Orðaður við Ísland í fyrra en virðist taka við Svíum Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 10:01 Michael Apelgren, næstlengst til hægri á mynd, hefur verið aðstoðarþjálfari Svía í tvö ár. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Svíar eru í leit að næsta landsliðsþjálfara sínum í handbolta karla en þeirri leit gæti verið lokið með ráðningu manns sem á síðasta ári var orðaður við íslenska landsliðið. Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Handbolti Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira
Aftonbladet í Svíþjóð fullyrðir að Svíar séu nú nálægt því að ráða hinn fertuga Michael Apelgren í starfið, sem losnaði 20. september þegar Glenn Solberg hætti óvænt. „Það er samtal í gangi á milli mín og sambandsins,“ staðfesti Apelgren við Aftonbladet. Hann var einn af þeim sem orðaðir voru við stöðu landsliðsþjálfara Íslands snemma á síðasta ári, eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti, en að lokum var Snorri Steinn Guðjónsson ráðinn. Aðeins átta dagar eru þar til að tilkynna á sænska landsliðshópinn sem keppir á EHF Euro Cup í nóvember, í undirbúningi fyrir heimsmeistaramótið í janúar. Markmið sænska handboltasambandsins hefur verið að finna þjálfara fyrir þann tíma, og að ekki verði þá um tímabundna ráðningu að ræða heldur þjálfara til lengri tíma. Apelgren var aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía í tvö ár þar til að samningur hans rann út um síðustu mánaðamót. Hann var því fljótt álitinn líklegur kandídat í að taka við af Solberg. Apelgren segist hins vegar ekki vera eini kostur sænska sambandsins: „Það eru fleiri enn inni í myndinni og í samtali [við sambandið],“ sagði Apelgren við Aftonbladet. Gerðist þjálfari Janusar Daða í sumar Aftonbladet segir að sænska sambandið sé einnig með til skoðunar Patrik Fahlgren hjá Hammarby og Oscar Carlén hjá Ystad, mögulega sem þjálfarapar, fari svo að Apelgren verði ekki ráðinn. Apelgren fer ekki í neinar grafgötur með það að hann sækist eftir starfinu. „Ég hef alltaf haft metnað fyrir því. Svo já, það er klárlega áhugi hjá mér þó að ég hafi ekki vonast eftir því að það yrði með þessum hætti [að Solberg hætti skyndilega, með tvö ár eftir af samningi sínum],“ sagði Apelgren sem í sumar tók við þjálfun Pick Szeged, og stýrir þar meðal annars Janusi Daða Smárasyni. Aftonbladet segir að í samningi Apelgren við Pick Szeged sé skýrt að hann megi einnig þjálfa landslið, en þó sé verið að bíða eftir staðfestingu frá ungverska liðinu á því að Apelgren megi gegn báðum störfum. Blaðið segir að það sé það helsta sem enn komi í veg fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið.
Handbolti Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sjá meira