Vaxtahækkun bankanna vó þungt í ákvörðun Ásgeirs Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 10:54 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir að ákvörðun viðskiptabankanna um að hækka verðtryggða útlánavexti hafi vegið þungt í ákvörðun hans um lækkun stýrivaxta. Peningastefnunefnd leit hins vegar alfarið fram hjá áhrifum gjaldfrjálsra skólamáltíða á verðbólguna. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Safnahúsinu í morgun þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, gerðu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar. Peningastefnunefnd ákvað að loknum fundum sínum síðustu tvo daga að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, eftir að vextir höfðu staðið í stað í rúmt ár. Allt bendi í sömu átt Á fundinum voru þau Ásgeir og Rannveig meðal annars spurð hvort þau hefðu áhyggjur af því að verið væri að hleypa eftirspurn of hratt af stað á sama tíma og mæld verðbólga minnkar helst vegna áhrifa tilfærslna frá hinu opinbera til heimilanna. Ásgeir segir rétt að sú opinbera tilfærsla sem átti sér stað með gerð kjarasamninganna síðastliðið vor hafi ýtt undir neyslu. Hins vegar hafi einskiptisliðir vegna þeirra ekki verið það sem rak áfram ákvörðun peningastefnunefndar. „Heldur eru í rauninni allir mælikvarðar farnir að benda nokkurn veginn í sömu átt. Það virðist vera að eftispurnin sé á leiðinni niður, það virðist líka vera að vinnumarkaðseftirspurnin sé á leiðinni niður. Það er helst byggingageirinn sem kallar eftir fólki eins og staðan er núna. Verðbólga er að minnka á flesta mælikvarða. Svo það sé alveg skýrt, nefndin fremur lítur fram hjá þessum einskiptisliðum varðandi verðbólguna.“ Nefndin sátt með aðhaldsstigið Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalli á varkárni. Áfram þurfi því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Hvað þetta varðar sagði Ásgeir á fundinum að nefndin sé ánægð með núverandi aðhaldsstig og telji það nægilegt til að ná verðbólgumarkmiði innan ásættanlegs tíma. „Þetta eru 25 punktar. Það er verið að fara af stað af varkárni í þetta ferli. Ef hlutirnir fara á móti okkur þá náttúrulega mun ferlið stöðvast. Stýrivextir eru núna níu prósent, sem eru mjög háir stýrivextir. Það er verið að feta sig áfram.“ Vildu prófa þetta og sjá hvað gerist Rannveig sagði á fundinum að það væri ekki mikið sem hefði breyst á milli vaxtaákvarðana og engar sterkar vísbendingar væru um að undirliggjandi verðbólga hefði hjaðnað. Þjóðhagsreikningar sem sést hafi séu á svipuðu róli og nefndin hefði spáð. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Mismunandi væri hvað hver og einn nefndarmaður horfi í þegar kemur að vaxtaákvörðunum og hvað skiptir hann máli. „Ýmsir þættir sem eru þá að skipta máli fyrir hverni og einn. Hafa breyst og tekið það stór stökk að við vildum taka þetta skref, prófa þetta og sjá hvað gerist. Umræðan um lítil eða stór skref hún hefur, eins og ég sagði á síðasta fundi, eiginlega ekki verið inni í nefndinni.“ Ákvörðun bankanna hafði áhrif á Ásgeir Ásgeir greip þennan bolta á lofti og útskýrði hvað það hefði verið sem hann leit helst til við ákvarðanatökuna. „Fyrir mig hefur hækkun verðtryggðra útlánavaxta mikla þýðingu. Vegna þess að stór hluti af verðbólgunni sem nú er til staðar er vegna hækkunar á fasteignaverði. Það að það skuli koma svona mjög öflug leiðni í verðtryggð útlán náttúrulegar leiðir til að það hlýtur að hafa töluverð áhrif á fasteignamarkaðinn. Þannig að við erum að sjá sterkari leiðni í þann þátt sem er að valda mestri verðbólgu, sem er fasteignamarkaðurinn.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16 Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Þegar hveitið er dýrara en brauðið Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. 13. september 2024 15:00 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Safnahúsinu í morgun þar sem Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns, gerðu grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar. Peningastefnunefnd ákvað að loknum fundum sínum síðustu tvo daga að lækka stýrivexti um 0,25 prósentustig, eftir að vextir höfðu staðið í stað í rúmt ár. Allt bendi í sömu átt Á fundinum voru þau Ásgeir og Rannveig meðal annars spurð hvort þau hefðu áhyggjur af því að verið væri að hleypa eftirspurn of hratt af stað á sama tíma og mæld verðbólga minnkar helst vegna áhrifa tilfærslna frá hinu opinbera til heimilanna. Ásgeir segir rétt að sú opinbera tilfærsla sem átti sér stað með gerð kjarasamninganna síðastliðið vor hafi ýtt undir neyslu. Hins vegar hafi einskiptisliðir vegna þeirra ekki verið það sem rak áfram ákvörðun peningastefnunefndar. „Heldur eru í rauninni allir mælikvarðar farnir að benda nokkurn veginn í sömu átt. Það virðist vera að eftispurnin sé á leiðinni niður, það virðist líka vera að vinnumarkaðseftirspurnin sé á leiðinni niður. Það er helst byggingageirinn sem kallar eftir fólki eins og staðan er núna. Verðbólga er að minnka á flesta mælikvarða. Svo það sé alveg skýrt, nefndin fremur lítur fram hjá þessum einskiptisliðum varðandi verðbólguna.“ Nefndin sátt með aðhaldsstigið Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kalli á varkárni. Áfram þurfi því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma. Hvað þetta varðar sagði Ásgeir á fundinum að nefndin sé ánægð með núverandi aðhaldsstig og telji það nægilegt til að ná verðbólgumarkmiði innan ásættanlegs tíma. „Þetta eru 25 punktar. Það er verið að fara af stað af varkárni í þetta ferli. Ef hlutirnir fara á móti okkur þá náttúrulega mun ferlið stöðvast. Stýrivextir eru núna níu prósent, sem eru mjög háir stýrivextir. Það er verið að feta sig áfram.“ Vildu prófa þetta og sjá hvað gerist Rannveig sagði á fundinum að það væri ekki mikið sem hefði breyst á milli vaxtaákvarðana og engar sterkar vísbendingar væru um að undirliggjandi verðbólga hefði hjaðnað. Þjóðhagsreikningar sem sést hafi séu á svipuðu róli og nefndin hefði spáð. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og staðgengill formanns peningastefnunefndar.Vísir/Vilhelm Mismunandi væri hvað hver og einn nefndarmaður horfi í þegar kemur að vaxtaákvörðunum og hvað skiptir hann máli. „Ýmsir þættir sem eru þá að skipta máli fyrir hverni og einn. Hafa breyst og tekið það stór stökk að við vildum taka þetta skref, prófa þetta og sjá hvað gerist. Umræðan um lítil eða stór skref hún hefur, eins og ég sagði á síðasta fundi, eiginlega ekki verið inni í nefndinni.“ Ákvörðun bankanna hafði áhrif á Ásgeir Ásgeir greip þennan bolta á lofti og útskýrði hvað það hefði verið sem hann leit helst til við ákvarðanatökuna. „Fyrir mig hefur hækkun verðtryggðra útlánavaxta mikla þýðingu. Vegna þess að stór hluti af verðbólgunni sem nú er til staðar er vegna hækkunar á fasteignaverði. Það að það skuli koma svona mjög öflug leiðni í verðtryggð útlán náttúrulegar leiðir til að það hlýtur að hafa töluverð áhrif á fasteignamarkaðinn. Þannig að við erum að sjá sterkari leiðni í þann þátt sem er að valda mestri verðbólgu, sem er fasteignamarkaðurinn.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16 Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18 Þegar hveitið er dýrara en brauðið Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. 13. september 2024 15:00 Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. 1. október 2024 22:12
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21
Verðtryggð jafngreiðslulán aðeins í boði fyrir fyrstu kaupendur Landsbankinn hækkaði vexti verðtryggðra íbúðalána sinna um fjórðung úr prósenti í dag. Hækkunin er nokkru minni en hinna stóru bankanna. Héðan í frá býður bankinn aðeins fyrstu kaupendum upp á verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. 23. september 2024 09:16
Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Vextir á verðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka hækka um allt að hálft prósentustig í næstu viku. Hækkunin er aðeins minni en Arion banki tilkynnti um á miðvikudag og hefur sætt gagnrýni. 13. september 2024 18:18
Þegar hveitið er dýrara en brauðið Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. 13. september 2024 15:00
Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Bankastjóri Arion banka segir að þegar stýrivextir lækki ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækki verðtryggðir vextir. „Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána.“ 13. september 2024 15:21