Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Árni Jóhannsson skrifar 30. október 2024 18:31 Haukar - Njarðvík Bónus Deild Kvenna Haust 2024 vísir/Diego Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. Heimakonur í Val byrjuðu mun betur í leiknum í kvöld, komust í 9-0 áður en Haukar komust inn í leikinn en sóknarleikur Hauka var mjög erfiður fyrst um sinn. Bæði lið gerðu meira úr varnarleik sínum í fyrsta leikhluta og eftir þessa brösugu byrjun hófu Haukar að pressa Valsliðið sem þær gerðu nánast allan leikinn. Fyrsti leikhluti endaði í stöðunni 16-14 fyrir Val og var Alyssa Cerino komin í níu stig en hún átti ekki eftir að skora nema tvö stig þangað til í fjórða leikhluta. Annar leikhluti var í eign Hauka en þær stöðvuðu nánast allar aðgerðir Vals í sókninni en náðu ekki upp góðum sóknarleik fyrr en í lok leikhlutans þegar var algjörlega skellt í lás og stungið af. Staðan var 27-30 þegar 3:30 voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði í stöðunni 28-40. Haukar héldu áfram ákafanum í varnarleik sínum í seinni hálfleik og kláruðu leikinn í raun og veru. Þær fengu líka mikið meira sjálfstraust sóknarlega og létu þetta líta út fyrir að vera mjög auðvelt á löngum köflum. Þær náðu mest 27 stiga forskoti en staðan var 49-71 fyrir lokaleikhlutann. Hann var kannski ekki formsatriði en Valur sýndi það aldrei að þær myndu ná að brúa bilið sem var búið að mynda. Valur náði sér í urmul af villum á meðan Haukar náðu ekki að nýta sínar sóknir sem skildi en vítanýting Vals var hræðileg í leiknum í heild þar sem þær hittu úr 17 af 35 vítum. Það voru þó ekki einu vandamálin þeirra því skotnýtingin í heild var ekki góð en það er meðal annars frábærum varnarleik Hauka að kenna eða þakka. Leiknum lauk með 69-84 sigri Hauka sem verða efstar í deildinni í landsleikjahléinu sem er framundan. Atvik leiksins Ég ætla bara að kalla varnarleik Hauka atvik leiksins. Ég hef ekki tölu á því hversu oft skotklukkan var við það að renna út eða rann út en tvisvar var dæmt átta sekúndur á Val. Haukar nýttu pressuna vel og létu Val líta illa út í kvöld. Stjörnur og skúrkar Það er hægt að taka margar út fyrir sviga hjá Haukum og kalla þær Stjörnur. Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Lore Devos voru hæstar í +/- dálkinum en Lore var stigahæst. Skúrkarnir koma úr Valsliðinu. Alyssa Cerino skoraði ekki nóg á löngum köflum og sama má segja um Jiselle Thomas. Svo vantar meira frá íslenska kjarnanum svokallaða. Það er búið að ræða nýtingu liðsins en það var eins og það vantaði sjálfstraust í liðið á mörgum augnablikum leiksins. Umgjörð og stemmning Valsheimilið er náttúrlega vel til þess fallið að spilaður sé körfubolti þar. Ágætis mæting en það heyrðist meira í Haukafólkinu. Dómarar Báðir þjálfarar voru ósáttir við dómarana en þeir fengu báðir tæknivillu. Stundum var sleppt einu sem var síðan dæmt seinna og það þarf kannski að kynna sér betur nýju áherslurnar til að skilja þetta betur. Dómgæslan hinsvegar hafði engin áhrif á það hvernig leikurinn endaði. Viðtöl: Jamil: Tapaðir boltar og pressuvörnin þeirra kláraði þetta í kvöld Fyrsta spurningin sem þurfti að spyrja Jamil Abiad þjálfara Vals var hvort lið Vals vantaði sjálfstraust. „Við bara náðum ekki að kljást við pressuvörnina þeirra. Þær pressuðu okkur mikið og vel. Við náðum ekki að framkvæma skipulagið sem við höfðum unnið að í vikunni og lögðum upp með. Það sýndi sig. Við þurfum bara að æfa vel og kíkja á myndböndin enda langt tímabil sem um ræðir. Þetta er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af en við þurfum að vinna að því sem er að.“ Vítaskotin gengu ekki vel hjá Val en sá Jamil eitthvað annað á tölfræði blaðinu sem honum fannst vera vandamál. „Tapaðir boltar og pressuvörnin þeirra kláraði þetta í kvöld. Ekkert annað. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í í allan vetur og þurfum að fækka töpuðu boltunum. Við þurfum að hafa meira sjálfstraust þegar við erum með boltann. Þetta er eitthvað sem allt liðið þarf að vinna í en þetta eru ekki einstaklingsvandamál.“ Er byrjunin á tímabilinu vonbrigði fyrir Val? „Ég myndi ekki segja að þetta væru vonbrigði. Þetta eru eins og þú segir fimm leikir og fyrstu tveir leikirnir hefðu getað dottið báðum megin og þetta verður jöfn deild í allan vetur. Við þurfum bara að taka einn leik í einu og við þurfum alltaf að bæta okkur.“ Nú er landsleikjahlé framundan, hvað þarf Valur að einbeita sér að í pásunni? „Við þurfum að ná öllum heilum. Ef það eru einhverjir áverkar þá leyfum við þeim að reyna að jafna sig. Svo eru það bara þessir hlutir sem þarf að bæta, við vinnum í þeim.“ Emil: Byrjuðum eins og mýs Þjálfari Hauka, Emil Barja, var skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir sigur Hauka á Val í kvöld. Enda hafði hann ærna ástæðu til. Hann var á því að varnarleikurinn hafi skilað sigrinum. „Þetta var algjörlega sigur varnarleiksins. Við byrjuðum samt illa. Byrjuðum eins og algjörar mýs en í öðrum leikhluta kom þessi ákefði í varnarleikinn sem við höfum verið að vinna í. Eftir fyrsta leikhluta komumst við inn í leikinn.“ Emil talaði um það fyrir leik að hann ætlaði jafnvel að prufa eitthvað nýtt í kvöld en Haukar eru að reyna ða finna sig, eins og fleiri lið. Fékk hann allt sem hann vildi út úr leiknum? „Við prufuðum ekki það nýja sem við höfðum undirbúið. Mér leið ekki alveg nógu vel með að gera það í þessum leik. Gerum það kannski næst. Annars er ég mjög ánægður með leikinn heilt yfir.“ Eru þetta ekki bara sterk skilaboð um að Haukar séu rosalega öflugar þennan veturinn? „Jú algjörlega. Við erum náttúrlega að stefna að því að vera eitt af topp liðunum. Það er samt lítið búið og það geta orðið breytingar á hinum liðunum þannig að maður veit ekki alveg hvernig önnur lið eru stödd en við stefnum að því að verða bara betri og betri.“ Bónus-deild kvenna Haukar Valur
Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. Heimakonur í Val byrjuðu mun betur í leiknum í kvöld, komust í 9-0 áður en Haukar komust inn í leikinn en sóknarleikur Hauka var mjög erfiður fyrst um sinn. Bæði lið gerðu meira úr varnarleik sínum í fyrsta leikhluta og eftir þessa brösugu byrjun hófu Haukar að pressa Valsliðið sem þær gerðu nánast allan leikinn. Fyrsti leikhluti endaði í stöðunni 16-14 fyrir Val og var Alyssa Cerino komin í níu stig en hún átti ekki eftir að skora nema tvö stig þangað til í fjórða leikhluta. Annar leikhluti var í eign Hauka en þær stöðvuðu nánast allar aðgerðir Vals í sókninni en náðu ekki upp góðum sóknarleik fyrr en í lok leikhlutans þegar var algjörlega skellt í lás og stungið af. Staðan var 27-30 þegar 3:30 voru eftir af fyrri hálfleik sem endaði í stöðunni 28-40. Haukar héldu áfram ákafanum í varnarleik sínum í seinni hálfleik og kláruðu leikinn í raun og veru. Þær fengu líka mikið meira sjálfstraust sóknarlega og létu þetta líta út fyrir að vera mjög auðvelt á löngum köflum. Þær náðu mest 27 stiga forskoti en staðan var 49-71 fyrir lokaleikhlutann. Hann var kannski ekki formsatriði en Valur sýndi það aldrei að þær myndu ná að brúa bilið sem var búið að mynda. Valur náði sér í urmul af villum á meðan Haukar náðu ekki að nýta sínar sóknir sem skildi en vítanýting Vals var hræðileg í leiknum í heild þar sem þær hittu úr 17 af 35 vítum. Það voru þó ekki einu vandamálin þeirra því skotnýtingin í heild var ekki góð en það er meðal annars frábærum varnarleik Hauka að kenna eða þakka. Leiknum lauk með 69-84 sigri Hauka sem verða efstar í deildinni í landsleikjahléinu sem er framundan. Atvik leiksins Ég ætla bara að kalla varnarleik Hauka atvik leiksins. Ég hef ekki tölu á því hversu oft skotklukkan var við það að renna út eða rann út en tvisvar var dæmt átta sekúndur á Val. Haukar nýttu pressuna vel og létu Val líta illa út í kvöld. Stjörnur og skúrkar Það er hægt að taka margar út fyrir sviga hjá Haukum og kalla þær Stjörnur. Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Lore Devos voru hæstar í +/- dálkinum en Lore var stigahæst. Skúrkarnir koma úr Valsliðinu. Alyssa Cerino skoraði ekki nóg á löngum köflum og sama má segja um Jiselle Thomas. Svo vantar meira frá íslenska kjarnanum svokallaða. Það er búið að ræða nýtingu liðsins en það var eins og það vantaði sjálfstraust í liðið á mörgum augnablikum leiksins. Umgjörð og stemmning Valsheimilið er náttúrlega vel til þess fallið að spilaður sé körfubolti þar. Ágætis mæting en það heyrðist meira í Haukafólkinu. Dómarar Báðir þjálfarar voru ósáttir við dómarana en þeir fengu báðir tæknivillu. Stundum var sleppt einu sem var síðan dæmt seinna og það þarf kannski að kynna sér betur nýju áherslurnar til að skilja þetta betur. Dómgæslan hinsvegar hafði engin áhrif á það hvernig leikurinn endaði. Viðtöl: Jamil: Tapaðir boltar og pressuvörnin þeirra kláraði þetta í kvöld Fyrsta spurningin sem þurfti að spyrja Jamil Abiad þjálfara Vals var hvort lið Vals vantaði sjálfstraust. „Við bara náðum ekki að kljást við pressuvörnina þeirra. Þær pressuðu okkur mikið og vel. Við náðum ekki að framkvæma skipulagið sem við höfðum unnið að í vikunni og lögðum upp með. Það sýndi sig. Við þurfum bara að æfa vel og kíkja á myndböndin enda langt tímabil sem um ræðir. Þetta er ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af en við þurfum að vinna að því sem er að.“ Vítaskotin gengu ekki vel hjá Val en sá Jamil eitthvað annað á tölfræði blaðinu sem honum fannst vera vandamál. „Tapaðir boltar og pressuvörnin þeirra kláraði þetta í kvöld. Ekkert annað. Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna í í allan vetur og þurfum að fækka töpuðu boltunum. Við þurfum að hafa meira sjálfstraust þegar við erum með boltann. Þetta er eitthvað sem allt liðið þarf að vinna í en þetta eru ekki einstaklingsvandamál.“ Er byrjunin á tímabilinu vonbrigði fyrir Val? „Ég myndi ekki segja að þetta væru vonbrigði. Þetta eru eins og þú segir fimm leikir og fyrstu tveir leikirnir hefðu getað dottið báðum megin og þetta verður jöfn deild í allan vetur. Við þurfum bara að taka einn leik í einu og við þurfum alltaf að bæta okkur.“ Nú er landsleikjahlé framundan, hvað þarf Valur að einbeita sér að í pásunni? „Við þurfum að ná öllum heilum. Ef það eru einhverjir áverkar þá leyfum við þeim að reyna að jafna sig. Svo eru það bara þessir hlutir sem þarf að bæta, við vinnum í þeim.“ Emil: Byrjuðum eins og mýs Þjálfari Hauka, Emil Barja, var skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir sigur Hauka á Val í kvöld. Enda hafði hann ærna ástæðu til. Hann var á því að varnarleikurinn hafi skilað sigrinum. „Þetta var algjörlega sigur varnarleiksins. Við byrjuðum samt illa. Byrjuðum eins og algjörar mýs en í öðrum leikhluta kom þessi ákefði í varnarleikinn sem við höfum verið að vinna í. Eftir fyrsta leikhluta komumst við inn í leikinn.“ Emil talaði um það fyrir leik að hann ætlaði jafnvel að prufa eitthvað nýtt í kvöld en Haukar eru að reyna ða finna sig, eins og fleiri lið. Fékk hann allt sem hann vildi út úr leiknum? „Við prufuðum ekki það nýja sem við höfðum undirbúið. Mér leið ekki alveg nógu vel með að gera það í þessum leik. Gerum það kannski næst. Annars er ég mjög ánægður með leikinn heilt yfir.“ Eru þetta ekki bara sterk skilaboð um að Haukar séu rosalega öflugar þennan veturinn? „Jú algjörlega. Við erum náttúrlega að stefna að því að vera eitt af topp liðunum. Það er samt lítið búið og það geta orðið breytingar á hinum liðunum þannig að maður veit ekki alveg hvernig önnur lið eru stödd en við stefnum að því að verða bara betri og betri.“
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Körfubolti