„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“ Jón Þór Stefánsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 11:32 Svandís Svavarsdóttir segist standa með Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Vísir/Vilhelm Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fyrradag að sér þætti óheppilegt að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hafi hringt í ríkislögreglustjóra til þess að fresta brottvísun hins tólf ára Yasans Tamini Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, tók undir þessi orð Bjarna að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ég er sammála því að þetta hafi verið óheppilegt. Ég held að það hefði verið eðlilegra hefði félagsmálaráðherra haft samband við dómsmálaráðherra á þessum tímapuntki.“ Sigurður Ingi segist ekki vilja leggja dóm á það hvort um óeðlilega stjórnsýslu væri að ræða. „Það er alveg ljóst að traust til ríkisstjórnarinnar hefur minnkað verulega og samskiptin hafa verið svolítið stirð. Ýmsir stjórnarþingmenn verið í fjölmiðlum talandi út og suður. Mín afstaða og Framsóknar hefur verið mjög skýr. Við erum enn með talsvert af verkefnum sem við þurfum að klára.“ Þó segir Sigurður að það væri óábyrgt að boða til kosninga strax í nóvember, en slíkum hugmyndum hefur verið varpað fram. Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og formaður Vinstri grænna, segist standa með Guðmundi Inga í málinu. „Ég tel að Guðmundur Ingi hafi gert það sem var rétt í þessu máli.“ Svandís segist ekki muna atburði morgunsins nákvæmlega um hvort hún hafi heyrt í Guðmundi fyrir eða eftir að hann ræddi við ríkislögreglustjóra. Þau tvö hafi þó verið í samskiptum um morguninn. Hún hafi verið samþykk því sem Guðmundur gerði þá og er það enn í dag. Svandís segist ekki telja að málið hafi áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Um hafi verið að ræða einstakt mál. Er ekki von á neinum óvæntum tíðindum? „Ég sé þau ekki, en ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mál Yazans Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira