Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2024 11:47 Naim Qassem, nýr leiðtogi Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil. Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Qassem, sem fæddist í Beirút árið 1953, var á árum áður í Amal-hreyfingunni svokölluðu. Hann hætti þar árið 1979, eftir byltinguna í Íran, og tók þátt í fjölda funda sem leiddu til stofnun Hezbollah, með stuðningi íranska byltingarvarðarins, í kjölfar innrásar Ísrael og Sýrlands í Líbanon árið 1982. Hann hefur verið meðal leiðtoga Hezbollah í rúmlega þrjátíu ár. Hann var gerður af næstráðandi leiðtoga þeirra árið 1991, af Abbas al-Musawi, þáverandi leiðtoga Hezbollah, sem var felldur í þyrluárás ári síðar. Síðan þá hefur Qassem setið í sömu stöðu og hefur hann lengi verið einn af helstu talsmönnum Hezbollah, samkvæmt grein Reuters. Skömmu eftir að Nasrallah og Safieddine voru felldir sagði hann í ávarpi að hann væri opinn fyrir vopnahléi við Ísraelsmenn. Meðlimir samtakanna myndu þó halda áfram að berjast gegn Ísrael í samstöðu með Palestínumönnum. Ekki er vitað hvar Qassem er þessa stundina en eins og fram kemur í frétt BBC hafa fregnir borist af því að hann hafi flúið til Íran og sé í felum þar. Margir leiðtogar liggja í valnum Hezbollah-liðar hófu eldflaugaárásir sínar á Ísrael þann 8. október, eftir að Ísraelar hófu árásir á Gasaströndina. Um sextíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín vegna þessara árása og ráðamenn í Ísrael hafa heitið því að reka Hezbollah-liða á brott frá suðurhluta Líbanon til að koma í veg fyrir þessar árásir og gera fólkinu kleift að snúa aftur. Í síðasta mánuði gerðu Ísraelsmenn svo innrás í Líbanon og hafa þeir gert linnulausar og mannskæðar loftárásir í landinu. Talið er að Ísraelar hafi valdið miklum skaða á Hezbollah á undanförnum vikum en fjölmargir af leiðtogum samtakanna hafa verið felldir, auka fjölda annarra meðlima. Árásir þessar hafa komið verulega niður á óbreyttum borgurum. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir 2.700 manns liggja í valnum en hundruð þúsunda hafa þar að auki þurft að flýja heimili sín. Ráðuneytið segir að minnsta kosti sextíu manns hafa fallið í loftárásum í Bekaa-dalnum í austanverðu Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin hafa lengi verið áhrifamikil.
Líbanon Hryðjuverkastarfsemi Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28 Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52 „Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana Jafnaðarmenn í Litháen unnu sigur Vara eindregið við mengun frá gashelluborðum Japanska ríkisstjórnin missti meirihluta sinn Vill hvorki gera meira né minna úr árásunum en ástæða er til Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Þingmanni vikið úr Verkamannaflokknum eftir líkamsárás Sjá meira
Segja Hezbollah fela gull og fúlgur fjár undir sjúkrahúsi í Beirút Sahel-sjúkrahúsið í Dahiyeh-hverfinu í Beirút í Líbanon var rýmt eftir að Ísrael sagði Hezbollah-samtökin geyma hundruð milljóna dollara í reiðufé og gulli í byrgi undir spítalanum. 22. október 2024 07:28
Gerðu árásir á útibú meintrar fjármálaþjónustu Hezbollah Hundruð íbúa Beirút flúðu heimili sín í gærkvöldi eftir að Ísraelsher gaf út að árásir væru yfirvofandi á útibú fjármálasamsteypunnar Al-Qard Al-Hassan Association. 21. október 2024 06:52
„Tilraun Hezbollah til að ráða mig og konu mína af dögum voru stór mistök“ Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur sakað Hezbollah um að reyna að ráða sig af dögum í dag eftir að dróna frá Líbanon var skotið í átt að heimili hans í bænum Caesarea. Hvorki forsætisráðherrann né kona hans voru heima og sakaði engan. 19. október 2024 22:17