Biskup Íslands predikar í Vík á 90 ára afmæli kirkjunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 13:16 Haldið verður upp á 90 ára vígsluafmæli Víkurkirkju í Vík í Mýrdal á morgun, sunnudaginn 6. október. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri í Vík í Mýrdal um helgina en þar fer fram Regnboginn 2024, sem er menningarhátíð fyrir íbúa og gesti þeirra. Einn af hápunktum helgarinnar er heimsókn biskups Íslands til Víkur á morgun til að predika á 90 ára vígslu- og afmælishátíð Víkurkirkju. Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024 Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Regnboginn er nú haldin í sautjánda sinn en hátíðin hófst á miðvikudaginn og stendur fram á annað kvöld. Mjög fjölbreytt og skemmtileg dagskrá er í gangi alla dagana. Í gærkvöldi var til dæmis haldið alþjóðlegt matarsmakk í íþróttahúsinu frá 18 þjóðlöndum en um 65% íbúa Mýrdalshrepps eru af erlendu bergi brotnir. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er framkvæmdastjóri Regnbogans og veit manna best hvað er að gerast í dag. „Mýrdalshreppur býður í vöfflukaffi og listafólkið okkar mun síðan koma saman á Lista- og frumkvöðlamarkaði, það er ótrúlega skemmtilegt og það er ótrúlega gaman að finna kraftinn í samfélaginu, sem felst í því að hér er listafólk og frumkvöðlar út um allar koppagrundir að gera ótrúlega flotta og skemmtilega hluti og þau ætla að deila þessu með okkur,” segir Elín Harpa. Elín Harpa Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík, sem er framkvæmdastjóri Regnbogans og allt í öllu varðandi skipulagningu hátíðarinnar.Aðsend Svo verða Regnbogaleikarnir líka haldnir í dag og í kvöld verða tónleikar haldnir og kvöldið endar á balli í Leikskálum þar sem verður frítt inn. Á morgun sunnudag verður líka heilmikið um að vera. Risa regnbogi í íþróttahúsinu í Vík í tilefni af hátíð helgarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já og ein af ástæðunum fyrir því að þemað í ár er „Fögnum fjölbreytileikanum” er af því að við höfum miklu að fagna því við erum búin að fá glæsilegan nýjan leikskóla hér á svæðið og svo er fallega Víkurkirkja okkar, hún á 90 ára afmæli í ár og okkur þykir náttúrulega ofboðslega vænt um þessa fallegu kirkju. Og einmitt, biskup Íslands, Guðrún Karls Helgadóttir kemur og predikar og flestir þeirra prestar sem hafa verið tengdir kirkjunni muni einnig taka þátt,” segir Elín Harpa og bætti þessu við í lokin. „Ég hvet alla til að koma og kíkja á okkur og njóta með okkur en ef þið komst ekki til Víkur þá fagnið þið bara fjölbreytileikanum hvar sem þið eruð og hvernig sem þið getið, njótið helgarinnar.” Hér má sjá dagskrá Regnbogans 2024
Mýrdalshreppur Menning Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira