Heimir með O'Shea í að lokka Delap Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 15:47 Liam Delap fagnar marki gegn Aston Villa. Getty/Julian Finney Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta. Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02
Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34