Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar 8. október 2024 14:02 Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun