Uppgjörið: KR - HK 7-0 | Markametið og HK-ingar féllu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. október 2024 16:00 HK er fallið úr Bestu deild karla eftir skell, 7-0, gegn KR í lokaumferð mótsins. HK sá aldrei til sólar í leiknum og Benóný Breki Andrésson setti nýtt markamet í efstu deild. HK varð að vinna leikinn og treysta á hagstæð úrslit á Ísafirði til þess að bjarga sæti sínu í deildinni. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki því HK var ekki í neinum takti í leiknum. Jóhannes Bjarnason kom KR yfir snemma leiks og KR leit aldrei til baka eftir það. Miklu sterkara liðið og sótti að marki HK án afláts. Þorsteinn Aron var rekinn af velli eftir hálftíma leik og vítaspyrna dæmd. Umdeildur dómur heldur betur. Benóný Breki skoraði úr spyrnunni. 2-0 fyrir KR og liðið manni fleiri. Það vissu allir og amma þeirra þarna að HK var á leiðinni niður. Benóný skoraði aftur tveimur mínútum síðar og KR hefði auðveldlega getað skorað sex eða sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Hálfleikstölur þó 3-0 og dagskránni í raun lokið. KR-ingar voru þó ekki hættir. Þeir ætluðu greinilega að pakka HK saman og hjálpa Benóný að bæta markametið. Það gerðu þeir líka. Benóný endaði með fimm mörk og bætti markametið um tvö mörk. Það sem meira er þá hefði hann hæglega getað skorað mun fleiri mörk. Strákurinn óð í færum allan leikinn og hann skrifaði söguna í dag. HK mun eðlilega kvarta yfir rauða spjaldinu en fram að því var liðið samt ekki að gera nokkurn hlut. Þeir voru aldrei líklegir til neins ellefu inn á vellinum. Frammistaða þeirra tíu inn á vellinum var síðan skammarleg. Þeir sýndu engan anda eða baráttu og létu valta yfir sig. Þeir féllu og eiga ekkert annað skilið eftir þessa frammistöðu. Atvik leiksins Eðlilega er það þegar Þorsteinn var rekinn af velli. Þar dó leikurinn. Það voru fleiri stundir eins og þegar Benóný jafnaði markametið og bætti það. Svo var Theódór Elmar að hætta og fékk heiðursskiptingu. Stjörnur og skúrkar Stjarna Benóný Breka skein afar skært í dag. Þvílík frammistaða sem verður minnst í sögubókum. Allir leikmenn HK voru skúrkar dagsins. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram á Þróttaravellinum þar sem ekki var hægt að spila vestur í bæ. Mætingin ekkert sérstök, veðrið frekar leiðinlegt og stemningin eftir því. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson tók risastóra ákvörðun er hann rak Þorstein af velli. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að það var kolrangur dómur. Dýrt fyrir HK því eftir þennan dóm var leik lokið. Ívar fær því falleinkunn. Besta deild karla KR HK
HK er fallið úr Bestu deild karla eftir skell, 7-0, gegn KR í lokaumferð mótsins. HK sá aldrei til sólar í leiknum og Benóný Breki Andrésson setti nýtt markamet í efstu deild. HK varð að vinna leikinn og treysta á hagstæð úrslit á Ísafirði til þess að bjarga sæti sínu í deildinni. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki því HK var ekki í neinum takti í leiknum. Jóhannes Bjarnason kom KR yfir snemma leiks og KR leit aldrei til baka eftir það. Miklu sterkara liðið og sótti að marki HK án afláts. Þorsteinn Aron var rekinn af velli eftir hálftíma leik og vítaspyrna dæmd. Umdeildur dómur heldur betur. Benóný Breki skoraði úr spyrnunni. 2-0 fyrir KR og liðið manni fleiri. Það vissu allir og amma þeirra þarna að HK var á leiðinni niður. Benóný skoraði aftur tveimur mínútum síðar og KR hefði auðveldlega getað skorað sex eða sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Hálfleikstölur þó 3-0 og dagskránni í raun lokið. KR-ingar voru þó ekki hættir. Þeir ætluðu greinilega að pakka HK saman og hjálpa Benóný að bæta markametið. Það gerðu þeir líka. Benóný endaði með fimm mörk og bætti markametið um tvö mörk. Það sem meira er þá hefði hann hæglega getað skorað mun fleiri mörk. Strákurinn óð í færum allan leikinn og hann skrifaði söguna í dag. HK mun eðlilega kvarta yfir rauða spjaldinu en fram að því var liðið samt ekki að gera nokkurn hlut. Þeir voru aldrei líklegir til neins ellefu inn á vellinum. Frammistaða þeirra tíu inn á vellinum var síðan skammarleg. Þeir sýndu engan anda eða baráttu og létu valta yfir sig. Þeir féllu og eiga ekkert annað skilið eftir þessa frammistöðu. Atvik leiksins Eðlilega er það þegar Þorsteinn var rekinn af velli. Þar dó leikurinn. Það voru fleiri stundir eins og þegar Benóný jafnaði markametið og bætti það. Svo var Theódór Elmar að hætta og fékk heiðursskiptingu. Stjörnur og skúrkar Stjarna Benóný Breka skein afar skært í dag. Þvílík frammistaða sem verður minnst í sögubókum. Allir leikmenn HK voru skúrkar dagsins. Stemning og umgjörð Leikurinn fór fram á Þróttaravellinum þar sem ekki var hægt að spila vestur í bæ. Mætingin ekkert sérstök, veðrið frekar leiðinlegt og stemningin eftir því. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson tók risastóra ákvörðun er hann rak Þorstein af velli. Endursýningar í sjónvarpi sýndu að það var kolrangur dómur. Dýrt fyrir HK því eftir þennan dóm var leik lokið. Ívar fær því falleinkunn.