Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valur valtaði yfir Skagann í síðasta leik Vindsins Ólafur Þór Jónsson skrifar 26. október 2024 15:32 Birkir Már Sævarsson kvaddi sviðið með stæl. Vísir/Anton Brink Síðasta umferð Bestu deildarinnar fór fram í dag. Á N1 vellinum á Hlíðarenda tók Valur á móti ÍA þar sem mikið var undir. Valur þurfti sigur til að tryggja þriðja sæti deildarinnar í dag en Skagamenn voru algjörlega pressulausir. Það mætti hinsvegar bara eitt lið til leiks í dag. Valsarar höfðu tögl og haldir frá upphafsspyrnu og náðu forystunni strax á 6. mínútu þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði mark eftir að Albin Skoglund hafði hirt boltann af sofandi varnarmanni ÍA. Sigurður setti boltann af vítateigslínunni og í netið. Stuttu síðar skoraði Patrik Pedersen annað mark ÍA eftir undirbúning Sigurðar Egils Lárussonar. Skagamenn minnkuðu muninn með marki frá Guðfinni Þór Leóssyni þar sem skot hans utan teigs fór í Jakob Franz og í netið. Valur setti aftur í gírinn og skoruðu tvö mörk fyrir lok hálfleiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund skoruðu sitthvort markið á máttlausa skagamenn. Staðan í hálfleik 4-1 og ekkert sem virtist koma í veg fyrir öruggan sigur heimamanna. Valur rak smiðshöggið með tveimur mörkum á tveimur mínútum, 78. og 79. Það voru þeir Gylfi Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson sem gerðu það af öryggi. Öruggur sigur Vals staðreynd. Valur átti frábæran leik í dag og léku á allsoddi. Sigurinn var mjög sannfærandi og sanngjarn enda stýrðu heimamenn lögum og lofum í leiknum. Niðurstaða Vals þriðja sæti og evrópusæti á næstu leiktíð. Liðið var átján stigum frá toppsætinu og það verður að teljast vonbrigði fyrir lið eins og Val sem ætlaði sér klárlega titilinn. ÍA var bara komið í frí í dag. Höfðu að engu að keppa og ákefðin eftir því. ÍA endar tímabilið í 5. sæti og geta vel við unað. Klippa: Óskar Hrafn eftir leik Atvik leiksins Á fyrstu mínútunni var strax ljóst hjá hvoru liðinu væri meira í húfi. Valsarar mættu miklu tilbúnari og áræðnari. Meðan var ÍA á hælunum og ljóst að liðið hafði að engu að keppa. Fyrsta markið kemur svo á sjöttu mínútu og Valsarar litu aldrei aftur eftir það. Stjörnur og skúrkar Albin Skoglund átti góðan leik í Valstreyjunni. Fór ítrekað illa með vörn ÍA með sprettum sínum og sendingum. Kórónar svo frammistöðuna með marki. Jónatan Ingi Jónsson var með þrjár stoðsendingar í dag og átti góðan leik. Þá var Gylfi Þór öflugur að vanda á miðjunni. Klippa: Ómar Ingi eftir leik Það er ekki hægt að taka marga úr þessu Skagaliði í dag sem virtist ekki geta beðið eftir því að komast í frí. Ekkert verður klagað uppá Árna Marínó í markinu hinsvegar, hann bjargaði marki þrisvar í leiknum og kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu ÍA. Dómarinn Pétur Guðmundsson hafði úr litlu að moða í dag. Litið um stór atriði eða umdeild en allar ákvarðanir voru uppá 10 og stjórnin á leiknum mjög góð. Stemning og umgjörð Veðrið lék ekki beint við okkur á Hlíðarenda í dag. Kannski við hæfi að það væri sterkur vindur í síðasta leik Vindsins (Birkis Más). Þar fyrir utan var stemmningin fín, ágætismæting miðað við veður og umgjörð Vals að vanda frábær. Klippa: Theodór Elmar eftir leik Besta deild karla Valur ÍA
Síðasta umferð Bestu deildarinnar fór fram í dag. Á N1 vellinum á Hlíðarenda tók Valur á móti ÍA þar sem mikið var undir. Valur þurfti sigur til að tryggja þriðja sæti deildarinnar í dag en Skagamenn voru algjörlega pressulausir. Það mætti hinsvegar bara eitt lið til leiks í dag. Valsarar höfðu tögl og haldir frá upphafsspyrnu og náðu forystunni strax á 6. mínútu þegar Sigurður Egill Lárusson skoraði mark eftir að Albin Skoglund hafði hirt boltann af sofandi varnarmanni ÍA. Sigurður setti boltann af vítateigslínunni og í netið. Stuttu síðar skoraði Patrik Pedersen annað mark ÍA eftir undirbúning Sigurðar Egils Lárussonar. Skagamenn minnkuðu muninn með marki frá Guðfinni Þór Leóssyni þar sem skot hans utan teigs fór í Jakob Franz og í netið. Valur setti aftur í gírinn og skoruðu tvö mörk fyrir lok hálfleiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund skoruðu sitthvort markið á máttlausa skagamenn. Staðan í hálfleik 4-1 og ekkert sem virtist koma í veg fyrir öruggan sigur heimamanna. Valur rak smiðshöggið með tveimur mörkum á tveimur mínútum, 78. og 79. Það voru þeir Gylfi Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson sem gerðu það af öryggi. Öruggur sigur Vals staðreynd. Valur átti frábæran leik í dag og léku á allsoddi. Sigurinn var mjög sannfærandi og sanngjarn enda stýrðu heimamenn lögum og lofum í leiknum. Niðurstaða Vals þriðja sæti og evrópusæti á næstu leiktíð. Liðið var átján stigum frá toppsætinu og það verður að teljast vonbrigði fyrir lið eins og Val sem ætlaði sér klárlega titilinn. ÍA var bara komið í frí í dag. Höfðu að engu að keppa og ákefðin eftir því. ÍA endar tímabilið í 5. sæti og geta vel við unað. Klippa: Óskar Hrafn eftir leik Atvik leiksins Á fyrstu mínútunni var strax ljóst hjá hvoru liðinu væri meira í húfi. Valsarar mættu miklu tilbúnari og áræðnari. Meðan var ÍA á hælunum og ljóst að liðið hafði að engu að keppa. Fyrsta markið kemur svo á sjöttu mínútu og Valsarar litu aldrei aftur eftir það. Stjörnur og skúrkar Albin Skoglund átti góðan leik í Valstreyjunni. Fór ítrekað illa með vörn ÍA með sprettum sínum og sendingum. Kórónar svo frammistöðuna með marki. Jónatan Ingi Jónsson var með þrjár stoðsendingar í dag og átti góðan leik. Þá var Gylfi Þór öflugur að vanda á miðjunni. Klippa: Ómar Ingi eftir leik Það er ekki hægt að taka marga úr þessu Skagaliði í dag sem virtist ekki geta beðið eftir því að komast í frí. Ekkert verður klagað uppá Árna Marínó í markinu hinsvegar, hann bjargaði marki þrisvar í leiknum og kom í veg fyrir algjöra niðurlægingu ÍA. Dómarinn Pétur Guðmundsson hafði úr litlu að moða í dag. Litið um stór atriði eða umdeild en allar ákvarðanir voru uppá 10 og stjórnin á leiknum mjög góð. Stemning og umgjörð Veðrið lék ekki beint við okkur á Hlíðarenda í dag. Kannski við hæfi að það væri sterkur vindur í síðasta leik Vindsins (Birkis Más). Þar fyrir utan var stemmningin fín, ágætismæting miðað við veður og umgjörð Vals að vanda frábær. Klippa: Theodór Elmar eftir leik