Erlent

Fimm­tán látnir í nýjustu á­rásum Ísraelshers

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Myndin sýnir afleiðingar loftárása Ísraelshers í Beirút.
Myndin sýnir afleiðingar loftárása Ísraelshers í Beirút. EPA/WAEL HAMZEH

Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í árásum Ísraelshers í Líbanon í nótt. Herinn greindi frá því í yfirlýsingu á Telegram að gerðar hefðu verið tugir árása á skotmörk úr röðum Hezbollah, tveimur dögum eftir að leiðtogi samtakanna var ráðinn af dögunum í loftárás.

Fréttastofa BBC greinir frá. Í yfirlýsingu Ísraelshers kemur fram að á meðal skotmarka hafi verið byggingar þar sem vopnabúr samtakanna voru geymd. Jafnframt skaut herinn niður dróna sem nálgaðist landamæri Ísrael frá suðri.

Fjölmiðlar á svæðinu greina frá því að sex hafi látið lífið í suðurhluta Líbanon og níu meðlimir sýrlenskrar fjölskyldu í Bekaa-dalnum. Meðal látinna eru börn og móðir þeirra sem var frá Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×