Húsnæðismarkaðurinn: Leiðin frá öryggi til græðgi Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar 15. október 2024 15:00 Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hér er lítil, stutt saga (en samt risastór) um þróun fasteignamarkaðarins hér á landi frá aldamótum. Saga um markaðsöfl sem sleppt var lausum inn á fasteignamarkaðinn, skref fyrir skref, og hvernig markaðurinn hefur síðan verið bæði lagfærður og jafnvel "lög"færður á þann hátt sem hentar fjárfestum umfram almenningi. Samhliða þessari þróun hefur öryggisneti þjóðarinnar smám saman verið velt yfir á lögmál fjármálamarkaðarins, sem hefur farið fram úr sér í græðgi, þannig að nú þarf ríkissjóður að niðurgreiða bæði leigu og kaup á fasteignum. Þessi þróun, sem hófst við aldamótin, hefur verið sniðin að þörfum nýfrjálshyggjunnar, með stuðningi valda flokka sem hafa verið við völd að mestu frá þeim tíma og greinilega gleymdu að nýfrjálshyggjan virkar ekki hér sem annars staðar, eða var þetta með ráðum gert ? Hér eru helstu skrefin: Rétt fyrir aldamót: Lög sem fólu Hagstofunni það verkefni að ákvarða hækkun leiguverðs í tengslum við neysluvísitölu voru afnumin. Um aldamótin 2000: Verkamannabústaðakerfið aflagt. Félagslegt húsnæði, sem var öryggisnet fyrir fjölda fjölskyldna, var um 11% af heildar húsnæði á þessum tíma. 2003: Lögum um lóðasölu sveitarfélaga breytt. Heimilt varð að selja lóðir til tekjuöflunar og til hæstbjóðanda, sem var fráhvarf frá þeirri stefnu að lóðir væru réttindi borgaranna til að byggja sér heimili. Þetta hefur leitt til þess að lóðaverð er nú yfir 20% af kostnaði við kaup á íbúðum, en var áður um 3-4%. Í aðdraganda hrunsins (2000-2008): Innkoma 90% fasteignalána jók eftirspurn gríðarlega á húsnæðismarkaði og bjó til aukinn þrýsting á verðmyndun. Í kjölfar hrunsins (eftir 2008): Þúsundir fjölskyldna misstu heimili sín, sem ásamt eignum varnarliðsins voru notaðar til að stofna stór leigufélög. Þetta hafði gríðarleg áhrif á þróun verðs á fasteignamarkaði. 2010: Þéttingarstefnan formlega tekin upp í Reykjavík. Áhersla lögð á að nýta betur land innan borgarmarkanna til að mæta íbúafjölgun, á kostnað nýrra byggingarsvæða í útjaðri borgarinnar, sem leiddi af sér mun dýrari íbúðir og uppbyggingu alfarið á forsendum fjárfesta, langt frá þörfum borgarbúa. 2016: Þáverandi stjórn Samtaka leigjenda sendi erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem varað var við misnotkun á húsnæðismarkaði. Leigufélögin höfðu þá hafið uppkaup á húsnæði gagngert til þess að hækka fasteignaverð, sem var síðan notað til að réttlæta sífellt hærra leiguverð. 2022: Staðan á félagslegu húsnæði, öryggisneti fátækasta fólksins okkar, var komin í 3.7% úr 11% á einu kynslóðarbili. 2024: Síðasti þéttingarreitur borgarinnar skipulagður. Í borginni eru til íbúðir til sölu sem ekki seljast því þær eru einfaldlega of dýrar, enda byggðar á sem dýrastan máta, á dýrasta stað, með öllum hugsanlegum gjöldum. Alls ekki byggt samkvæmt þörfum, heldur eftir þörfum markaðarins, sem vill selja sem dýrastar íbúðir. Hafa ber eftirfarandi í huga: Um aldamót voru lægstu laun skattfrjáls og fjöldi íbúða í boði á eðlilegu verði. Sem dæmi þá er hægt að fara inn á tímarit.is og sjá fjöldann allan af tveggja herbergja íbúðum frá þeim tíma auglýstar til sölu á 4-6 milljónir króna. Við sjáum ekki slíkar íbúðir undir 50 milljónum í dag, oftast á bilinu 60 til 70 milljónir. Lágmarkslaun um aldamót voru um 110.000 krónur, þótt þau hafi ekki verið lögfest, en tillaga um að festa þau í 112.000 krónur var lögð fram á Alþingi þá. Í dag eru lágmarkslaun um 380.000 krónur. Þarna sér hver maður að gríðarleg gliðnun hefur átt sér stað á þróun launa og fasteignaverðs, auk þess sem um 70.000 krónur dragast nú frá lágmarkslaunum í skatta sem gerir samanburðinn enn verri. Svo er það umhugsunarefni hvernig sumum fjárfestum er hyglað umfram aðra. Það er ef þú fjárfestir í leiguhúsnæði þá ekki bara ertu skattfrjáls (leigjandinn borgar skattana), heldur færðu líka niðurgreiðslu frá ríkinu í formi leigubóta sem um helmingur venjulegs fólks á leigumarkaði fær til að niðurgreiða allt of háa leigu, sama i hvaða samhengi það leiguverð er skoðað. Niðurstaða: Það ætti að liggja ljóst fyrir eftir þessa þróunarsögu græðgi og yfirgangs á fasteignamarkaði að fjárfestum er ekki treystandi fyrir grunnþörfum almennings. Þvert á móti. Má spyrja sig hvort almenningur sé ekki bara að átta sig á þessu? Að það sé stór hluti ástæðu þess að þeir 2 flokkar sem langmesta ábyrgð bera á ástandinu eru varla svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðar daga. Höfundur er félagi í leigjenda samtökunum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar