Ágúst Jóhannsson: Ég var smeykur Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. október 2024 16:27 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals sem fátt getur stöðvað þessa dagana. Vísir/Anton Brink Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum kampakátur með sigur síns liðs í dag. „Mér fannst varnarleikurinn í 60 mínútur frábær, mér fannst við spila frábæra vörn. Við fórum að keyra betur í seinni hálfleik, náðum ekki að refsa þeim með hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, ég var ekki alveg nógu ánægður með það,“ sagði Ágúst aðspurð hvað hafi ráðið úrslitum í dag. Bæði þessi lið voru að koma úr Evrópuverkefnum fyrir þennan leik þar sem bæði lið fóru áfram. Hafði áhrif á lið Vals að koma úr ferðalagi inn í þennan leik? „Nei, það var sama með þær. Við bara hvíldum svolítið mikið núna í vikunni og svo reyndum við bara að mæta fersk til leiks sem bara tókst vel og heildarframmistaðan bara mjög góð.“ „Átti ekki von á að við myndum vinna með sex“ Lið Hauka er eitt þeirra liða, ásamt Fram, sem talið er að geti velgt Val undir uggum í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Kom það Ágústi á óvart að ekki hafi verið minni munur á liðunum í dag. „Ég skal alveg viðurkenna það að ég átti ekki von á að við myndum vinna með sex mörkum. Mér finnst Haukarnir vera með gríðarlega vel mannað lið og vel skipulagt lið. Þannig að ég var smeykur fyrir þennan leik, ég skal viðurkenna það. Ég var smeykur að við myndum tapa hér í dag, en frammistaðan hjá liðinu og bara hvernig við komum inn í leikinn var til fyrirmyndar.“ Aðspurður af hverju hann hafi verið smeykur komandi inn í þennan leik þá stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Við spiluðum sjö leiki við þær í fyrra og vinnum sex, en allt hörku leikir. Þau hafa fengið tvö risastór púsl í sitt lið. Rut Jónsdóttir sem er með stærsta og besta feril sem íslenskur kvenna handboltaleikmaður á og svo fá þær Söru sem er landsliðsmarkmaður frá okkur, keyptu hana frá okkur í Val, sem er frábær markmaður. Þær hafa fengið þau tvö púsl sem þeim vantaði og ég átti von á þeim gríðarlega öflugum, en við vorum með yfirhöndina eiginlega allan leikinn og ég var bara ánægður með okkar frammistöðu,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira