Fagna löngu tímabærri breytingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 19:06 Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Samtakanna '78 fagnar mjög reglugerðarbreytingu sem mun gera samkynhneigðum körlum kleift að gefa blóð. Hún segir breytinguna löngu tímabæra en nú þegar hún sé gengin í gegn sé farsælla að horfa fram á veginn fremur en að dvelja við fortíðina. Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að samkynhneigðir karlar mættu gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári, í kjölfar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra, sem kveður á um að allir blóðgjafar verði skimaðir fyrir lifrabólgu B og C, og HIV. Heilbrigðisráðherra sagði breytinguna mikið gleðiefni. Undir það tekur formaður Samtakanna '78. „Enda hafa Samtökin barist fyrir því árum saman að fá þessum reglum breytt. Þessum reglum, sem eru augljós mismunun á grundvelli kynhneigðar. Á sama tíma þá er kannski tilfinningin sú að auðvitað hefði þetta átt að vera löngu komið, en loksins,“ segir Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78. Ástæða þess að samkynhneigðir karlar hafa ekki mátt gefa blóð hér á landi er sú að þeir eru sagðir líklegri til að vera smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Bjarndís fagnar því að allir blóðgjafar verði skimaðir. „Og við erum bara glöð að búa í samfélagi sem er stöðugt að færast í rétta átt, til jafnræðis í samfélaginu.“ Fyrir breytinguna var Ísland eitt fjögurra Evrópuríkja sem enn lagði bann við blóðgjöfum samkynhneigðra karla, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. „Auðvitað er þetta löngu tímabær breyting, við vitum það. En stundum taka þessir hlutir bara tíma og nú erum við komin á þennan stað. Þá viljum við mjög gjarnan horfa fram á veginn, frekar en að horfa til fortíðar,“ sagði Bjarndís Helga Tómasdóttir.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira