Innlent

Starfs­menn þessara skóla fara í verk­fall

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kennarar í Laugalækjarskóla munu til að mynda leggja niður störf.
Kennarar í Laugalækjarskóla munu til að mynda leggja niður störf. Vísir/Vilhelm

Félagsfólk Kennarasambands Íslands í átta skólum hefur samþykkt verkfallsaðgerðir, sem hefjast 29. október næstkomandi. Verkfallsboðunin er vegna stöðunnar í kjaradeilu við sveitarfélögin, sem hefur verið á borði ríkissáttasemjara síðan 24. september.

Farið verður í ótímabundið verkfall, þar til samningar nást, í fjórum leikskólum. Það er leikskóli Seltjarnarness, leikskólinn Holt í Reykjanesbæ, leikskólinn Drafnarsteinn í Reykjavík og leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki. 

Farið verður í verkfall í þremur grunnskólum sem hest 29. október til 22. nóvember. Það er í Áslandsskóla í Hafnarfirði, Laugalækjarskóla í Reykjavík og Lundarskóla á Akureyri. 

Þá leggja kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi niður störf frá 29. október til 20. desember.

Atkvæðagreiðsla stendur yfir meðal félagsmanna KÍ í einum tónlistarskóla. Þar er boðað að verkfall hefjist 29. október og standi til 20. desember. Niðurstaða þeirrar atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir síðdegis á morgun en atkvæðagreiðslu lýkur klukkan 15 á morgun.


Tengdar fréttir

For­eldrar í Lauga­lækjar­skóla uggandi yfir mögu­legu verk­falli

Foreldrar barna í Laugalækjarskóla eru ósáttir við það að börn þeirra muni mögulega missa úr skóla verði verkfall í skólanum. Formaður foreldrafélagsins segist hafa heyrt háværan orðróm um að skólinn sé einn þeirra níu þar sem greidd eru atkvæði um verkfall.

Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag

Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×