Innlent

Albert sýknaður

Árni Sæberg og Jón Þór Stefánsson skrifa
Albert Guðmundsson mætti í aðalmeðferð málsins en er fjarverandi í dag.
Albert Guðmundsson mætti í aðalmeðferð málsins en er fjarverandi í dag. Vísir/Vilhelm

Albert Guðmundsson knattspyrnumaður var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann var ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu án hennar samþykkis. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjavíkur rétt fyrir klukkan eitt í dag. 

Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en hvernig hann hafi gert það hefur verið afmáð. Hefði Albert verið fundinn sekur hefði hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Svo þung refsing hefur þó aldrei verið dæmd í sambærilegu máli.

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni (F5).




Fleiri fréttir

Sjá meira
×