„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:57 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins segir skynsamlegast að klára fjárlögin. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira