Handbolti

Bjarki Már í úr­slit á kostnað Barcelona

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarki Már og hans menn voru öflugir gegn Evrópumeisturunum.
Bjarki Már og hans menn voru öflugir gegn Evrópumeisturunum. veszprém

Bjarki Már Elísson og félagar hans í ungverska liðinu Veszprem eru komnir í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í handbolta eftir sigur á Evrópumeisturum Barcelona í kvöld.

Mótið fer fram í Egyptalandi hvar liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik dagsins. Veszprem var með forystuna framan af fyrri hálfleik, yfirleitt um tveimur til þremur mörkum á undan en staðan í hálfleik var 15-13 fyrir þá ungversku.

Veszprem komst fjórum mörkum yfir snemma í síðari hálfleik en Börsungar sóttu í sig veðrið þegar leið á og slóu jafn og þétt á forskot þeirr ungversku. Allt stefndi í sigur Barcelona þegar staðan var 29-27 seint í leiknum en Veszprem skoraði síðustu tvö mörk leiksins, lokatölur 29-29, og framlenging tók við.

Veszprem skoraði fimm af fyrstu sex mörkum framlengingarinnar og sigur liðsins aldrei í hættu. Lokatölur 39-34 fyrir Veszprem sem mætir annað hvort Magdeburg, liði Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar, eða Al Ahly frá Egyptalandi í úrslitum mótsins.

Leikur þeirra liða hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×