Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 13:13 Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir katarska liðið Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira
Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Sjá meira