Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2024 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er mikil keppniskona og er tilbúin í næstu kosningar. Í Samtalinu hjá Heimi Má á fimmtudag sagði hún Viðreisn standa fyrir frjálslyndi og frelsi með hægri hagstjórn en vinstri velferð. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. Viðreisn tapaði að vísu fylgi frá fyrstu kosningum flokksins tæpu ári áður en kom engu að síður fólki á þing. Eftir skipsbrot ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar með stjórnarþátttöku Viðreisnar og klaufalega tungubrjóta Benedikts formanns í viðkvæmum málum rétt fyrir kosningar 2017 var alls ekki gefið að Viðreisn myndi lifa af í öðrum kosningum. Nú hefur Viðreisn brýnt hnífana á haustþingi flokksins um síðustu helgi til nýrra kosninga og Þorgerður Katrín er komin í sóknarhug. „Það skiptir máli núna eftir að hafa horft á þessa ríkisstjórn í sjö ár að við taki almenn skynsemi, réttlæti og efnahagslegur sjálfsagi,“ segir formaðurinn sem tók sér tíma frá flakki um landið í kjördæmaviku þingmanna til að mæta í Samtalið. Hún lofar frjálslyndri pólitík innanlands og í alþjóðasamskiptum setjist Viðreisn við ríkisstjórnarborðið. Báknið hafi þanist út og sú þensla hafi byrjað löngu fyrir covid faraldurinn. Ríkisstjórnin geti ekki falið sig á bakvið faraldurinn í þeim efnum. „Ef þetta heldur áfram, að þenja út ríkissjóð, þenja út báknið, mun ríkissjóður verða ósjálfbær.“ Það væri sárt að horfa upp á að ríkið hafi ekki haldið að sér höndum á miklum uppgangstímum. „Þau eru að skila ríkissjóði samfellt í halla til tíu ára. Það er glatað fyrir framtíðina,“ segir Þorgerður Katrín. Vonarstjarna sem gafst upp á Sjáfstæðisflokknum Eftir sjö ára tímabil núverandi ríkisstjórnar þarf skynsemin, réttlætið og efnahagslegur sjálfsagi að taka við að mati Þorgerðar Katrínar.Vísir/Vilhelm Hún þekkir vel til innviða í Sjálfstæðisflokknum þar sem hún var vonarstjarna strax á fyrstu árum hennar í landsmálapólitík og varaformaður um fimm ára skeið. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1999 og var menntamálaráðherra þegar bankarnir hrundu og tóku allt efnahagslífið með sér. Þegar kom að kosningum 2013 ákvað hún hins vegar að láta gott heita og bauð sig ekki fram til endurkjörs. Þorgerður Katrín segist ekki endilega hafa verið búin að fá nóg af pólitíkinni. „Þegar ég hætti á sínum tíma gerði ég aldrei ráð fyrir að fara aftur í pólitík. En ég held ég hafi haft gott af því, ég varð að gera það. Stoppa og líta svolítið í eigin barm,“ segir hún. Reynsla væri oft vanmetin en stundum þurfi fólk að þora að horfast í augu við það sem það standi fyrir. „Ef ég færi aftur þyrfti ég að fara í gegnum ákveðin svipugöng. Yrði að standa algerlega með þeim hugshjónum og þeirri sannfæringu sem ég hef,“ segir formaðurinn þegar hún lítur átta ár aftur í tímann. Afstaða hennar í evrópumálum fór ekki framhjá neinum þegar hún ein fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. „Ég var ekki ástmögur allra, eigum við ekki að segja það þannig,“ segir hún um hug margra samflokksmanna hennar á þessum tíma. „Þetta fannst mér erfitt, því ég lagði til ásamt Bjarna (Benediktssyni) formanni og núverandi forsætisráðherra, að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu." Það hefði þýtt að þjóðin yrði fyrst spurð hvort hún vildi að farið yrði í viðræðurnar og ef hún samþykkti það hæfust viðræður. Að þeim loknum yrði niðurstaða viðræðna lögð fyrir þjóðina í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykkis eða synjunar. „Spyrja þjóðina hvort við ættum ekki að fara í þessa vegferð. Þetta er risamál fyrir þjóðina. Á þeim tíma hefði hún alveg örugglega verið samþykk. Það hefði verið svo miklu meira veganesti. Svo miklu meira hald fyrir stjórnmálin, þvert á flokka, að vita hver skilaboð þjóðarinnar væru í þessu mikilvæga máli. Því þetta er risahagsmunamál fyrir okkur öll,“ segir Þorgerður Katrín. Svikin loforð í evrópumálum Strax árið 2013 hafi evrópusinnar og þeir sem væru frjálslyndis meginn í Sjálfstæðisflokknum ítrekað fundið fyrir því að ekki ætti að standa við það sem sagt hefði verið í gegnum tíðina. Flokkurinn skiptist dálítið milli viðhorfa. Ekki mætti gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi orðið til á sínum tíma við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það var samþykkt á landsfundi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Það var ekki efnt,“ segir Þorgerður Katrín. Það hafi verið hluti af hennar uppgjöri við Sjálfstæðisflokkinn, að ef hún færi aftur í stjórnmálin myndi hún standa fast með frelsinu og frjálslyndinu. „Ekki bara varðandi Evrópusambandið því Evrópusambandið er ekki markmiðið, heldur bætt lífskjör okkar Íslendinga. Meiri samkeppnishæfni og frjálslyndi sem okkur fannst vanta svo sárlega á sínum tíma í flokkinn. Það er það sem Viðreisn kom með og er inngreypt í flokkinn. Við erum ekki að skipta okkur af öllu sem fólk er að gera. Heldur frelsi með ábyrgð. Svo lengi sem þú treður ekki á náunganum; þá ertu svolítið ábyrgur fyrir sjálfum þér,“ segir formaðurinn. Það fylgi frjálslyndinu að vera óhrædd að tala um fjölbreytileikann. Fólki komi ekki við með hverjum aðrir fari með upp í rúm eða hvernig fólk skilgreini sig. „Höfum faðminn opinn í sterku og fjölbreyttu samfélagi. Viðreisn er með þessa víðu skýrskotun.“ „Það eru kannski tvær setningar sem mér finnst lýsa Viðreisn frá upphafi og stofnun flokksins. Viðreisn snýst í rauninni bara um eitt mál; það eru almannahagsmunir framar sérhagsmunum. Það er risamál. Síðan er hitt, að við höfum sagt hægri hagstjórn, vinstri velferð. Í dag erum við að upplifa hvorugt. Það er kyrrstaða,“ segir Þorgerður Katrín. Allir verða að læra af mistökum sínum Þegar hún horfir til fyrri tíma allt fram að hruni vilji hún trúa að allir hafi viljað gera vel. „En svo fór sem fór og allir verða að læra af mistökunum. Það er það sem mér finnst svo mikilvægt fyrir mig sem manneskju. Af hverju er ég í pólitík? Af því að ég brenn fyrir ákveðnum hlutum. Trúi að ég hafi kraft; keppnisskap svo sannarlega eins og þú vísaðir til, til að gera ákveðna hluti sem hægt er að gera betur í íslensku samfélagi. Er allt ónýtt í íslensku samfélagi, nei síður en svo,“ segir Þorgerður Katrín. Hún horfi á málin allt frá persónulegri reynslu til samfélagsins í heild. Þorgerður Katrín segist horfa á verkefnin allt frá þrengstu málum fjölskyldunnar til almennrar stöðu samfélagsins.Vísir/Vilhelm „Allt frá fjölskyldu sem er með fatlaðan einstakling yfir í að tilheyra samlokukynslóðinni sem við vitum hver er. Að vera með aldraða einstaklinga, aldraða móður núna, sem þarf mikla umhyggju. Við erum með marga bolta á lofti og eigum að geta gert betur sem samfélag þegar kemur að hópum sem þurfa á meiri stuðningi að halda, hvort sem þeir eru ungir eða aldraðir.“ Þegar hún horfi á móðir sína í dag fái hún samviskubit yfir að móðir hennar fái ekki að halda nægjanlegri reisn miðað við hennar lífshlaup og starf. „Það er mér dýrmætt að geta skilað henni einhverju af því sem hún gerði fyrir mig. Hún og pabbi héldu auðvitað endalaust utan um okkur systurnar,“ segir Þorgerður Katrín. „Hægri hagstjórn, vinstri velferð,“ það virðist mjög margt líkt með grunnstefnu Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hver er þá munurinn á Viðreisn og Samfylkingunni? „Hann er náttúrlega mikill í dag. Við erum ekki búin að setja okkar hugsjónir og stefnu ofan í skúffu. Ég bara virði það að þau vilja ekki tala um evruna og Evrópusambandið og við erum að sjá ákveðna tilhneigingu í sjávarútvegs- og auðlindamálum. Gott og vel,“ segir formaður Viðreisnar. Hún væri ekki mætt í Samtalið til að tala um aðra flokka. Viðreisn líkari norrænum hægriflokkum en krötum „Ég myndi segja að við værum miklu líkari Moderaterne í Danmörku sem Lars Løkke stýrir. Gæti líka sagt Högre í Noregi sem er með mjög svipaða stefnu og við í efnahagsmálum og sterka stefnu í velferðarmálum. Það sem Högre hefur fram yfir hægriflokkana hér heima er að þau eru með aðild að Evrópusambandinu á dagskrá. Þau vilja setja það á dagskrá.” Samfylkingin bjóði upp á gamalt vín á nýjum belgjum með ófjármögnuð loforð. Hún virði hins vegar stefnu Samfylkingarinnar eins og annarra flokka. „Ég er að tala um hvert Viðreisn vill fara með íslenskt samfélag. Þess vegna erum við að setja gjaldmiðilsmálin á dagskrá. Þess vegna erum við að segja; það á ekki að vera lögmál, þótt vextir séu blessunarlega byrjaðir að lækka hér á Íslandi, að þeir séu alltaf þrisvar sinnum hærri en í öðrum löndum. Við erum alltaf með meiri og þrálátari verðbólgu hér en annars staðar.“ Núverandi verðbólgutímabil hafi staðið yfir miklu lengur hér en annars staðar. Það væri helst í Rússlandi og öðrum löndum sem Íslendingar vildu ekki bera sig saman við sem verðbólgan væri þrálátari. Þetta væri það sem samtöl hennar við fólk um allt land að undanförnu hafi meira og minna snúist um. Stjórnvöld þurfa að hagræða eins og heimilin „Hvort sem er fyrir norðan eða austan eða heima í Hafnarfirði er ég að tala við fólk sem ýmist sjálft horfir fram á að afborganirnar hafa hækað úr 200 þúsundum í 400 þúsund, eða börnin þeirra sem hafa ekki tækifæri. Við erum að segja; jöfn tækifæri verða ekki í íslensku samfélagi á meðan við erum með þennan gallaða gjaldmiðil sem krónan er. Þess vegna finnst mér skrýtið að þeir sem vilja jafnrétti eða tala um jöfn tækifæri, hvort sem það eru vinstriflokkar frá Samfylkingu til vinstri, eða Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, vilji halda í krónuna,” segir formaður Viðreisnar. Það væri hvorki hægt að tala um jöfnuð eða jafnrétti á meðan krónan væri gjaldmiðillinn. Óverðtryggða krónan bitnaði bara á venjulegu fólki. Millitekjufólki. Þorgerður Katrín segir heimilin hafa rétt á að njóta sömu kjara og 250 fyrirtæki sem hafi yfirgefið krónuna og geri upp allt sitt í evrum.Vísir/Vilhelm „Við vitum líka að 250 fyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, eru að gera upp utan íslensku krónunnar. Við viljum einfaldlega leiðrétta þetta misrétti. Við viljum ekki missa fólk úr landi. Ég er að sjá fullt af ungu fólki flytja til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar af því það sér ekki möguleika á að koma undir sig fótunum, þaki yfir höfuðið eða grundvöll hér eins og staðan er núna. Það er sárt og því er hægt að breyta,” segir Þorgerður Katrín. Hún hefði viljað sjá ríkisstjórnina vera miklu aðhaldssamari á síðustu misserum í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tala hins vegar um að ríkisstjórnin hafi hægt á útgjaldavexti ríkissjóðs miðað við vöxt hagkerfisins og mismunurinn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir. Hvar á að stöðva þensluna og báknið? „Ef þú tekur bara þessa setningu, nú á að hægja á. Ég er búin að heyra þetta suð síðustu þrjú, fjögur árin. Nú þurfi að hægja á og forgangsraða. Það hefur ekki verið forgangsraðað í ríkisfjármálum. Talandi um fjölskyldurnar hérna úti. Þær sitja einmitt allar við eldhúsborðið og forgangsraða heimilisbókhaldinu. Þær eru ekki að fara að gera nákvæmlega það sama og þær gátu gert fyrir nokkrum árum. Þær þurfa að þrengja beltið. Það er það sama og ríkissjóður þarf að gera.” Hugsa þurfi um hverja einustu krónu og selja ríkiseignir eins og bankana. Þar greini Viðreisn eftilvill á við vinstriflokkana. Fyrir eignarhlut ríkisins í bönkunum megi fá 300 milljarða. Söluandvirði ríkiseigna fari til greiðslu skulda „Sem fari ekki í rekstur heldur í að greiða niður skuldir. Til að spara vaxtagjöldin sem við erum með. Við erum með ein mestu vaxtagjöld innan OECD ríkjanna, 117 milljarða á næsta ári í vaxtagjöld. Auðvitað viljum við að þessir peningar fari í eitthvað annað eins og að efla löggæsluna, í innviði og svo framvegis. Ekki bara í að greiða vexti, því þetta er pólitísk ákvörðun,” segir Þorgerður Katrín. Auk eignarhlutar ríkisins í bönkunum megi selja ýmsar jarðir. „Þá fæ ég alltaf; þið í Viðreisn viljið selja Landsvirkjun. Nei, þannig að ég ítreki, það er ekki á dagskrá. Við getum selt ýmislegt annað bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar. Þannig að við þurfum að taka þessi skref. En á meðan þessi ríkisstjórn er við völd, verða þessi nauðsynlegu skref ekki tekin.“ Sumir segja að viðræðunum um aðildina að Evrópusambandinu hafi aðeins verið frestað og því hægt að halda þeim áfram. Þorgerður Katrín segir Viðreisn hins vegar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðunum áfram. Ýmis sérhagsmunaaðilar væru með alls kyns fullyrðingar um hvað komi út úr viðræðum við Evrópusambandið. Rifist um óskrifaða bók Þorgerður Katrín segir ýmsa sérhagsmunahópa fullyrða eitt og annað um niðurstöðu viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Þar væru menn að rífast um óskrifaða bók.Vísir/Vilhelm „Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Leyfum þjóðinni að ákveða.“ Í Bretlandi hafi verið farið á svig við vilja 70 prósent ungra kjósenda, 25 ára og yngri, sem hafi viljað vera áfram í sambandinu. „Við höfum engan rétt á að taka burt þetta val og valfrelsi unga fólksins til að ákvarða um eigin framtíð. Mér finnst við skulda unga fólkinu okkar ekki hvað síst, að fá þetta tækifæri.“ Með því að fara í atkvæðagreiðslu um viðræður og sjá hvað bjóðist í þeim. Enginn ætti að vera hræddur við slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. „Helst af öllu myndi ég vilja að við gerðum þetta fyrir næstu kosningar því þetta mun skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún vinnur. Ég er kannski pínu Pollíana þar. En þetta er hjartans mál fyrir okkur, að þjóðin fái að velja. Ekki hvað síst unga fólkið, að það fái að velja hver þeirra framtíð á að vera.“ Það eru miklir óvissutímar í íslensku stjórnmálum. Fylgi stjórnarflokkana hefur hríðfallið en á sama tíma aukist hjá Samfylkingunni og nú upp á síðkastið aukist mikið hjá Miðflokknum samkvæmt könnunum. Svandís Svavarsdóttir sem væntanlega verður næsti formaður Vinstri grænna vill að kosið verði næsta vor, þótt kjörtímabilinu ljúki ekki formlega fyrr en í september á næsta ári. Sumir aðrir vilja kjósa sem fyrst. Prósentur vaxta, verðbólgu og fylgis flokka Miðflokkurinn er kominn töluvert fram úr Sjálfstæðisflokkum í fylgi og mælist með 17 prósent. Í dag nýtur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 13-14 prósenta fylgis og Viðreisn 10-11 prósenta og ekki er marktækur munur á fylgi flokkanna samkvæmt síðustu könnun Maskínu. Það hefðu einhvern tíma þótt tíðindi. Verðbólgan er hins vegar á niðurleið og Seðlabankinn er byrjaður að lækka vexti þannig að landið fer kannski að rísa hjá stjórnarflokkunum. Þú myndir kannski vilja kjósa strax? „Það sem skiptir máli hjá Viðreisn er að landið fari að rísa hjá þjóðinni. Það skiptir meginmáli. Það var mjög mikilvægt skref stigið með lækkun vaxta upp á 0,25 punkta. En við erum enn með níu present. Við erum enn með hækkandi raunvexti og það eru þeir sem bíta á íslensk heimili. Ég vona innilega að vaxtalækkunarferlið sé hafið.“ Venjuleg íslensk heimili geti ekki búið við þetta ástand. „Við erum með hæstu vexti ríkja í norður Evrópu og samt ekki að fá það sem við viljum út úr sköttunum okkar,“ segir formaður Viðreisnar. Það mæði ekki hvað síst á millistéttinni sem væri „rosalega skattpýnd.“ „Eitt af því sem ég heyrði á ferðum mínum um landið (í kjördæmaviku) er; þið eruð alltaf að spá í prósentufylgi flokkanna. Prósenturnar sem skipta okkur máli eru vaxtaprósenturnar og verðbólgan. Ég fagna því ef við erum að fara að ná tökum á þessu. En þetta er búið að taka rosalega langan tíma, lengri tíma en annars staðar.“ Ríkisstjórin skilur Seðlabankann eftir á svellinu Þegar Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig á miðvikudag höfðu þeir verið fastir í 9,25 prósentum í þrettán mánuði. Þorgerður Katrín segir það skrifast á hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst ríkisstjórnin hafa skilið Seðlabankann mikið eftir einan úti á svellinu. Það skiptir máli hvernig ríkissjóði er stjórnað og honum hefur ekki verið sérstaklega vel stjórnað síðustu misserin,“ segir hún. Ef könnun Gallubs sem birtist í vikunni sem er að líða er skoðuð, en þar var þingmannafjöldi flokkanna einnig reiknaður, kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Í fyrsta skipti í háa herrans tíð er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, sem í fljótu bragði að minnsta kosti, verður þó að teljast ólíklegt stjórnarmynstur. Samfylkingin með 19 þingmenn og Miðflokkurinn með 13 þingmenn gætu myndað saman ríkisstjórn með lágmarks 32 manna meirihluta á Alþingi. Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Samfylkingarinnar. Sú sterkasta í þingmönnum talið yrði þriggja flokka stjórn hennar með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. Aðrir möguleikar væru fjögurra flokka stjórnir, samkvæmt könnun Gallubs. Miðjan verði hryggjarstykkið í nýrri ríkisstjórn „Þegar ég horfi á þetta liggur ljóst fyrir að það yrði ekki hægt að mynda góða stjórn án Viðreisnar. Þannig að það sé sagt,“ segir formaður Viðreisnar. Ef síðustu sjö ár væru skoðuð hafi jaðrarnir í íslenskum stjórnmálum ráðið mjög miklu. „Við sjáum öll að það er ekki rosalega mikið að gerast hjá þessari ríkisstjórn. Ég held að það skipti miklu máli að hugsa þetta þannig að hryggjarstykkið í næstu ríkisstjórn verði helst myndað út frá miðjunni. Ekki út frá jöðrunum. Það er mín skoðun,“ segir Þorgerður Katrín. Það megi vel vera að ríkisstjórnin sem mynduð var 2017, fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hafi verið nauðsynleg. „En núna síðustu þrjú árin hefur þetta verið alveg galið og ekki í þágu þjóðarinnar að hafa hana starfandi.“ Þessi stjórn væri ekki á vetur setjandi. Kannanir væru aftur á móti eitt og niðurstöður kosninga annað. Lærdómur síðustu ára á að vera sá að jaðrarnir verði ekki látnir ráða við myndun næstu ríkisstjórnar, að mati Þorgerðar Katrínar.Vísir/Vilhelm „Við í Viðreisn höfum alltaf gengið óbundin til kosninga. En ég undirstrika að lærdómur síðustu ára er að við eigum ekki að láta jaðrana ráða. Þá fer allt í kyrrstöðu. Heldur viljum við helst að miðjan verði hryggjarstykkið. Það er hægt að fara frá miðju til hægri og frá miðju til vinstri. Við teljum okkur vera frjálslyndu miðjuna. Ég vil sjá frjálslynd viðhorf verða miklu, miklu ríkari núna en þau eru við ríkisstjórnarborðið í dag,“ segir Þorgerður Katrín. Þetta verði eitt af hlutverkum Viðreisnar í kosningabaráttunni og að henni lokinni. „Það er heldur enginn annar flokkur sem mun draga frjálslynd viðhorf fram við ríkisstjórnarborðið. Líka varðandi mikilvæg alþjóðleg samskipti, varðandi Evrópusambandið eða önnur samskipti. Það er mjög mikilvægt að við verðum með ákveðna utanríkispólitíska sýn, ekki bara varðandi Evrópusambandið heldur einnig í öryggis- og varnarmálum.“ Hún segist ekki vilja orðað það þannig að eftilvill tækist Viðreisn og Samfylkingu sameignlega að beygja Sjálfstæðisflokkinn til viðræðna við Evrópusambandið færu flokkarnir saman í ríkisstjórn. „Mér leiðist svona orð. Fyrrgefðu, ég vona að þú verðir ekki fúll út í mig. Mér leiðist að tala um að beygja einhvern. Það sem skiptir máli er að þeir flokkar sem starfa í ríkisstjórn vinni saman. Ég hvet þá sem eru að lesa eða horfa til að lesa stjórnarsáttmálann frá árinu 2016 (sáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar). Frjálslyndu ríkisstjórninni sem við vorum í með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Þetta skiptir máli þegar þú talar við Sjálfstæðisflokkinn því þá sýndi hann dálítið á spilinn og var tilbúinn til að opna á evrópumál,“ segir Þorgerður Katrín. Sá pakki hefði þá verið afgreiddur fyrir fjórum árum í gegnum Alþingi. Samtalið skipti því alltaf máli. Viðreisn er frjálslynda hægrið „Lykilatriðið er að við í Viðreisn erum eini flokkurinn sem tryggir að þessi mál verði rædd þegar ríkisstjórn er mynduð. Það eru ekki aðrir flokkar sem vilja ræða þau.“ Síðast liðinn vetur hafi verið rætt um samkeppni og fákeppni. Samkeppni og frelsi skipti viðreisn miklu máli. „Því ef það er ekki þannig ríkir fákeppni og sérhagsmunagæsla. Við urðum heldur betur vitni að því fyrr í vetur (varðandi sláturafurðastöðvar). Við viljum ekki fara þangað. Við viljum fara áfram og upp á við. Ekki fara til baka eins og margir flokkar vilja.“ Þegar hún metur stöðu flokka í dag, þar sem hægrisinnuð öfl virðast sundruð, segir hún íhaldsvinkilinn á hægrinu sundraðan. „Frjálslynda hægrið er þar sem við erum í Viðreisn. Það er ekki sýnilegt innan Sjálfstæðisflokksins í dag. Því miður. Frjálslynda hægrið, frjálslynda miðjan, er alveg skýr og þar er Viðreisn og valkosturinn. Svo eigum við eftir að sjá mikið breytast,“ segir formaður Viðreisnar. Vinstri armur stjórnmálanna eigi eftir að skerpa sig og það eigi eftir að verða átök. „Það sem aðgreinir okkur frá vinstriflokkunum er eins og ég sagði í upphafi, er að við trúum á frelsið og að treysta einstaklingnum meira án þess að það gangi á samfélagslegt net okkar. Það er ekki þessi ráðskonurass undir okkur í Viðreisn. Við viljum einfaldlega halda áfram og treysta fólki og erum með ákveðna sýn sem við bjóðum fólki upp á.“ Viðreisn væri til í kosningar og stefndi að því að birta framboðslista sem fyrst. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Tengdar fréttir Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. 