Fótbolti

Sonur Sterlings leiddi Saka út á völlinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bukayo Saka leiðir Thiago Sterling inn á Emirates völlinn.
Bukayo Saka leiðir Thiago Sterling inn á Emirates völlinn.

Alþekkt er að börn leiði leikmenn inn á völlinn fyrir íþróttaleiki. Það er þó sjaldgæfara að þau séu tengd leikmönnum liðanna. En það gerðist í Meistaradeildarleik Arsenal og Paris Saint-Germain.

Bukayo Saka var fyrirliði Arsenal í leiknum á Emirates í gær. Hann leiddi sjö ára dreng inn á völlinn. Sá heitir Thiago og er sonur Raheems Sterling, leikmanns Arsenal.

Stundin var sannarlega stór fyrir Thiago sem sá líka Skytturnar vinna góðan 2-0 sigur á frönsku meisturunum. Saka skoraði seinna mark Arsenal.

Thiago fékk þó ekki að sjá pabba spila gegn PSG því hann sat allan tímann á varamannabekknum.

Sterling kom til Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans og hefur spilað fjóra leiki fyrir liðið og skorað eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×