Alexandra afþakkar þriðja sætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 17:52 Alexandra mun ekki þiggja þriðja sætið. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru. Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Frá þessu greinir Alexandra á Facebook, en hún lenti í 6. sæti í prófkjöri Pírata fyrir sameinaðan lista í Reykjavík í gær. Fyrr í dag var greint frá því að Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefði óskað eftir því við kjörstjórn að vera færður úr öðru sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður, niður í það þriðja. Með því fengi Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi annað sætið. „Mér hefur boðist að taka 3ja sæti í Reykjavíkurkjördæmi Suður fyrir Pírata. Mín fyrsta hugsun var auðvitað að taka því. En eftir smá umhugsun, og eftir að sjá hvað Andrés Ingi var kjarkaður að færa sig í neðra sæti en hann átti rétt á, til þess að búa til betri dreifingu á okkar listum og bjóða fram sterkari heild, þá hef ég ákveðið að biðja Kjörstjórn um að hafa mig frekar í 4. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður,“ skrifar Alexandra. Hún segist tilbúin að leggja sitt af mörkum í kosningabaráttunni, en að hennar kraftar nýtist betur í borginni. Þar að auki sé Dóra Björt nú í líklegu þingsæti á framboðslitsta, og því enn mikilvægara að þær yfirgefi ekki borgarmálin báðar í einu. „Ég er þó að sjálfsögðu tilbúin til að koma inn í afleysingum á þing ef vel gengur, sérstaklega í málaflokkum sem varða mína reynslu og þekkingu. Með þessu gef ég líka Derek Terell Allen færi á að þiggja þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er frábær Pírati, búinn að vera rosalega öflugur í Ungum Pírötum, Pírötum í Reykjavík og hefur tekið mikinn þátt í hagsmunabaráttu stúdenta. Hann á fullt erindi á þing og mér finnst bara frábært að geta stuðlað að því að hleypa nýju fólki að, á meðan ég tek að sjálfsögðu fullan þátt áfram.“ Facebook-færsla Alexöndru.
Píratar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi suður Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira