Fótbolti

Fót­bolta­ráð­stefna Norður­landa í Reykja­vík næsta vor

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Knattspyrnusamband Íslands kemur að viðburðinum.
Knattspyrnusamband Íslands kemur að viðburðinum. vísir/Hulda Margrét

Komandi vor mun Háskólinn í Reykjavík ásamt Knattspyrnusambandi Íslands standa fyrir Fótboltaráðstefnu Norðurlandanna.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi með knattspyrnusamböndum Finnlands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Fer hún fram hér á landi 21. og 22. maí næstkomandi.

Á vef HR segir að sérfræðingar á sviði þjálfunar, frammistöðu, greiningar og sálfræði muni stíga á stokk. Á vefnum fer einnig fram skráning á viðburðinn sjálfan.

Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin en að þessu sinni verður lögð áhersla rannsóknir sem hjálpa landssamböndunum, félögunum og þjálfurum að ná árangri innan vallar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×