriháttar kerfisbreytingar, er ekki bara góð leið til að afla fjár til að reisa við velferðarkerfið. Það er sanngjarnt og réttlátt. Það er skref í átt að samfélagslegri sátt. Kjósið kerfisbreytingu Kæru kjósendur. Ekki láta hræða ykkur frá því að kjósa yfir ykkur kerfisbreytingar sem eru á forsendum almannahags, ekki sérhagsmuna. Látið frekar von, þor og bjartsýni um að hlutirnir þurfi ekki að vera eins og þeir eru stýra því hvert atkvæði ykkar fer. Það er ekki einhver pólitískur ómöguleiki að breyta íslensku kerfunum úr því að vera valdakerfi þar sem gæðum er úthlutað í að vera þjónustukerfi þar sem gæði eru tryggð. Það er vel hægt að gera það án þess að auka álögur á heimilin í landinu. Það er kominn tími á breytingar. Það er kominn tími á uppfærslu. Það er kominn tími á alvöru efnahagslegan stöðugleika. Það er kominn tími á ríkisstjórn sem byggir upp lífskjör og velferð á́ grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Sem leggur áherslu á almannahag ekki sérhagsmuni. Sem starfar fyrir fólkið í landinu. Það er kominn tími á Samfylkinguna. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Þórður Snær Júlíusson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Það sem einkennir kosningar á Íslandi er að ýmsir flokkar virðast skyndilega detta niður á mjög einfaldar lausnir á mjög flóknum vandamálum nokkrum vikum áður en þær fara fram. Þessum lausnum er svo oft pakkað í glansandi umbúðir af markaðssérfræðingum og reynt að selja þær í skiptum fyrir atkvæði. Það getur verið ruglingslegt þegar flokkar sem hafa stýrt landinu í lengri tíma láta skyndilega eins og þeir hafi ekkert haft með stýringu á þjóðarskútunni að gera. Flokkar sem hafa rekið ríkissjóð í halla árum saman, og eru með áform um að gera það áfram þannig að hann verði í mínus í að minnsta kosti níu ár. Flokkar sem hafa kerfisbundið fjársvelt velferðarkerfin til að geta ráðist í ófjármagnaðar skattalækkanir og ýtt undir frekari einkavæðingu. Flokkar sem hafa hlíft breiðum bökum við eðlilegum álögum en þess í stað stóraukið skuldsetningu ríkissjóðs og þar með árlegan vaxtakostnað upp í 114 milljarða króna. Flokkar sem hafa sýnt slíka óstjórn í efnahagsmálum að verðbólga fór um tíma í tveggja stafa tölu og hefur verið yfir markmiði í fjögur ár, sem leitt hefur af sér að stýrivextir hafa nú verið yfir níu prósent í meira en 14 mánuði. Afleiðingar þess eru þær að heimili landsins borguðu 40 milljörðum krónum meira í vexti í fyrra en þau gerðu tveimur árum áður. Í stuttu máli, flokkar sem segja eitt, en gera annað. Ekki vera hrædd við breytingar Þegar illa gengur hjá þessum flokkum að selja venjulegu fólki með sjónhverfingum að óstjórn sé stöðugleiki, en sjö af hverjum tíu íbúum telja íslenskt samfélag vera á rangri leið, þá grípa þeir til þess ráðs að reyna að hræða það frá því að kjósa breytingar. Helsta töfrabragðið þar er að vara við því að félagshyggjuflokkar muni hækka skatta á heimilin. Það gengur illa hjá þessum flokkum núna og skattagrýlan hefur verið dregin fram í dagsljósið að nýju. Öll sömu gömlu trikkin ganga í endurnýjun lífdaga. Kastljósið beinist eðlilega að þeim flokki sem flestir kjósendur virðast binda vonir við að geti breytt kerfum sem virka bara fyrir suma en alls ekki alla, Samfylkingunni. Hún er eini flokkurinn sem hefur lagt fram skýrt langtímaplan um hvað stendur til að gera á næstu árum til að mæta þjóðinni í þeim málum sem brenna helst á henni. Plan um að ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins, að stíga örugg skref til að leysa áskoranir í heilbrigðis- og öldrunarmálum, að rjúfa stöðnun í atvinnu- og samgöngumálum og leysa bráðavanda í húsnæðis- og kjaramálum til skemmri og lengri tíma. Plan sem breytir samfélaginu til hins betra. Hættum að vaxa á kostnað velferðar Útspilin þrjú fela í sér vöxt með velferð, í stað þess að halda áfram að búa til hagvöxt á kostnað velferðar líkt og verið hefur. Framkvæmdarplanið er fullfjármagnað og því hlutlaus með tilliti til ríkisfjármála. Það felur í sér aukin rekstrarútgjöld upp á um 1,75 prósent af landsframleiðslu. Til að setja það í samhengi þá eru áætluð útgjöld ríkissjóðs nú rétt undir 30 prósent af landsframleiðslu. Þarna er því ekki um að ræða eitthvað óhóf en samt nóg til að leysa Ísland úr fjötrum aðgerðarleysis og stöðnunar síðustu ára. Ef fólk vill frekar skoða þessar stærðir í krónum og aurum þá yrði árlegur viðbótarkostnaður vegna plansins um 80 milljarðar króna á ári miðað við núverandi landsframleiðslu þegar það væri að fullu komið til framkvæmda, sem gerist yfir nokkurra ára tímabil. Þessir fjármunir verða sóttir með því að auka álögur á breiðu bökin, taka til í ríkisrekstrinum og stuðla að sjálfbærum hagvexti. Aukinni verðmætasköpun verður náð með því að auka framleiðni í hagkerfinu og þar með hagvöxt á mann með auknum umsvifum í atvinnulífi, í stað þess að hagvöxtur byggi á fólksfjölgun líkt og verið hefur. Hagvöxtur drifinn áfram af fólksfjölgun lítur kannski vel út þegar horft er á hann einan og sér. En þegar hagvextinum er deilt niður á íbúa þá kemur í ljós að hann er minni en í flestum samanburðarríkjum, er ekki sjálfbær og hefur mikil, og alvarleg, neikvæð hliðaráhrif á önnur svið samfélagsins. Á húsnæðismarkað. Á heilbrigðiskerfið. Á skólanna, samgöngur, löggæslu og aðra innviði. Þeir borga meira sem sannarlega geta Meirihlutinn verður sóttur með svigrúmi sem verður til með skilvirkari ráðstöfun opinberra fjármuna, álagningu almennra auðlindagjalda á sjávarútveg, eldi, ferðaþjónustu og orku, hækkun fjármagnstekjuskatts úr 22 í 25 prósent og aðgerðum til að skrúfa fyrir skattaglufur sem hafa meðal annars gert fjármagnseigendum kleift árum að telja fram launatekjur sem fjármagnstekjur, og greiða fyrir vikið mun lægri skatta en aðrir til samneyslunnar. Í þessu plani eru engin áform um að hækka tekjuskatt á heimili landsins né að auka skuldir ríkissjóðs til að fjármagna það. Þurfum við að hafa miklar áhyggjur af þeim sem þurfa að greiða aðeins meira til samneyslunnar til að endurreisa velferðarkerfið? Svarið við því er nei. Samkvæmt skattframtölum voru fjármagnstekjur landsmanna alls 303 milljarðar króna á árinu 2023 og hækkuðu um 61 milljarða króna, eða 25 prósent, milli ára. Af þessum fjármagnstekjum þénaði efsta tekjutíundin 211 milljarða króna, eða um 70 prósent þeirra allra. Þar er borð fyrir báru að greiða fjármagnstekjuskatt í anda hinna Norðurlandanna. Áratugum saman hefur verið til staðar skattaglufa hérlendis sem felur í sér að tekjuháir einstaklingar geti talið launatekjur fram sem fjármagnstekjur í gegnum einkahlutafélög og þannig komið sér undan því að greiða sömu skatta og annað launafólk. