Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2024 13:06 Kvenfélagskonurnar, sem taka þátt í fertugasta landsþingi Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Silla Páls „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls Ísafjarðarbær Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls
Ísafjarðarbær Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira