Fótbolti

Hroka­fullir Belgar skrifa um skömmina á Ís­landi: „Miðlungs­lið valtar yfir Víkinga“

Aron Guðmundsson skrifar
Víkingur Reykjavík vann í gær sögulegan sigur í Sambandsdeild Evrópu þegar að liðið bar 3-1 sigur úr býtum gegn belgíska úrvalsdeildarfélaginu Club Brugge
Víkingur Reykjavík vann í gær sögulegan sigur í Sambandsdeild Evrópu þegar að liðið bar 3-1 sigur úr býtum gegn belgíska úrvalsdeildarfélaginu Club Brugge Vísir/Anton Brink

„Hlaupa­braut í kringum völlinn. Mynda­vélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínu­litlum vinnu­skúr. Þetta er Sam­bands­deildin dömur mínar og herrar. Á Kópa­vogs­velli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykja­víkur og Cerc­le Brug­ge í deildar­keppni Sam­bands­deildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópa­vogs­velli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjöl­far leiksins.

Eins og greint hafði verið frá fyrir leik er þjálfari Cerc­le Brug­ge, Miron Muslic, undir mikilli pressu þar sem að gengi Cerc­le Brug­ge í belgísku úrvalsdeildinni hefur verið langt undir væntingum á yfir­standandi tíma­bili. Það hafði kvisast út við upp­haf ferðar Cerc­le Brug­ge hingað til lands að Muslic hefði fengið þau skila­boð frá stjórn fé­lagsins að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingum því að hann þyrfti ein­fald­lega að stýra Cerc­le Brug­ge til sigurs gegn Union St. í belgísku úr­vals­deildinni um komandi helgi til þess að halda starfi sínu.

Nokkrir af helstu leik­mönnum Brug­ge liðsins voru skildir eftir heima í Belgíu en það skal ekkert taka af Víkingum í kjöl­far 3-1 sigursins. Vel verð­skuldaður sigur og flott frammi­staða. Belgísku miðlarnir hafa hins vegar rifið upp brandara­bókina í kjöl­far leiksins og haft að­stæður hér á Ís­landi sem og knatt­spyrnu­leg til­þrif Víkinga að háði og spotti.

„Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópu­leikur er klikkaðra en orð fá lýst,“ segir í grein Nieuws­blad sem ber fyrirsögnina: „Skömmin á Íslandi.“

„Heima­völlur Víkinga stenst ekki kröfur UEFA og þá var þjóðar­leik­vangur Ís­lendinga ekki leik­hæfur. Al­var­legar við­ræður áttu sér stað við UEFA sem gaf að lokum grænt ljós á að leikurinn yrði spilaður á heima­velli erki­fjenda Víkinga, Kópa­vogs­velli Breiða­bliks.“

Danijel Dejan Djuric fagnar öðru marki Víkinga í leiknumVísir/Anton Brink

Leikurinn hefði verið svipaður þeim sem spilaður sé í neðri deildum Belgíu.

„Sökum þess að leikurinn hófst klukkan hálf þrjú að degi til leið manni eins og maður væri að horfa á leik í á­huga­manna­deildum Belgíu. Lýsandi Play-Sports frá Belgíu þurfti að at­hafna sig í vinnu­skúr við hlið einnar stúkunnar fyrir aftan hlaupa­brautina og þurfti þar að stinga höfði sínu út um gluggann til þess að sjá allan völlinn.“

Tim Wi­elandt var um­ræddur lýsandi Play-Sports á Kópa­vogs­velli í gær og hann birti mynd af um­ræddum vinnu­skúr. „Taktu að þér leik í Sam­bands­deildinni sögðu þeir. Það verður gaman. Farðu til Ís­lands sögðu þeir, það verður frá­bært. Vel­komin. Hér sjáið þið mitt ein­staka lýsenda­box,“ sagði í færslu sem að Tim birti með mynd af vinnu­að­stæðum sínum.“

Í grein Nieuws­blad er síðan hjólað ræki­lega í ís­lenska knatt­spyrnu og bárust skrifin að úr­slita­leik Víkings Reykja­víkur og Breiða­bliks um Ís­lands­meistara­titilinn á sunnu­daginn kemur.

„Það ber að hafa það í huga að Víkingur Reykja­vík er að spila úr­slita­leik um Ís­lands­meistara­titilinn á sunnu­daginn kemur. Það segir sitt hvað um gæða­stig knatt­spyrnunnar á Ís­landi. Öll miðlungs­lið Belgíu ættu á venju­legum degi að valta yfir svona lið. En ekki þetta B-lið Cerc­le.


Tengdar fréttir

„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn

Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×