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) áætlaði fyrir nokkrum árum að hið opinbera verði af um átta milljörðum króna vegna þess ári, sem eru um tíu milljarðar króna á núvirði. Það að loka þessu ehf-gati með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum er ekki bara samfélagslega hagkvæmt, heldur sanngirnis- og réttlætismál. Réttmætt gjald fyrir nýtingu auðlinda Nokkuð ljóst er að það er ekki mikil andstaða hjá þjóðinni að þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir hennar greiði réttmætt gjald fyrir þá nýtingu. Í nýlegri könnun ASÍ kom fram að 57 prósent svarenda töldu að hlutdeild almennings í þeim arði sem verður við nýtingu auðlinda á Íslandi væri ranglát. Einungis 26 prósent töldu hana réttláta. Einvörðungu kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru í meirihluta á þeirri skoðun að skiptingin á hagnaðinum af nýtingu sameiginlegra auðlinda væri réttlát. Þótt meginþorri arðseminnar af orkunýtingu skili sér í samneyslu vegna þess að stærstu orkufyrirtækin eru í opinberri eigu þá hefur einkareknum orkuframleiðslufyrirtækjum fjölgað. Það kallar á skýran ramma og orkuskatt. Ferðaþjónusta er orðin ein af stærstu atvinnuvegum þjóðarinnar og hefur hingað til notið skattaívilnunar. Leggja þarf á sanngjarnt auðlindagjald með aðgangsstýringu í þeim geira. Samhliða því að tekjur af fiskeldi í sjó vaxa munu tekjur ríkissjóðs af auðlindagjöldum sem leggjast á þann atvinnuveg vaxa líka. Sjávarútvegur einn og sér hefur, samkvæmt tölum sem Deloitte tekur saman árlega fyrir geirann, hagnast um 190 milljarða króna frá byrjun árs 2021 og út árið 2023. Þetta er hagnaður eftir alla fjárfestingu og greiðslu allra opinberra gjalda, meðal annars veiðigjalda. Síðustu ár hefur kakan skipst þannig að um 70 prósent af hagnaði fyrir greiðslu opinberra gjalda hefur setið eftir hjá útgerðunum en um 30 prósent farið í samneysluna. Hærra auðlindagjald á sjávarútveg með þrepaskiptingu til að hlífa smærri útgerðum, til að ná stærri hluta af auðlindarentunni til þjóðarinnar án þess að ráðast í meiriháttar kerfisbreytingar, er ekki bara góð leið til að afla fjár til að reisa við velferðarkerfið. Það er sanngjarnt og réttlátt. Það er skref í átt að samfélagslegri sátt. Kjósið kerfisbreytingu Kæru kjósendur. Ekki láta hræða ykkur frá því að kjósa yfir ykkur kerfisbreytingar sem eru á forsendum almannahags, ekki sérhagsmuna. Látið frekar von, þor og bjartsýni um að hlutirnir þurfi ekki að vera eins og þeir eru stýra því hvert atkvæði ykkar fer. Það er ekki einhver pólitískur ómöguleiki að breyta íslensku kerfunum úr því að vera valdakerfi þar sem gæðum er úthlutað í að vera þjónustukerfi þar sem gæði eru tryggð. Það er vel hægt að gera það án þess að auka álögur á heimilin í landinu. Það er kominn tími á breytingar. Það er kominn tími á uppfærslu. Það er kominn tími á alvöru efnahagslegan stöðugleika. Það er kominn tími á ríkisstjórn sem byggir upp lífskjör og velferð á́ grundvelli ábyrgrar hagstjórnar og verðmætasköpunar. Sem leggur áherslu á almannahag ekki sérhagsmuni. Sem starfar fyrir fólkið í landinu. Það er kominn tími á Samfylkinguna. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun