Uppgjörið: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2024 15:54 Vestri fagnaði 2-4 sigri Vísir/Viktor Freyr Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum og gerði þrennu. Framarar voru langt frá því að svara fyrir 7-1 tap í síðustu umferð og liðið hefur fengið á sig ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum. Vestri braut ísinn á 21. mínútu með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni. Benedikt Warén átti frábæra utan fótar sendingu á Andra sem komst einn í gegn og lyfti boltanum yfir Ólaf Íshólm Ólafsson í markinu. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Andri Rúnar skorar í. Leikurinn endaði með 2-4 sigri VestraVísir/Viktor Freyr Þrettán mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Frederico Bello Saraiva átti langa sendingu inn í teig og Alex Freyr Elísson var réttur maður á réttum stað og fleygði sér á boltann og skoraði. Það var ótrúlegur endir á fyrri hálfleik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum. Benedikt V. Warén skoraði annað mark Vestra þar sem hann stakk Adam Örn Arnarsson af og renndi boltanum framhjá Ólafi Íshólm í markinu. Með sigrinum er Vestri með 25 stigVísir/Viktor Freyr Stuttu síðar skoraði Andri Rúnar ótrúlegt sprellimark þar sem hann stoppaði boltann við endalínu og tók þá ótrúlegu ákvörðun að skjóta úr engu færi en boltinn fór yfir Ólaf Íshólm og í markið. Staðan var 1-3 í hálfleik. Andri Rúnar var hvergi nærri hættur og fullkomnaði þrennu sína í seinni hálfleik. Benedikt átti sendingu á hægri kantinum fyrir markið á Andra Rúnar sem náði skoti sem Ólafur Íshólm kom höndum á en boltinn lak inn. Andri Rúnar fagnaði þrennunniVísir/Viktor Freyr Á 67. mínútu skoraði Kennie Knak Chopart beint úr aukaspyrnu og kom Fram á bragðið. Kennie þrumaði boltanum í vinkilinn og Karl William, markmaður Vestra, átti ekki möguleika þrátt fyrir að skotið hafi verið í markmannshornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Vestri fagnaði 2-4 sigri. Stuðningsmenn Vestra voru ánægðirVísir/Viktor Freyr Atvik leiksins Þriðja mark Vestra var ótrúlegt. Boltinn var að fara út af en Andri Rúnar rétt náði að stoppa boltann og skoraði í kjölfarið úr ómuglegri stöðu. Stjörnur og skúrkar Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum í dag og gerði þrennu. Andri kom að öllum mörkum Vestra þar sem hann skoraði þrjú og lagði upp eitt mark. Benedikt V. Warén var einnig gríðarlega öflugur og var að tengja vel við Andra Rúnar. Benedikt skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar. Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, átti hörmulegan dag. Þriðja mark Vestra var ótrúlegt sprellimark sem hann átti að verja. Varnarleikur Fram var hreinasta hörmung. Varnarmenn Fram litu afar illa út í öllum mörkum Vestra og það var engin ákefð og vilji til að leggja sig fram. Að fá á sig ellefu mörk í tveimur leikjum er ekki boðlegt Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik dagsins. Ívar lyfti upp ansi umdeildu rauðu spjaldi í seinni hálfleik þegar hann rak Ibrahima Balde af velli. Það sást illa hvað gekk á bæði í útsendingunni og í stúkunni. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði í viðtali eftir leik að útskýringin sem hann fékk var að Balde átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram. Sjálfur var Balde virkilega ósáttur með niðurstöðuna. Með þeim fyrirvara að þetta hafi verið rétt niðurstaða fær Ívar 6 í einkunn. Stemning og umgjörð Aðstæður voru eins nálægt fullkomnun og þær gátu orðið í október. Sólin skein og Lambhaga-völlurinn er einn flottasti völlur landsins á svona degi. Það var virkilega góð stemmning í stúkunni. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá stuðningsmenn Vestra fjölmenna á völlinn og þeir létu vel í sér heyra. „Mamma væri ennþá með þetta allt á hreinu en við gátum þetta ekki“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir 2-4 tap gegn Vestra á heimavelli. „Við áttum allt of mikið af misheppnuðum sendingum í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hitta á samherja og mamma væri ennþá með þetta allt á hreinu en við gátum þetta ekki í dag. Við gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og öll mörkin þeirra komu upp úr skyndisóknum þar sem við vorum ekki að passa boltann,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. Rúnar var mjög svekktur yfir því hvernig Fram endaði fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að Vestri skoraði tvö mörk á stuttum tíma. „Við gáfum boltann frá okkur og ætluðum að fara fallega í gegnum hlutina en stundum þarf að negla boltanum fram völlinn eða upp í stúku og sjá til þess að missa ekki boltann á vondum stað. Við buðum upp á þetta og töpuðum boltanum illa.“ Aðspurður hvort það hafi truflað liðið að Rúnar hafi verið orðaður við Val hélt Rúnar ekki og blés á þær sögusagnir í leiðinni. Fram hefur tapað síðustu tveimur leikjum illa og fengið á sig ellefu mörk. „Það held ég ekki og það er ekkert í spilunum. Þeir myndu ekki segja mér það ef þetta myndi trufla þá. Menn sjá ekkert mikið í spilunum annað en að við endum í sjöunda, áttunda eða níunda sæti og mönnum finnst ekkert spennandi að bíða eftir þessu viku eftir viku,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Besta deild karla Fram Vestri
Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum og gerði þrennu. Framarar voru langt frá því að svara fyrir 7-1 tap í síðustu umferð og liðið hefur fengið á sig ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum. Vestri braut ísinn á 21. mínútu með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni. Benedikt Warén átti frábæra utan fótar sendingu á Andra sem komst einn í gegn og lyfti boltanum yfir Ólaf Íshólm Ólafsson í markinu. Þetta var þriðji leikurinn í röð sem Andri Rúnar skorar í. Leikurinn endaði með 2-4 sigri VestraVísir/Viktor Freyr Þrettán mínútum síðar jöfnuðu heimamenn. Frederico Bello Saraiva átti langa sendingu inn í teig og Alex Freyr Elísson var réttur maður á réttum stað og fleygði sér á boltann og skoraði. Það var ótrúlegur endir á fyrri hálfleik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk á tveimur mínútum. Benedikt V. Warén skoraði annað mark Vestra þar sem hann stakk Adam Örn Arnarsson af og renndi boltanum framhjá Ólafi Íshólm í markinu. Með sigrinum er Vestri með 25 stigVísir/Viktor Freyr Stuttu síðar skoraði Andri Rúnar ótrúlegt sprellimark þar sem hann stoppaði boltann við endalínu og tók þá ótrúlegu ákvörðun að skjóta úr engu færi en boltinn fór yfir Ólaf Íshólm og í markið. Staðan var 1-3 í hálfleik. Andri Rúnar var hvergi nærri hættur og fullkomnaði þrennu sína í seinni hálfleik. Benedikt átti sendingu á hægri kantinum fyrir markið á Andra Rúnar sem náði skoti sem Ólafur Íshólm kom höndum á en boltinn lak inn. Andri Rúnar fagnaði þrennunniVísir/Viktor Freyr Á 67. mínútu skoraði Kennie Knak Chopart beint úr aukaspyrnu og kom Fram á bragðið. Kennie þrumaði boltanum í vinkilinn og Karl William, markmaður Vestra, átti ekki möguleika þrátt fyrir að skotið hafi verið í markmannshornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Vestri fagnaði 2-4 sigri. Stuðningsmenn Vestra voru ánægðirVísir/Viktor Freyr Atvik leiksins Þriðja mark Vestra var ótrúlegt. Boltinn var að fara út af en Andri Rúnar rétt náði að stoppa boltann og skoraði í kjölfarið úr ómuglegri stöðu. Stjörnur og skúrkar Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum í dag og gerði þrennu. Andri kom að öllum mörkum Vestra þar sem hann skoraði þrjú og lagði upp eitt mark. Benedikt V. Warén var einnig gríðarlega öflugur og var að tengja vel við Andra Rúnar. Benedikt skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar. Ólafur Íshólm Ólafsson, markmaður Fram, átti hörmulegan dag. Þriðja mark Vestra var ótrúlegt sprellimark sem hann átti að verja. Varnarleikur Fram var hreinasta hörmung. Varnarmenn Fram litu afar illa út í öllum mörkum Vestra og það var engin ákefð og vilji til að leggja sig fram. Að fá á sig ellefu mörk í tveimur leikjum er ekki boðlegt Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmdi leik dagsins. Ívar lyfti upp ansi umdeildu rauðu spjaldi í seinni hálfleik þegar hann rak Ibrahima Balde af velli. Það sást illa hvað gekk á bæði í útsendingunni og í stúkunni. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, sagði í viðtali eftir leik að útskýringin sem hann fékk var að Balde átti að hafa togað í hárið á leikmanni Fram. Sjálfur var Balde virkilega ósáttur með niðurstöðuna. Með þeim fyrirvara að þetta hafi verið rétt niðurstaða fær Ívar 6 í einkunn. Stemning og umgjörð Aðstæður voru eins nálægt fullkomnun og þær gátu orðið í október. Sólin skein og Lambhaga-völlurinn er einn flottasti völlur landsins á svona degi. Það var virkilega góð stemmning í stúkunni. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá stuðningsmenn Vestra fjölmenna á völlinn og þeir létu vel í sér heyra. „Mamma væri ennþá með þetta allt á hreinu en við gátum þetta ekki“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, á hliðarlínunni í leik dagsinsVísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir 2-4 tap gegn Vestra á heimavelli. „Við áttum allt of mikið af misheppnuðum sendingum í fyrri hálfleik. Við vorum ekki að hitta á samherja og mamma væri ennþá með þetta allt á hreinu en við gátum þetta ekki í dag. Við gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik og öll mörkin þeirra komu upp úr skyndisóknum þar sem við vorum ekki að passa boltann,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. Rúnar var mjög svekktur yfir því hvernig Fram endaði fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að Vestri skoraði tvö mörk á stuttum tíma. „Við gáfum boltann frá okkur og ætluðum að fara fallega í gegnum hlutina en stundum þarf að negla boltanum fram völlinn eða upp í stúku og sjá til þess að missa ekki boltann á vondum stað. Við buðum upp á þetta og töpuðum boltanum illa.“ Aðspurður hvort það hafi truflað liðið að Rúnar hafi verið orðaður við Val hélt Rúnar ekki og blés á þær sögusagnir í leiðinni. Fram hefur tapað síðustu tveimur leikjum illa og fengið á sig ellefu mörk. „Það held ég ekki og það er ekkert í spilunum. Þeir myndu ekki segja mér það ef þetta myndi trufla þá. Menn sjá ekkert mikið í spilunum annað en að við endum í sjöunda, áttunda eða níunda sæti og mönnum finnst ekkert spennandi að bíða eftir þessu viku eftir viku,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti