Innlent

Rann­saka tengsl sköpunar­gáfu og ADHD

Árni Sæberg skrifar
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm

Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki.

Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu segir að stefnt sé að því að ná til um þrjátíu þúsund þátttakenda. Ávinningur af rannsókninni felist í aukinni þekkingu á erfðaþáttum sem liggja að baki sköpunargáfu og hugsanlegum tengslum við geð- og taugaþroskaraskanir.

Þátttakendur í rannsókninni leysi þrautir sem reyni á margbreytilega (sundurhverfa) hugsun og svari spurningalista um sköpunargáfu, ofureinbeitingu og skylda þætti.

Við lok rannsóknarinnar fái þátttakendur upplýsingar um frammistöðu sína, það er stigafjölda í verkefni um margbreytilega hugsun, sem gefi vísbendingu um sköpunargáfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×