3. október 2024 16:39 Kona tveggja flokka í Samtalinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár. 3. október 2024 10:42 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Viðreisn tapaði að vísu fylgi frá fyrstu kosningum flokksins tæpu ári áður en kom engu að síður fólki á þing. Eftir skipsbrot ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar með stjórnarþátttöku Viðreisnar og klaufalega tungubrjóta Benedikts formanns í viðkvæmum málum rétt fyrir kosningar 2017 var alls ekki gefið að Viðreisn myndi lifa af í öðrum kosningum. Nú hefur Viðreisn brýnt hnífana á haustþingi flokksins um síðustu helgi til nýrra kosninga og Þorgerður Katrín er komin í sóknarhug. „Það skiptir máli núna eftir að hafa horft á þessa ríkisstjórn í sjö ár að við taki almenn skynsemi, réttlæti og efnahagslegur sjálfsagi,“ segir formaðurinn sem tók sér tíma frá flakki um landið í kjördæmaviku þingmanna til að mæta í Samtalið. Hún lofar frjálslyndri pólitík innanlands og í alþjóðasamskiptum setjist Viðreisn við ríkisstjórnarborðið. Báknið hafi þanist út og sú þensla hafi byrjað löngu fyrir covid faraldurinn. Ríkisstjórnin geti ekki falið sig á bakvið faraldurinn í þeim efnum. „Ef þetta heldur áfram, að þenja út ríkissjóð, þenja út báknið, mun ríkissjóður verða ósjálfbær.“ Það væri sárt að horfa upp á að ríkið hafi ekki haldið að sér höndum á miklum uppgangstímum. „Þau eru að skila ríkissjóði samfellt í halla til tíu ára. Það er glatað fyrir framtíðina,“ segir Þorgerður Katrín. Vonarstjarna sem gafst upp á Sjáfstæðisflokknum Eftir sjö ára tímabil núverandi ríkisstjórnar þarf skynsemin, réttlætið og efnahagslegur sjálfsagi að taka við að mati Þorgerðar Katrínar.Vísir/Vilhelm Hún þekkir vel til innviða í Sjálfstæðisflokknum þar sem hún var vonarstjarna strax á fyrstu árum hennar í landsmálapólitík og varaformaður um fimm ára skeið. Hún var fyrst kjörin á þing árið 1999 og var menntamálaráðherra þegar bankarnir hrundu og tóku allt efnahagslífið með sér. Þegar kom að kosningum 2013 ákvað hún hins vegar að láta gott heita og bauð sig ekki fram til endurkjörs. Þorgerður Katrín segist ekki endilega hafa verið búin að fá nóg af pólitíkinni. „Þegar ég hætti á sínum tíma gerði ég aldrei ráð fyrir að fara aftur í pólitík. En ég held ég hafi haft gott af því, ég varð að gera það. Stoppa og líta svolítið í eigin barm,“ segir hún. Reynsla væri oft vanmetin en stundum þurfi fólk að þora að horfast í augu við það sem það standi fyrir. „Ef ég færi aftur þyrfti ég að fara í gegnum ákveðin svipugöng. Yrði að standa algerlega með þeim hugshjónum og þeirri sannfæringu sem ég hef,“ segir formaðurinn þegar hún lítur átta ár aftur í tímann. Afstaða hennar í evrópumálum fór ekki framhjá neinum þegar hún ein fyrrverandi ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sat hjá við atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir. „Ég var ekki ástmögur allra, eigum við ekki að segja það þannig,“ segir hún um hug margra samflokksmanna hennar á þessum tíma. „Þetta fannst mér erfitt, því ég lagði til ásamt Bjarna (Benediktssyni) formanni og núverandi forsætisráðherra, að fara í tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu." Það hefði þýtt að þjóðin yrði fyrst spurð hvort hún vildi að farið yrði í viðræðurnar og ef hún samþykkti það hæfust viðræður. Að þeim loknum yrði niðurstaða viðræðna lögð fyrir þjóðina í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu til samþykkis eða synjunar. „Spyrja þjóðina hvort við ættum ekki að fara í þessa vegferð. Þetta er risamál fyrir þjóðina. Á þeim tíma hefði hún alveg örugglega verið samþykk. Það hefði verið svo miklu meira veganesti. Svo miklu meira hald fyrir stjórnmálin, þvert á flokka, að vita hver skilaboð þjóðarinnar væru í þessu mikilvæga máli. Því þetta er risahagsmunamál fyrir okkur öll,“ segir Þorgerður Katrín. Svikin loforð í evrópumálum Strax árið 2013 hafi evrópusinnar og þeir sem væru frjálslyndis meginn í Sjálfstæðisflokknum ítrekað fundið fyrir því að ekki ætti að standa við það sem sagt hefði verið í gegnum tíðina. Flokkurinn skiptist dálítið milli viðhorfa. Ekki mætti gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi orðið til á sínum tíma við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslyndaflokksins. „Það var samþykkt á landsfundi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Það var ekki efnt,“ segir Þorgerður Katrín. Það hafi verið hluti af hennar uppgjöri við Sjálfstæðisflokkinn, að ef hún færi aftur í stjórnmálin myndi hún standa fast með frelsinu og frjálslyndinu. „Ekki bara varðandi Evrópusambandið því Evrópusambandið er ekki markmiðið, heldur bætt lífskjör okkar Íslendinga. Meiri samkeppnishæfni og frjálslyndi sem okkur fannst vanta svo sárlega á sínum tíma í flokkinn. Það er það sem Viðreisn kom með og er inngreypt í flokkinn. Við erum ekki að skipta okkur af öllu sem fólk er að gera. Heldur frelsi með ábyrgð. Svo lengi sem þú treður ekki á náunganum; þá ertu svolítið ábyrgur fyrir sjálfum þér,“ segir formaðurinn. Það fylgi frjálslyndinu að vera óhrædd að tala um fjölbreytileikann. Fólki komi ekki við með hverjum aðrir fari með upp í rúm eða hvernig fólk skilgreini sig. „Höfum faðminn opinn í sterku og fjölbreyttu samfélagi. Viðreisn er með þessa víðu skýrskotun.“ „Það eru kannski tvær setningar sem mér finnst lýsa Viðreisn frá upphafi og stofnun flokksins. Viðreisn snýst í rauninni bara um eitt mál; það eru almannahagsmunir framar sérhagsmunum. Það er risamál. Síðan er hitt, að við höfum sagt hægri hagstjórn, vinstri velferð. Í dag erum við að upplifa hvorugt. Það er kyrrstaða,“ segir Þorgerður Katrín. Allir verða að læra af mistökum sínum Þegar hún horfir til fyrri tíma allt fram að hruni vilji hún trúa að allir hafi viljað gera vel. „En svo fór sem fór og allir verða að læra af mistökunum. Það er það sem mér finnst svo mikilvægt fyrir mig sem manneskju. Af hverju er ég í pólitík? Af því að ég brenn fyrir ákveðnum hlutum. Trúi að ég hafi kraft; keppnisskap svo sannarlega eins og þú vísaðir til, til að gera ákveðna hluti sem hægt er að gera betur í íslensku samfélagi. Er allt ónýtt í íslensku samfélagi, nei síður en svo,“ segir Þorgerður Katrín. Hún horfi á málin allt frá persónulegri reynslu til samfélagsins í heild. Þorgerður Katrín segist horfa á verkefnin allt frá þrengstu málum fjölskyldunnar til almennrar stöðu samfélagsins.Vísir/Vilhelm „Allt frá fjölskyldu sem er með fatlaðan einstakling yfir í að tilheyra samlokukynslóðinni sem við vitum hver er. Að vera með aldraða einstaklinga, aldraða móður núna, sem þarf mikla umhyggju. Við erum með marga bolta á lofti og eigum að geta gert betur sem samfélag þegar kemur að hópum sem þurfa á meiri stuðningi að halda, hvort sem þeir eru ungir eða aldraðir.“ Þegar hún horfi á móðir sína í dag fái hún samviskubit yfir að móðir hennar fái ekki að halda nægjanlegri reisn miðað við hennar lífshlaup og starf. „Það er mér dýrmætt að geta skilað henni einhverju af því sem hún gerði fyrir mig. Hún og pabbi héldu auðvitað endalaust utan um okkur systurnar,“ segir Þorgerður Katrín. „Hægri hagstjórn, vinstri velferð,“ það virðist mjög margt líkt með grunnstefnu Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Hver er þá munurinn á Viðreisn og Samfylkingunni? „Hann er náttúrlega mikill í dag. Við erum ekki búin að setja okkar hugsjónir og stefnu ofan í skúffu. Ég bara virði það að þau vilja ekki tala um evruna og Evrópusambandið og við erum að sjá ákveðna tilhneigingu í sjávarútvegs- og auðlindamálum. Gott og vel,“ segir formaður Viðreisnar. Hún væri ekki mætt í Samtalið til að tala um aðra flokka. Viðreisn líkari norrænum hægriflokkum en krötum „Ég myndi segja að við værum miklu líkari Moderaterne í Danmörku sem Lars Løkke stýrir. Gæti líka sagt Högre í Noregi sem er með mjög svipaða stefnu og við í efnahagsmálum og sterka stefnu í velferðarmálum. Það sem Högre hefur fram yfir hægriflokkana hér heima er að þau eru með aðild að Evrópusambandinu á dagskrá. Þau vilja setja það á dagskrá.” Samfylkingin bjóði upp á gamalt vín á nýjum belgjum með ófjármögnuð loforð. Hún virði hins vegar stefnu Samfylkingarinnar eins og annarra flokka. „Ég er að tala um hvert Viðreisn vill fara með íslenskt samfélag. Þess vegna erum við að setja gjaldmiðilsmálin á dagskrá. Þess vegna erum við að segja; það á ekki að vera lögmál, þótt vextir séu blessunarlega byrjaðir að lækka hér á Íslandi, að þeir séu alltaf þrisvar sinnum hærri en í öðrum löndum. Við erum alltaf með meiri og þrálátari verðbólgu hér en annars staðar.“ Núverandi verðbólgutímabil hafi staðið yfir miklu lengur hér en annars staðar. Það væri helst í Rússlandi og öðrum löndum sem Íslendingar vildu ekki bera sig saman við sem verðbólgan væri þrálátari. Þetta væri það sem samtöl hennar við fólk um allt land að undanförnu hafi meira og minna snúist um. Stjórnvöld þurfa að hagræða eins og heimilin „Hvort sem er fyrir norðan eða austan eða heima í Hafnarfirði er ég að tala við fólk sem ýmist sjálft horfir fram á að afborganirnar hafa hækað úr 200 þúsundum í 400 þúsund, eða börnin þeirra sem hafa ekki tækifæri. Við erum að segja; jöfn tækifæri verða ekki í íslensku samfélagi á meðan við erum með þennan gallaða gjaldmiðil sem krónan er. Þess vegna finnst mér skrýtið að þeir sem vilja jafnrétti eða tala um jöfn tækifæri, hvort sem það eru vinstriflokkar frá Samfylkingu til vinstri, eða Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur, vilji halda í krónuna,” segir formaður Viðreisnar. Það væri hvorki hægt að tala um jöfnuð eða jafnrétti á meðan krónan væri gjaldmiðillinn. Óverðtryggða krónan bitnaði bara á venjulegu fólki. Millitekjufólki. Þorgerður Katrín segir heimilin hafa rétt á að njóta sömu kjara og 250 fyrirtæki sem hafi yfirgefið krónuna og geri upp allt sitt í evrum.Vísir/Vilhelm „Við vitum líka að 250 fyrirtæki, útflutningsfyrirtæki, eru að gera upp utan íslensku krónunnar. Við viljum einfaldlega leiðrétta þetta misrétti. Við viljum ekki missa fólk úr landi. Ég er að sjá fullt af ungu fólki flytja til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar af því það sér ekki möguleika á að koma undir sig fótunum, þaki yfir höfuðið eða grundvöll hér eins og staðan er núna. Það er sárt og því er hægt að breyta,” segir Þorgerður Katrín. Hún hefði viljað sjá ríkisstjórnina vera miklu aðhaldssamari á síðustu misserum í ríkisfjármálum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tala hins vegar um að ríkisstjórnin hafi hægt á útgjaldavexti ríkissjóðs miðað við vöxt hagkerfisins og mismunurinn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir. Hvar á að stöðva þensluna og báknið? „Ef þú tekur bara þessa setningu, nú á að hægja á. Ég er búin að heyra þetta suð síðustu þrjú, fjögur árin. Nú þurfi að hægja á og forgangsraða. Það hefur ekki verið forgangsraðað í ríkisfjármálum. Talandi um fjölskyldurnar hérna úti. Þær sitja einmitt allar við eldhúsborðið og forgangsraða heimilisbókhaldinu. Þær eru ekki að fara að gera nákvæmlega það sama og þær gátu gert fyrir nokkrum árum. Þær þurfa að þrengja beltið. Það er það sama og ríkissjóður þarf að gera.” Hugsa þurfi um hverja einustu krónu og selja ríkiseignir eins og bankana. Þar greini Viðreisn eftilvill á við vinstriflokkana. Fyrir eignarhlut ríkisins í bönkunum megi fá 300 milljarða. Söluandvirði ríkiseigna fari til greiðslu skulda „Sem fari ekki í rekstur heldur í að greiða niður skuldir. Til að spara vaxtagjöldin sem við erum með. Við erum með ein mestu vaxtagjöld innan OECD ríkjanna, 117 milljarða á næsta ári í vaxtagjöld. Auðvitað viljum við að þessir peningar fari í eitthvað annað eins og að efla löggæsluna, í innviði og svo framvegis. Ekki bara í að greiða vexti, því þetta er pólitísk ákvörðun,” segir Þorgerður Katrín. Auk eignarhlutar ríkisins í bönkunum megi selja ýmsar jarðir. „Þá fæ ég alltaf; þið í Viðreisn viljið selja Landsvirkjun. Nei, þannig að ég ítreki, það er ekki á dagskrá. Við getum selt ýmislegt annað bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar. Þannig að við þurfum að taka þessi skref. En á meðan þessi ríkisstjórn er við völd, verða þessi nauðsynlegu skref ekki tekin.“ Sumir segja að viðræðunum um aðildina að Evrópusambandinu hafi aðeins verið frestað og því hægt að halda þeim áfram. Þorgerður Katrín segir Viðreisn hins vegar vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi viðræðunum áfram. Ýmis sérhagsmunaaðilar væru með alls kyns fullyrðingar um hvað komi út úr viðræðum við Evrópusambandið. Rifist um óskrifaða bók Þorgerður Katrín segir ýmsa sérhagsmunahópa fullyrða eitt og annað um niðurstöðu viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Þar væru menn að rífast um óskrifaða bók.Vísir/Vilhelm „Við erum alltaf að rífast um bók sem aldrei hefur verið skrifuð. Fáum hana á hreint. Leyfum þjóðinni að ákveða.“ Í Bretlandi hafi verið farið á svig við vilja 70 prósent ungra kjósenda, 25 ára og yngri, sem hafi viljað vera áfram í sambandinu. „Við höfum engan rétt á að taka burt þetta val og valfrelsi unga fólksins til að ákvarða um eigin framtíð. Mér finnst við skulda unga fólkinu okkar ekki hvað síst, að fá þetta tækifæri.“ Með því að fara í atkvæðagreiðslu um viðræður og sjá hvað bjóðist í þeim. Enginn ætti að vera hræddur við slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. „Helst af öllu myndi ég vilja að við gerðum þetta fyrir næstu kosningar því þetta mun skipta miklu máli fyrir næstu ríkisstjórn. Í hvaða umhverfi hún vinnur. Ég er kannski pínu Pollíana þar. En þetta er hjartans mál fyrir okkur, að þjóðin fái að velja. Ekki hvað síst unga fólkið, að það fái að velja hver þeirra framtíð á að vera.“ Það eru miklir óvissutímar í íslensku stjórnmálum. Fylgi stjórnarflokkana hefur hríðfallið en á sama tíma aukist hjá Samfylkingunni og nú upp á síðkastið aukist mikið hjá Miðflokknum samkvæmt könnunum. Svandís Svavarsdóttir sem væntanlega verður næsti formaður Vinstri grænna vill að kosið verði næsta vor, þótt kjörtímabilinu ljúki ekki formlega fyrr en í september á næsta ári. Sumir aðrir vilja kjósa sem fyrst. Prósentur vaxta, verðbólgu og fylgis flokka Miðflokkurinn er kominn töluvert fram úr Sjálfstæðisflokkum í fylgi og mælist með 17 prósent. Í dag nýtur Sjálfstæðisflokkurinn aðeins 13-14 prósenta fylgis og Viðreisn 10-11 prósenta og ekki er marktækur munur á fylgi flokkanna samkvæmt síðustu könnun Maskínu. Það hefðu einhvern tíma þótt tíðindi. Verðbólgan er hins vegar á niðurleið og Seðlabankinn er byrjaður að lækka vexti þannig að landið fer kannski að rísa hjá stjórnarflokkunum. Þú myndir kannski vilja kjósa strax? „Það sem skiptir máli hjá Viðreisn er að landið fari að rísa hjá þjóðinni. Það skiptir meginmáli. Það var mjög mikilvægt skref stigið með lækkun vaxta upp á 0,25 punkta. En við erum enn með níu present. Við erum enn með hækkandi raunvexti og það eru þeir sem bíta á íslensk heimili. Ég vona innilega að vaxtalækkunarferlið sé hafið.“ Venjuleg íslensk heimili geti ekki búið við þetta ástand. „Við erum með hæstu vexti ríkja í norður Evrópu og samt ekki að fá það sem við viljum út úr sköttunum okkar,“ segir formaður Viðreisnar. Það mæði ekki hvað síst á millistéttinni sem væri „rosalega skattpýnd.“ „Eitt af því sem ég heyrði á ferðum mínum um landið (í kjördæmaviku) er; þið eruð alltaf að spá í prósentufylgi flokkanna. Prósenturnar sem skipta okkur máli eru vaxtaprósenturnar og verðbólgan. Ég fagna því ef við erum að fara að ná tökum á þessu. En þetta er búið að taka rosalega langan tíma, lengri tíma en annars staðar.“ Ríkisstjórin skilur Seðlabankann eftir á svellinu Þegar Seðlabankinn lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig á miðvikudag höfðu þeir verið fastir í 9,25 prósentum í þrettán mánuði. Þorgerður Katrín segir það skrifast á hagstjórnarmistök ríkisstjórnarinnar. „Mér finnst ríkisstjórnin hafa skilið Seðlabankann mikið eftir einan úti á svellinu. Það skiptir máli hvernig ríkissjóði er stjórnað og honum hefur ekki verið sérstaklega vel stjórnað síðustu misserin,“ segir hún. Ef könnun Gallubs sem birtist í vikunni sem er að líða er skoðuð, en þar var þingmannafjöldi flokkanna einnig reiknaður, kemur ýmislegt merkilegt í ljós. Í fyrsta skipti í háa herrans tíð er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn, sem í fljótu bragði að minnsta kosti, verður þó að teljast ólíklegt stjórnarmynstur. Samfylkingin með 19 þingmenn og Miðflokkurinn með 13 þingmenn gætu myndað saman ríkisstjórn með lágmarks 32 manna meirihluta á Alþingi. Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn án Samfylkingarinnar. Sú sterkasta í þingmönnum talið yrði þriggja flokka stjórn hennar með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki. Aðrir möguleikar væru fjögurra flokka stjórnir, samkvæmt könnun Gallubs. Miðjan verði hryggjarstykkið í nýrri ríkisstjórn „Þegar ég horfi á þetta liggur ljóst fyrir að það yrði ekki hægt að mynda góða stjórn án Viðreisnar. Þannig að það sé sagt,“ segir formaður Viðreisnar. Ef síðustu sjö ár væru skoðuð hafi jaðrarnir í íslenskum stjórnmálum ráðið mjög miklu. „Við sjáum öll að það er ekki rosalega mikið að gerast hjá þessari ríkisstjórn. Ég held að það skipti miklu máli að hugsa þetta þannig að hryggjarstykkið í næstu ríkisstjórn verði helst myndað út frá miðjunni. Ekki út frá jöðrunum. Það er mín skoðun,“ segir Þorgerður Katrín. Það megi vel vera að ríkisstjórnin sem mynduð var 2017, fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hafi verið nauðsynleg. „En núna síðustu þrjú árin hefur þetta verið alveg galið og ekki í þágu þjóðarinnar að hafa hana starfandi.“ Þessi stjórn væri ekki á vetur setjandi. Kannanir væru aftur á móti eitt og niðurstöður kosninga annað. Lærdómur síðustu ára á að vera sá að jaðrarnir verði ekki látnir ráða við myndun næstu ríkisstjórnar, að mati Þorgerðar Katrínar.Vísir/Vilhelm „Við í Viðreisn höfum alltaf gengið óbundin til kosninga. En ég undirstrika að lærdómur síðustu ára er að við eigum ekki að láta jaðrana ráða. Þá fer allt í kyrrstöðu. Heldur viljum við helst að miðjan verði hryggjarstykkið. Það er hægt að fara frá miðju til hægri og frá miðju til vinstri. Við teljum okkur vera frjálslyndu miðjuna. Ég vil sjá frjálslynd viðhorf verða miklu, miklu ríkari núna en þau eru við ríkisstjórnarborðið í dag,“ segir Þorgerður Katrín. Þetta verði eitt af hlutverkum Viðreisnar í kosningabaráttunni og að henni lokinni. „Það er heldur enginn annar flokkur sem mun draga frjálslynd viðhorf fram við ríkisstjórnarborðið. Líka varðandi mikilvæg alþjóðleg samskipti, varðandi Evrópusambandið eða önnur samskipti. Það er mjög mikilvægt að við verðum með ákveðna utanríkispólitíska sýn, ekki bara varðandi Evrópusambandið heldur einnig í öryggis- og varnarmálum.“ Hún segist ekki vilja orðað það þannig að eftilvill tækist Viðreisn og Samfylkingu sameignlega að beygja Sjálfstæðisflokkinn til viðræðna við Evrópusambandið færu flokkarnir saman í ríkisstjórn. „Mér leiðist svona orð. Fyrrgefðu, ég vona að þú verðir ekki fúll út í mig. Mér leiðist að tala um að beygja einhvern. Það sem skiptir máli er að þeir flokkar sem starfa í ríkisstjórn vinni saman. Ég hvet þá sem eru að lesa eða horfa til að lesa stjórnarsáttmálann frá árinu 2016 (sáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar). Frjálslyndu ríkisstjórninni sem við vorum í með Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Þetta skiptir máli þegar þú talar við Sjálfstæðisflokkinn því þá sýndi hann dálítið á spilinn og var tilbúinn til að opna á evrópumál,“ segir Þorgerður Katrín. Sá pakki hefði þá verið afgreiddur fyrir fjórum árum í gegnum Alþingi. Samtalið skipti því alltaf máli. Viðreisn er frjálslynda hægrið „Lykilatriðið er að við í Viðreisn erum eini flokkurinn sem tryggir að þessi mál verði rædd þegar ríkisstjórn er mynduð. Það eru ekki aðrir flokkar sem vilja ræða þau.“ Síðast liðinn vetur hafi verið rætt um samkeppni og fákeppni. Samkeppni og frelsi skipti viðreisn miklu máli. „Því ef það er ekki þannig ríkir fákeppni og sérhagsmunagæsla. Við urðum heldur betur vitni að því fyrr í vetur (varðandi sláturafurðastöðvar). Við viljum ekki fara þangað. Við viljum fara áfram og upp á við. Ekki fara til baka eins og margir flokkar vilja.“ Þegar hún metur stöðu flokka í dag, þar sem hægrisinnuð öfl virðast sundruð, segir hún íhaldsvinkilinn á hægrinu sundraðan. „Frjálslynda hægrið er þar sem við erum í Viðreisn. Það er ekki sýnilegt innan Sjálfstæðisflokksins í dag. Því miður. Frjálslynda hægrið, frjálslynda miðjan, er alveg skýr og þar er Viðreisn og valkosturinn. Svo eigum við eftir að sjá mikið breytast,“ segir formaður Viðreisnar. Vinstri armur stjórnmálanna eigi eftir að skerpa sig og það eigi eftir að verða átök. „Það sem aðgreinir okkur frá vinstriflokkunum er eins og ég sagði í upphafi, er að við trúum á frelsið og að treysta einstaklingnum meira án þess að það gangi á samfélagslegt net okkar. Það er ekki þessi ráðskonurass undir okkur í Viðreisn. Við viljum einfaldlega halda áfram og treysta fólki og erum með ákveðna sýn sem við bjóðum fólki upp á.“ Viðreisn væri til í kosningar og stefndi að því að birta framboðslista sem fyrst.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Viðreisn Tengdar fréttir Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. 3. október 2024 16:39 Kona tveggja flokka í Samtalinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár. 3. október 2024 10:42 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Sjá meira
Segir nákvæmlega ekkert að óttast við atkvæðagreiðsluna Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi. 3. október 2024 16:39
Kona tveggja flokka í Samtalinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár. 3. október 2024 10:42
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00
Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. 19. september 2024 15:51