Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2024 21:37 Dortmund kom til baka í kvöld. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi. Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira
Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Sjá meira