Íslenski boltinn

Smá mögu­leiki á því að Ekroth verði með á sunnu­daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Ekroth hefur verið frábær í miðri vörn Víkinga.
Oliver Ekroth hefur verið frábær í miðri vörn Víkinga. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, talaði um það á blaðamannafundi í kvöld að algjör lykilmaður Víkingsvarnarinnar eigi möguleika á því að spila úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn.

Svíinn Oliver Ekroth missti af leik Víkings upp á Skaga vegna meiðsla og verður ekki með Víkingum í Evrópuleiknum á móti Cercle Brugga á morgun.

Ekroth hefur verið frábær í Víkingsvörninni og yrði sárt saknað þegar spilað er upp á Íslandsmeistaratitilinn. Víkingar taka þá á móti Breiðabliki en liðin eru jöfn að stigum fyrir lokaleik mótsins.

Arnar ræddi stöðuna á Ekroth á blaðamannafundi fyrir Evrópuleikinn.

Þjálfarinn staðfesti að Svíinn yrði ekki með á móti Brugge á morgun en að hann væri byrjaður að æfa og ætti smá möguleika á því að vera með í úrslitaleiknum á móti Blikum á sunnudaginn.

Arnar staðfesti líka að Valdimar Þór Ingimundarson eigi möguleika á því að spila úrslitaleikinn en hann meiddist upp á Akranesi. Valdimar verður ekki með í Evrópuleiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×