Heimir með O'Shea í að lokka Delap Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 15:47 Liam Delap fagnar marki gegn Aston Villa. Getty/Julian Finney Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta. Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Liam Delap er 21 árs gamall Englendingur og hefur leikið fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, nú síðast U21-landsliðinu í september. Hann er sonur innkastasérfræðingsins Rory Delap sem á sínum tíma lék ellefu leiki fyrir A-landslið Írlands, og hefði því getað valið að spila fyrir Írland í stað Englands. Írar hafa verið í sambandi við kappann. Með því að spila fyrir U21-landslið Englands í síðasta mánuði, orðinn 21 árs, lokaði Delap hins vegar á að spila fyrir annað landslið, samkvæmt reglum FIFA, en allt útlit er fyrir að reglunum verði breytt á næstunni þannig að Delap verði kleift að spila fyrir Írland. Það á nefnilega að hækka lágmarksaldur þannig að menn megi að hámarki hafa spilað þrjá landsleiki, þar af einn mótsleik, eftir 22 ára aldur (í stað 21), og samkvæmt nýju reglunum munu U-landsleikir ekki teljast með. „Hann veit að við höfum áhuga“ Heimir var spurður út í Delap og segir að dyrnar standi opnar fyrir hann. Best sé að O‘Shea sé í sambandi við hann en aðstoðarlandsliðsþjálfarinn spilaði á sínum tíma með Rory Delap í landsliðinu. „Ég veit bara hvaða hæfileika hann [Liam Delap] hefur. Á endanum er þetta alltaf ákvörðun hvers leikmanns. Hann veit að við höfum áhuga. Við töluðum um það fyrir síðasta landsliðsverkefni,“ sagði Heimir. „John [O‘Shea] er búinn að vera í sambandi við hann áður. Hann er betur tengdur leikmanninum en ég og það er engin ástæða til þess að það séu 3-4 menn í sama verkefninu,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Tengdar fréttir Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02 Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. 4. október 2024 10:02
Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. 3. október 2024 13:34