Fótbolti

Sjáðu sigur­markið sem dæmt var af Skaga­mönnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Hlynur Sævar var dæmdur brotlegur í teignum
Hlynur Sævar var dæmdur brotlegur í teignum Vísir/Anton Brink

Boðið var upp á mikla dramatík í leik ÍA og Víkings í Bestu deild karla í dag en bæði lið skoruðu mörk í uppbótartíma en aðeins mark Víkinga fékk að standa.

Á 94. mínútu fengu Skagamenn hornspyrnu og eftir nokkuð klafs í teignum endaði boltinn í netinu. Elías Ingi Árnason, dómari leiksins, sá eitthvað athugavert við það sem gekk á aðdragandanum og dæmdi markið af, en hann virtist benda mjög eindregið á Hlyn Sævar Jónsson, og gefa þannig til kynna að hann hefði gerst brotlegur í aðdragandum.

Markið má sjá í spilaranum hér að neðan og dæmi nú hver fyrir sig um réttmæti dómsins.

Klippa: Mark dæmt af Skagamönnum

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ekki á eitt sáttur með frammistöðu Elíasar í dag:

„Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þegar ég ræði frammistöðu dómara þessa leiks. Fyrir það fyrsta rænir Elías okkur vítaspyrnu þegar Hinrik er felldur í fyrri hálfleiknum. Svo veit ég ekki hvað í ósköpunum þeir dæma á þegar við skorum í uppbótartíma. Það var óskiljanlegt og svo er brotið á Johannesi Vall í aðdraganda þess að þeir skora sigurmarkið," sagði Jón Þór sem var heitt í hamsi þegar hann ræddi við blaðamann Vísis í leikslok.


Tengdar fréttir

„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni

Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×