Innlent

Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tómas A. Tómasson.
Tómas A. Tómasson. Vísir/Vilhelm

Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 

Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið og kveðst sjaldan hafa verið betri. Hann sé til í slaginn áfram. 

Tómas hefur verið aldursforseti á Alþingi frá því að hann tók sæti eftir síðustu alþingiskosningar árið 2021 í Reykjavíkurkjördæmi norður. Þá hlaut Flokkur fólksins, undir formennsku Ingu Sæland, tæplega 9 prósent fylgi á landsvísu. 

Tómas er 75 ára og verður því 79 ára undir lok næsta kjörtímabils. 

Inga Sæland hefur gefið það út að flokkurinn fari í uppstillingu við val á lista. Listarnir muni liggja fyrir að tveimur vikum liðnum. 


Tengdar fréttir

Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“

Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“.

Þing­maður veltir á­byrgð Rokk­barsins fyrir sér

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×