Innlent

„Fullt út úr dyrum“ á öllum fundum Sam­fylkingarinnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Guðmundur Ari er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Guðmundur Ari er formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm

Vali á lista Samfylkingarinnar verður hagað með uppstillingu. Þetta var staðfest á fundum kjördæmisráðs í kvöld en formaður framkvæmdastjórnar segir fullt út úr dyrum á öllum fundum flokksins. 

„Við erum núna bara byrjuð að safna nöfnum um allt land. Það er hægt að bjóða sig fram eða tilnefna gott fólk. Við hvetjum bara öll til að taka þátt,“ segir Guðmundur Ari Sigurjónsson formaður framkvæmdastjórnar.

Listarnir verði að vera klára fyrir 29. október, áður en flokkstjórnarfundur verður haldinn. 

Guðmundur Ari segist sjálfur reikna með því að gefa kost á sér í þriðja sæti Suðvesturkjördæmis.

„Þetta verður spennandi,“ segir hann. „Það eru stórar vikur framundan. Það er mikil stemning, sem mælist á öllum fundum sem við höldum þar sem er fullt út úr dyrum. Fólk er að skrá sig í flokkinn og bjóða sig fram. Þess vegna er fínt að klára þessa lista og fara á fullt“

Þónokkur ný andlit hafa stigið fram og gefið kost á sér á lista Samfylkingarinnar. Þar ber helst að nefna Ölmu Möller landlækni, Þórð Snæ Júlíusson fjölmiðlamann, Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu. 

Þá ríkir mikil spenna um niðurstöðu uppstillingar í Kraganum: 

Fylgst er með öllum vendingum í kosningavaktinni: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×