Enski boltinn

Markaskorarinn Kovačić: „Engir auð­veldir leikir í þessari deild“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mateo Kovačić fagnar öðru af mörkum sínum í dag.
Mateo Kovačić fagnar öðru af mörkum sínum í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Miðjumaðurinn Mateo Kovačić steig heldur betur upp í liði Englandsmeistara Manchester City en hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann er í enn stærra hlutverki en áður þar sem spænski miðjumaðurinn Rodri verður frá vegna meiðsla út leiktíðina.

„Þetta var erfiður leikur, eins og allir leikir í ensku úrvalsdeildinni. Það eru engir auðveldir leikir í þessari deild. Vorum með öll völd á vellinum í upphafi leiks en gátum ekki skorað, fengum svo á okkur mark en jöfnuðum fljótlega. Á endanum unnum við en þetta var erfiður leikur gegn andstæðingi sem hefur verið að spila vel,“ sagði Kovačić um leik dagsins.

„Sem stendur er ég að spila á miðri miðjunni og auðvitað þurfum við einhvern til að leysa af fyrir Rodri en við söknum hans mikið. Ég held að öll lið myndu sakna hans og þess týpu af leikmanni sem hann er. Við óskum honum skjótan bata og vonum að hann komist í gott form eins fljótt og auðið er.“

„Sem stendur þurfum við að aðlaga okkur að því að spila án hans en þjálfarinn hefur úr mörgum möguleikum að velja.“

„Það er mikilvægast að ná í þrjú stig, það er aukaatriði hver skorar mörkin. Nú vonumst við til að halda áfram á þessari braut.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×